Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Page 18
46 DV. LAUGARDAGUR 5. J ANUAR1985. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 107. þáttur Leó Amason frá Víkum á Skaga, þekktastur undir nafninu „Ljón noröursins” er fjölhæfur mjög, tæpast mennskur. Hann er byggingar- meistari meö snilld, lagasmiöur, listmálari og skáld; minnir á Leónardó da Vinci. Eg hef séö málverk eftir Leó heima hjá vini hans Ragnari A. Magnússyni. Myndin ber heitið „Kona í vindi”, enda má sjá á verkinu, að hún er vind- barin mjög. I>á er ítem í stofu Ragnars sérstætt listaverk, málverk er ber nafnið „Þanghafiö”, og meö því slær Leó margan snillinginn út. Ragnar A. segir mér aö hann hafi kynnzt Leó ungur, og lengi sé sér í minni, hve Leó hafi tekiö vel á móti sér, fátækum sveitapilti, er hann kom til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Ragnar segir, aö ekki hafi hann kynnzt vandaöri, heiöarlegri og betri vini en „Ljóni noröursins” og meiri manni aö afli og mann- kostum. Eftir aö Leó haföi starfað á Keflavíkurflug- velli fremur stuttan tíma, sagöi hann upp starfi sínu þar. Þaö væri ekki við hæfi íslenzkra bændasona. Þá kvað Leó: Arin kóma og árin fara, árin eru bara, bara tœkifœri og tómthúslíf. Þá spuröi Ragnar A. M. vin sinn: „Og hvaö meira? ” Leó svaraöi: „Er þetta ekki nóg? ” Hinum fræga bifreiðarstjóra, Olafi Ketilssyni á Laugarvatni, var mjög í nöp viö verkfræöinga og taldi, aö þeir mældu oft óvísindalega fyrir ' vegum. Olafur kvað þar um: mannanna yfir því, hve fæðiö væri dýrt. Þessi maður haföi verið bóndi á mæðiveikiárunum og fé hans skorið niður, þar sem hann bjó á „sýkta” svæðinu. Um þetta kvað Böðvar: Já, þad er von ad Jóni blœdi, hann étur ordið nokkuð frekt. Að eiga konu á sgktu svaeði er svei mér ekki glæsilegt. Böövar orti þessa vísu, sem oft er rangfeðruö: Lotinn standa leit ég mann legsa band af tösku, — þar að vanda hafði hann heila landaflösku. Sigurður Kristjánsson bókaútgefandi kvaö um þaö, er séra Páll Sigurðsson, faðir Ama prófessors, gaf út prédikanir sínar: Hrökklast óður árafans undan góðum penna, unz í hlóðum Andskotans allar glóðir brenna. Björn Pálsson, fyrrverandi alþingismaöur, kvað, eitt sinn, er hann kom út úr Lands- bankanum í Reykjavík og líkaði ekki viöskiptin; Björn kallaöi Landsbankann Hrokageröi, en Ut- vegsbankann Aumingjastaði: Nú skal faðma mjúka mey og magna œvintýri, — en bankavaldið beygirei Björn á Löngumýri. Eftir aö Björn Pálsson hafði fellt Jón Pálma- son á Akri i alþingiskosningum og tekið sæti á Alþingi í hans stað, var gengi islenzku krónunn- ar fellt. A sama tíma stóö Björn í hinu fræga Skjónumáli. Þá kvað Jón, nær áttræður: Þingið er við þekkta tjörn, þar er lœkkað gengi. Skyldi gamli Skjónu-Björn skreyta staðinn lengi? Einhvern tíma illa fer; orð mín koma ’ að sanni. Þetta ’ eru ósköp undir mér ekki stœrri manni. Einu sinni hitti Þorvaldur gamla vinkonu sína, sem tók honum ekki sem bezt, þótt fyrr hefðu þau átt vingott saman. Þá kvaö Þor- valdur: Lífsnautnanna leynistig léttum rann ég fœti. En nú vill Anna ofan á sig engin mannalœti. Þorvaldur kvaö um verkfræðing nokkurn: Kœrustunnar búk og bol búinn varað teikna, burðarmagn ogþensluþol þá fór hann að reikna. Ragnar A. Magnússon kveður svo um „frelsaðan” gleðimann: Áður Valdi í svalli 'og synd sinnti víni’og konum. Nú er hann fögur fyrirmynd, — flestir dást að honum. Ragnar kveöur enn um sama mann: Bœtist rós í barminn hans, brennivín hann smáir. Slíkirþegnarþessa lands þekkjast alltof fáir. Um annan gleðimann kvaö Ragnar: Blótað hefur bróðir Páll Bakkus kóng með sanni. — Vegurinn stundum verður háll veiklunduðum manni. Um vel kvensaman mann kvaö Ragnar: Sótti fast á magáls-mið, margan fékk því dráttinn. Við hin skreyttu Venus-hlið völdin sýndi' og máttinn. mundssyni og Emil Jónssyni alþingismönnum noröur í land. Er halla tók norður af Holtavöröu- heiði, segir Ragnar, aö Skúli hafi kveöið: Kátur lœkur ofan að út i fjörðinn streymir. — Gaman væri’að vita hvað vegfarandann dreymir. ------000---------- Þá kemur aö aðsendu efni. Sigurgeir Þor- valdsson í Keflavík botnar: Sovíet-lið á línu tvistar, léttur ómur berst um vang. Fólkið bíður fangavistar, fari ’ ei hugsun þess í gang. Þó að komma nudd og nart nauði á stjórnarbænum, i engrar náðar verður vart, — varla í hvelli grænum. Illa er mér við hundahald hér í þéttbýlinu. Enginn hrekur Alberts vald út úr ,,biðskýlinu”. Kveðið, vinir, brellinn brag, burt með haustsins kvíða. Okkur gengur allt í hag, — óskastundir bíða. Guðríður Brynjólfsdóttir segir: Ég er lítið agnarpeð, á ýmsu það ég merki. Oft á kvöldin erþví með andans kveisuverki. Eg vil biðja um ekta gleði, en ekki bara glasahljóm, svo að ekki á banabeði Bakkus hafi mig í klóm. Óðarróður er að herða, en ekki samt ég góðan finn. Ætli ég sé ekki að verða ofurlítið framhleypin. Sjáirðu manii á niáti vindi míga — það er verkfræðingur" Vísdóms uppi’áœðsta tindi utan í sína tíu fingur sjáirðu mann á móti vindi míga — það er verkfræðingur. Síðan hef ég hugleitt betur, hvert hann meig sá verkfrœðingur á hlið við vindinn verið getur; hann var með þurra tíu fingur. Egill Bjarnason fornbóksali er þekktur fyrir snjallar leikrita- og ljóðaþýðingar sínar. Eitt sinn hlaut hann að fara á Náttúrulækningahælið í Hveragerði. Þá kvaðEgill: Áður fyrr ég yndi kaus og ást í ríkum mœli, en nú er ég sendur náttúrulaus á nátlúrutækningahæli. Eitt sinn bar svo til, er Egill dvaldist á Náttúrulækningahælinu, að hann fékk sér göngutúr. Kona ein gekk í humátt á eftir honum og kallaði til hans, að sér þætti hann orðinn heldur rýr í roðinu og hló að. Þá sagði Egill: Fyrst þú einatt aftan frá að mér hendir gaman, kannskiþú viljir, kona, þá kynnast mér að framan ? Þórhildur Sveinsdóttir, náfrænka Gísla Olafs- sonar frá Eiríksstöðum, er prýðilega hagmælt. Hún, sem er Húnvetningur, kvað, er hún var á leið norður yfir Holtavörðuheiði og leit Hrúta- fjörðinn: Hér er fagurt Ijósaland, leikur blær í greinum. Hér er ekkert uppistand eða þras í neinum. Gísli Olafsson frá Eiríksstöðum kvað: Oft á fund með frjálslyndum fyrr ég skunda réði, en nú fæst undir atvikum aðeins stundargleði. Gísli kvað aðspurður um, hvert hann væri að fara: Hér um stund ég staðar nem, stari, spyr og svara: Ég veit ekki hvaðan ég kem né hvert ég er að fara. Eitt sinn var Böðvar Guðlaugsson, kennari og Borðeyringur (?) að ætt, í vegavinnu á Holta- vörðuheiði. Þá kvartaði einn vegavinnu- Eitt sinn mætti Jón kunningja sínum, sem var á hraöri ferð, rétt við Þjóðleikhúsið. Er Jón spurði manninn, hvert hann væri að fara, sagðist hann vera á leiö í Þjóðleikhúsiö, þar sem verið væri að sýna „Annarra manna konur”. Þá kvaðJón: Flýti ég mér og fer afstað, fylltur glæstum vonum. Ég hef keypt mér aðgang að annarra manna konum. Lúðvík R. Kemp þótti gaman að kveða níð um náungann, svo sem flestum rosknum Skag- firðingum og Húnvetningum mun í fersku minni. Lúðvík kvað: Drýgir hórinn drengur sá, drjúgum bjórinn slokar. Séra Nóri sifellt þá syndaflórinn mokar. Um stórbónda í Skagafiröi kvaö Kemp: Á Skíðastöðum Sölvi sést sínkur talinn kauði. Hungur, kláða, hor og pest hefur ’hann alið manna bezt. Um sveitunga sína í Skefilsstaðahreppi kvaö Kemp: Þræddu sanna lasta leið, lífsnautnanna efldu seið; sviku granna ísárri neyð, sérhver annars konu reið. Konurnar í sömu sveit fengu þessi „meömæli” frá Kemp: Konur seggi á síðkvöldum sífellt eggja ískömmunum, illt til leggja aumingjum innan veggja á mannfundum. Er merkisbóndi í Austur-Húnavatnssýslu, varö sextugur, sendi Kemp honum þessa af- mælisvísu: Á sárfáum gæðum á sextugur völ meö siðferðishugmyndir rangar.— Ef skaparinn sendirþér svanna og öl, þá syndgaðu bara ’ efþig langar. Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka var hagmæltur með afbrigðum og byrjaði að yrkja ungur að árum. Eitt sinn, er vinnukona á Hjalta- bakka var að baða hann, hafði hún orö á, hve mjög vel hann væri vaxinn niður. Þá sagði Þor- valdur: Ragnar A. M. er mikill hestamaður. Eitt sinn var hann spuröur, hvort hann skryppi oft á bak. ÞákvaðRagnar: Þverra tekur þjóðarsport, þessa margur geldur, — lítið drukkið, ekkert ort, ekki riðið heldur. Ragnar A. Magnússon kvað og um einn vin sinn, dans-, spila- og kvennamann: Ols og kvenna áður naut, ekki í máli staður, — stundum þá að litlu laut Lárus kvennamaður. Um lífshlaup sitt kveður Ragnar svo: Þótt barizt sé um vit og völd, vœnkast lítt minn hagur. Drottinn, það er komið kvöld. Hvað varð afþér, Dagur? Magnús Gíslason, Vöglum í Skagafirði, kvað um prest einn og stóðhest — aö gefnu tilefni: Brúnn af flestum fákum ber, fýsnin sést til mera. — En stóðmesta hestinn hér hygg ég prestinn vera. Eg held, að þessi alkunna vísa sé eftir Þor- steinErlingsson: Ekkert hefur ættar-slím á Eggertþennan runnið. Helvíti ’ er að heita Briem og hafa’ekki tilþess unnið. Þeir, sem eldri eru, muna þá daga, er Balbó marskálkur, hinn frægi flugkappi Itala, kom til Islands á fyrri hluta 4. áratugarins. Þá varð Balbó og flugmönnunum í fylgd hans vel til kvenna í Reykjavík. En er Balbó hvarf héðan með fríðu föruneyti, kvað Einar Þóröarson frá Skeljabrekku: Flugmennirnir sviptir sorg suður um loftin slaga, en hórurnar á Hótel Borg harma liðna daga. Jón Pétursson, Jónssonar frá Nautabúi, kvað: Sólin vangar völl um Skörð, vefur tangann bárureykur, — blómin anga, brosirjörð, blítt í fangið vindur leikur. Ragnar A. Magnússon segir mér, að hann hafi eitt sinn að vorlagi verið samferða Skúli Guð- Guðríður sendir þessa kveöju með vísum sínum og botnum: Margt ergallað, frá því ekki fer, þó fyrir mistök reyni ég að girða. Fleygðu því, sem afar vitlaust er, annað kannski reynirþú að hirða. Miklu meira frá Guðríði verður að bíða næstu þátta. Eysteinn í Skáleyjum sendir enn bréf og segir meðalannars: Helgarvísnaþátturinn er óborganlegur. Nú þegar fólk þekkir yfirleitt ekki lengur, hvort vísa stendur í ljóðstaf, þarf að glæða áhuga á okkar gömlu þjóðaríþrótt. I mínu nágrenni eru ungir menn að glíma viö að botna vísur og „pæla” í bragreglum vegna áhrifa frá þættinum. Eysteinn heldur áfram. Kannski taka botnarnir of mikið rými frá öðru, sem birtist. Væri kannski hægt að etja saman landshlutum — eöa eitthvað slíkt? — Setja mönnum fyrir að svara spumingum með vísuo.s.frv.? Eysteinn sendir m.a. þessar vísur: Þó að veður verði slæmt og vetur fjölgi stuttum dögum, á þó vorið afturkvœmt eftir Guðs og manna lögum. Vaskur sveinn er vís til alls, í vopnabraki storkar hœttum. Hæfileikar Hannibals haldast enn í sumum œttum. Margur Bolli bjástrar við bræðravig á Svínadalnum, fer á kreik með kappalið. — Kjartan liggurþar í valnum. Þetta verður að nægja frá Eysteini að sinni. Nú koma margir fyrripartar í lok þessa þáttar. Kjartan Sigurjónsson á Isafirði sendir þessa: Lofa skyldi að morgni mey, mörg sem dœmin sanna. Kvennahrókar fá ei frið fyrir kjaftasögum. Og svo er þessi fyrripartur, sem Miðfiröingur- inn yrkir um drauga í Vestur-Húnavatnssýslu: Móri, Toppur, Skotta og Skundi skæðir drauqar þóttu. SkúliBen Helgarvísur Pósthólf 131 530 Hvammstangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.