Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 13
ec JR. RAY PARKER JR. RAY PARKER JR. RAY PARKER JR DV. LAUGARDAGUR 5. JANUAR1985. 41 RAY PARKER JR. RAY PARKER JR. CHOSTBUSTERS DRAUGABANAR Ray Parker hinn ungi og hógværi. Á innfelldu myndinni íhópidraugabananna. Maður er nefndur Ray Parker hinn yngri eða junior upp á ameríska vísu. Hann er blakkur maður á húð og hár og skrúfhærður eins og títt er um kynbræður hans. Parker er hagur maður á hljóðfæri og rödd og fæst einnegin við tónsmíðar. Síðasta afurð hans á því sviði er lagið Ghostbusters, titillag samnefndrar kvikmynd- ar sem nú fer mikinn sigurgang um veröld alla. Draugabanarnir eins og Ghostbusters eru nefndir upp á íslenska vísu eru nú til sýnis í Reykjavík sem og í öðrum stórborgum heimsins. Parker hinn yngri er borinn og barnfæddur í bílaborginni víöfrægu þar vestra, Detroit, en þaðan eru runnir margir knóir tónlistar- menn. A sama tíma og Parker var aö slíta barnsskónum í Dexter/Davidson hverfinu í Detroit voru the Temptations, Diana Ross og George Clinton aö gera slíkt hiö sama í næsta ná- grenni. Snemma beygöist hugur hins unga Parkers til tónlistar. Og vart stóö hann fram eöa aftur úr hnefa er hann vann til verðlauna í hæfileikakeppni á sviöi hljóðfæra- leiks í heimaborg sinni. Þá lék hann af innlifun á klarinett en lagöi þaö hljóöfæri á hilluna skömmu síöar er ungar meyjar geröu aö honum gys. Þær bentu á þá óþægilegu staðreynd aö hljóöfæriö var stærra en sá sem á því hélt. Þá sneri hann sér að gítarnum enda samsvaraði þaö hljóöfæri mun betur vexti Parkers litla. Og ekki reyndist Parker litli lakari hljóöfæraieikari á gítarinn en klarinettiö. Þegar á tánings- árum var hann orðinn fastamaöur í húshljómsveit eins virtasta nætur- klúbbs Detroitborgar. Ennfremur var Parker eftirsóttur undirleikari á hljómplötur og má heyra hann strjúka gítarstrengina á velflestum meiri háttar Motown hljómplötum um miöjan sjöunda áratuginn. ■K JHeöal þeirra sem Parker ■ «#lstarfaöi mikiö meö voru ■ W ■ smellasmiöirnir Holland, Doizer, Holland, víðfrægir á þessum árum. Og er þeir yfirgáfu Motown, fylgdi Parker meö og þaö eru hans fimu fingur sem heyra má gæla við gítarinn í klassískum smellum á borð viö Band Of Gold og Give Me Just A Little More Time, auk margra annarra Holland, Doizer, Holland-smella. Nú kemur til sögunnar Stevie nokkur Wonder. Hann varð stór- stjarna ungur aö árum. Og áriö 1972 er virðing hans orðin svo mikil aö hann er beðinn um aö leggja land undir fót meö ekki ómerkari mönnum en Rolling Stones. Þekkt- ist Wonder boöiö og hóaöi saman nokkrum valinkunnum mönnum til aö sjá um hljóðfæraslátt meö sér á ferðunum. Gítaristinn var enginn annar en vinur okkur Ray Parker hinn yngri. Eftir á var Parker spuröur hvort þessi ferö heföi haft áhrif á hann tónlistarlega, þaö er aö segja hvort rokk og ról heföi upp frá þessu spilað stærri rullu í tónsmíðum hans en áöur. Parker svaraði af alkunnri hógværð og kvaö svo ekki vera enda heföi hann þekkt tónlist Rollinganna um langa hríð og hefði hún alltaf höföaö til sín. Víkur nú sögunni vestur til Hollywood þess alkunna glaumbæjar. Þar settist Parker hinn ungi aö eftir túrinn með Wonder og Rollingunum. Og i Hollywood var ekki slegiö hendinni á móti jafnsleipum gítarista og Parker og brátt var hann kominn á fulla ferö í undirspili með mörgum víöfrægum mönnum. Þar á meðal voru Boz Scaggs, Barry White, Labelle og fleiri. I hjáverkum dundaöi Parker viö að semja lög sem hann gaf síðan vinum sínum til flutnings, lög eins og Keep On Doint It, sem Herbie Hancock flutti, og You Got The Love, sem Chaka Khan geröi frægt. Parker hirti ekki um aö flytja þessi lög sjálfur, hóg- væröin sat í fyrirrúmi. Ekki voru allir jafnhrifnir af þessari hógværö Parkers og meöal þeirra var öldruð móö- ir hans. Hún haföi lengi haft ímug- ust á tónlistarbrölti og öldurhúsa- mennsku sonarins og fannst hann vel geta glatt sig með því að láta nú af því veröa aö flagga sinni fögru á- sjónu framan á plötuumslagi, fyrst hann var orðinn svona forframaður í þessum bransa á annað borð. Og aö sjálfsögöu varð Parker hinn ungi við þessum óskum móöur sinnar, annaö hvort væri nú. Hann lét innrétta einkahljóðstofu fyrir sig enda orðinn nokkuö loðinn um lófana. Stofu þessa nefndi hann Ameraykan Studio. Þar hljóöritaði hann sína fyrstu breiöskífu, Raydio, en á henni er aö finna smellina Rock On, Two Places At The Same Time og You Can’t Change That. Þaö vakti sérstaka athygli á þessari plötu aö Parker hinn ungi lék á flestöll hljóöfæri sjálfur og sá um útsetningar og upptökustjórn að auki. Aðspuröur kvaöst hann fíla þetta best svona, hann þekkti því miöur enga sem spiluöu eins og honum líkaöi. En Raydio varö ekki upphafiö aö langri runu af breiöskífum eins og margur gæti ætlaö. Parker er hógvær sem fyrr og hefur aöeins gefið út eina aöra breiöskífu, Woman Out Of Control. En hann hefur gefið út þó nokkrar smáskífur og þekktust þeirra er aö sjálfsögöu Ghostbusters. Þaö lag varö annars til á þann hátt aö Columbia Pictures, sem framleiöir kvikmyndina Ghost- busters, haföi á sínum snærum heila hersingu af tónlistarfólki sem fékk það hlutverk að semja lag fyrir myndina. Ekkert laganna hlaut náö fyrir eyrum forstjóranna og þá var þaö aðstoðarmaður nokkur sem þekkti Parker hinn unga sem baö hann aö hlaupa undir bagga. Parker skoraöist ekki und- an frekar en fyrri daginn og veittist þetta létt verk og löðurmannlegt. Og í ofanálag hlaut hann heims- frægö, en þaö er honum sama um. -SþS- BMUVd AVM ‘Uf KBMHVd AVd 'Mf RAY PARKER JR. RAY PARKER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.