Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR 5. J ANOAR1985. Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar Ford Sierra XR4i eða Merkur XR4 Ti, eins og ameríska útgáfan heitir. Ford Sierra: ■oro oierra: • eiga Bandaríkjamenn að kaupa evrópskan Ford Til þess að bílar teljist vera „heims- bílar” eða með öðrum orðum seljist um allan heim þá verða þeir að seljast jafnt í Bandaríkjunum, „landi bílsins”, sem og í öðrum heimshlutum. Nú hafa þeir hjá Ford tekið þá stefnu að gera Ford Sierra að sh'kum heimsbíl og þar með ná upp sölu á bílnum á Bandaríkjamarkaði. Vissulega er griuidvöllurinn fyrir hendi því undanfarin ár hafa banda- rískir bílaframleiðendur og einnig kaupendur snúið sér æ meir aö evrópsku línunni í bílaiönaöinum og margt af því besta sem boöiö hefur verið fram hjá bandarísku bíla- smiðjunum hefur borið svip frá Evrópu. Ford Sierra er kynntur á Banda- ríkjamarkaði sem sportútgáfa undir nafninu Merkur XR4 Ti en er í reynd sérútgáfa af Sierra XR4i sem verið hefur á markaði í Evrópu. Bíllinn er seldur hjá um 800 söluaðilum Mercury-Lincoln í Banda- ríkjunum en framleiddur hjá Ford í Vestur-ÞýskalandL Hugmyndin á bak við Sierruna á Bandaríkjamarkaði er af hálfu Ford að mæta samkeppninni frá öðrum evrópskum gæðabílum, svo sem BMW. XR4 Ti er búinn fjögurra strokka, 2,3 lítra vél með forþjöppu og elektrónískt stýrðri beinni innspýt- ingu. Með fimm gíra kassa eru um 175 hestöfl til ráðstöfunar en sjálfskipta útgáfan (þriggja þrepa) er 145 hö. Mótorinn uppfylhr strangar kröfur Bandaríkjamanna um mengunar- vamir, en samt er hér verulegur kraftur aukalega miðað við þau 150 hestöfl sem evrópska Sierran hefur yfir aö ráða. Reynsla Bandaríkja- manna sýnir nefnilega aö um 30% af vélaraflinu hverfur þegar búiö er aö útbúa bilana mengunarvarnarbúnaði ,J5mission Control” og blýlaust bensin er notað. Ford í samkeppni við sjálfan sig Nokkur samkeppni við Sierra kemur frá eigin framleiðslu Ford, eða Ford Tempo, sem einnig er með 2,3 htra vél og er í raun ekki svo ólíkur Sierra í út- liti, og má í raun segja að með Tempo sé sambærilegur bíll nú þegar á Bandarikjamarkaöi þótt Tempo sé mun fátæklegar búinn búnaöi en Sierra XR4Ti. Aukin gæði Bandarísku bílasmiðjumar hafa undanfarín ár barist fyrir hærri gæða- staðli á framleiðslu sinni og nú segjast þeir hjá Ford geta mælt 55% bata á þessu sviði hjá sér, og raunar má einnig merkja þaðá sölunni. Ford Tempo fékk að vísu ekki mikiö Ford Mustang er enn góður sölubíll í Bandarikjunum. Hér er Mustang GT með fimm lítra V-8 vél og fimm gíra kassa. t Bandaríkjunum kostar slíkur bill um 9500 dollara, eða um 386 þúsund krónur. Heldur yrði billinn dýrari kominn hingað til lands. Bandaríkjamenn sækjast nú aftur eftir stærri og kraftmeiri bílum eins og þessum Lincoln Continental Mark VIILSC. Vélin er V-8,5 lítra og með beinni elektrónískt stýrðri innspýtingu. hrós þegar hann kom fram á sjónar- sviðið og í umfangsmiklum saman- burði hjá bandaríska blaðinu „Consumer Guide” fékk Tempo 3,3 stig (en gefið er frá 1 upp í 5 og 5 er hæst). Þetta samsvarar meðalbílnum. 16 mismunandi atriði voru skoðuð og dæmd. Ford Sierra er annars að verða meiri háttar sölubíll hjá Ford. Fram- leiðslan um allan heim er nú að ná 700 þúsund bílum. Bandaríkjamenn vilja stærri bíla Ford Escort er einnig til sölu á Bandaríkjamarkaöi en hefur ekki náð eins góðri fótfestu. Þaö væri hægt aö framleiða fleiri bíla í samsetningar- verksmiðjunni í Wayne í Michigan, en eftirspumin er ekki næg. Ástæðan er sú að Bandaríkjamenn hafa aftur snúist til stærri bíla, eftir japanska — og evrópska „smábílaævintýrið”. Þetta á sér margar orsakir en þær helstar að stöðugleiki á bensínverði í Bandaríkjunum hefur aukist og heldur hefur verðið dalað undanfarið og er að komast undir einn dollar fyrir gallonið (3,785 htrar) sem samsvarar um tíu krónum fyrir lítrann. -JR (Politiken) Hér er Mustanginn í blæjuútgáfu. Umsjón: Jóhannes Reykdal Prófun: BRYNGUÁI HEIMA í BÍLSKÚR Það kann mörgum að þykja skrýtið að I fara að ræða um bón á bílum á þessum I árstima. Flestir setja vel bónaða og fall-1 ega bíla í samband við sumar og sól en [ staðreyndin er sú að nú á þessum árs-1 tima reynir fyrst verulega á að verja [ lakkið fyrir skemmdum miklu frekar en á sumrin. Saltausturinn á götumar og tjaran sem [ af honum leiðir er einn helsti óvinur | lakksins á bílunum. Tjaran sest á lakkiö | og veldur þvi að óhreinindin setjast enn [ frekar á bílinn, saltið hreiðrar um sig i | óhreinindunum og byrjar að tæra lakkið. Því sterkari bónhúð sem er á lakkinu [ því frekar getum við varnað tæringar-1 áhrifum saltsins og því vænst lengri líf-1 daga lakksins og þar með bílsíns. Mikið af því bóni sem á markaði er | byggist á þvi að nægilega létt sé að vinna [ það svo að mönnum fallist ekki hendur að | bóna bilinn og nái jafnframt fallegum | svip á bilinn. Á undanförnum árum hafa komið fram | nýjar tegundir bóns, svonefndur „bryn- gljái” sem gefið hefur lakkinu aukna [ vemd og myndað húð yfir lakkið sem | langvarandi gljáa. Fyrst var hér um að | ræða bón sem sett var á á sérstökum bón- stöðvum en síðar hafa komið fram teg-1 undir sem eru þannig að venjulegir bil- eigendur geta bónað með slíkum „bryn- gljáa” heima hjá sér. Umsjónarmaður bílasíðunnar tók sig til | nú i haust og reyndi ágæti einnar siikrar | bóntegundar og nú fimm mánuðum seinna ætti að vera komin reynsla á það [ hvort slikt bón stenst þær kröfur sem til | þess eru gerðar. Bónið sem hér um ræðir er af tegund-1 inni „Ultra Gloss” og segjast framleið- endurnir ábyrgjast ágæti þess i allt að 18 mánuði. Á brúsann hefur innflytjandinn Háberg I Skeifunni látið setja íslenskar leiðbein- ingar um meðferð bónsins sem eru til | fyrirmyndar um slíka vöru. Bíllinn, sem bónið var reynt á, er Benz I á fermingaraldri og til að tryggja sem besta útkomu var farið nákvæmlega eftir leiðbeiningunum á brúsanum. Gamla bónið var hreinsað vel af og siðan borin á fyrri umferðin af tveimur af bóninu. I fyrri umferð er bónið nuddað vel inn eða [ þar til lakkið fer að gljá vel undan bón- áferðinni. Þegar einni slíkri umferð var [ lokið þá var seinni umferðin borin á og ' nú eins og venjulegt fljótandi bón. Bónið | látið þorna og siðan þurrkað vel yfir. Útkoman: Nú, þegar saltaustur hefur veriö á göt-1 ur og umhleypingar, var kominn tími til I aö skoöa útkomuna. Á bílstjórahliö, eöa þeirri hliö sem snýr aö umferö, var komin dálítil tjaraísem auövelt var aö þurrka áf I en á þeirri nliö sem frá umferöinni snýr I var nær engin tjara. Ein létt umferö meö því sem afgangs var í bónbrusanum frá [ því í sumar nægöi til aö gera lakkiö aftur I sem nýtt. Greinilegt er þó aö þvi meiri vinna sem lögö er í undirbúning bónsins [ því betri verður útkoman og endingijn. Nú, þegar aöalsalttíminn gengur i garö ! er því tilvalið að drífa bílinn inn í skúr eöa I á næstu bílaþjónustu og gefa honum eina yfirferö af einhverju þvi „bpýngljáabóni” I sem völ er á. Þaö er hálfs dags puö sem | borgarsig vel. -JR I Einn svona brúsi dugar til aö gefa bílnum góöa vörn í nokkra mánuöi og reynslan sýnir aö mun auðveldara er að þvo | óhreinindin af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.