Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Side 6
34 DV. LAUGARDAGUR 5. JANUAR1985. Rannséknarmenn f inna valkost með eituriiðanum: Skordýr kjöftnð niður Árum saman hafa rannsóknarmenn leitaö nýrra leiða til þess aö berjast gegn þeim meindýrum sem árlega eyðileggja helminginn af uppskeru jarðarinnar. Notkun aðskiljanlegustu eiturefna hefur bjargað miklu en það eru allt of margar óheppilegar hliðarverkanir við þessa skeytingarlausu aöferö. Nýjasti kosturinn er betri. Nú síð- ustu árin hafa rannsóknarmenn lært mikið um efnafræöilegt mál skordýra. Það þýðir að þeir berjast gegn skað- völdunum með þeirra eigin vopnum. En baráttan verður samt sem áður langvarandi og erfið. Það veit enginn með vissu hve mörg skordýr eru í heiminum og það er fullvíst að aldrei á nokkur maöur eftir að komast aö þvi. í dag hefur verið lýst og gefiö nafn um þáð bií einni milljón skordýrateg- unda. Þaö er há tala þegar litiö er til þess aö þekktar hryggdýrategundir eru um 20.000. Menn hafa löngum veriö vissir um að það væri langt frá því að manntal skordýranna væri skráð. Þar tii nýlega munu flestir rannsakendur skordýra hafa viljað giska á að taln- ing skordýra væri um það bil hálfnuð og aö rauntala þeirra væri í kringum 2—3 milljónir tegunda. Nýjar rann- sóknir á bjöllulífinu í regnskógum Pan- ama benda til aö fjöldinn sé í raun langtum meiri. Náttúrufræðingurinn T.I.. Erwin, sem stýrði rannsóknun- um, taldi að líkast til væru um það bil 30 milljónir skordýra til í heiminum. Sem stendur er G—7000 nýjum skordýr- um lýst árlega. Aðeins fá skordýr valda okkur skaða — en miklum Sumir kynnu aö álykta að fremsta hlutverk skordýra sé að angra okkur. Raunverulega eru þau mjög fá sem hafa áhrif á aðstæður okkar. Meðal hinna mörgu milljóna skordýra sem til eru eru .einungis is um 1000 tegundir er stundum koma fram sem það sem við köllum skaðvaldar. En þau valda á hinn bóginn miklum skaða. Margir al- varlegustu sjúkdómar eins og til dæm- is malaría, svefnsýki, pest og gula dreifist meö skordýrum og það eru skordýrin sem ógna hvað mest fæðu- framleiðslu í heiminum. Barátta gegn skordýrum er því mikilvægur iiöur í því að sjá íbúum jarðar fyrir nægum mat þegar mannf jöldinn vex stöðugt. Barátta gegn skordýrum hefur í mörg ár verið samhljóða því að nota syntetísk eiturefni eins og DDT, lind- an, malathion og parathion. DDT var búiö til á fimmta áratugnum og olli straumhvörfum í baráttunni gegn skordýrum. Fæðuframleiðslan óx, malaríu var næstum rutt úr vegi og bjartsýnin var mikil. Margir töldu raunverulega að nú væru þeir lausir viö öll vandamál er fylgdu skordýra- plágunni í eitt skipti fyrir öll. En svo einfalt var þaö ekki. Geysi- legir aölögunarhæfileikar skordýr- anna standast skordýraeitriö. Meö því að nota sama eitrið aftur og aftur og við sömu tegund veröur maður til þess að gera nýjan stofn sem einmitt hefur þá eiginleika sem þarf til að standast eitrið sem sprautað er á hann. I mörg- um tilvikum voru vandamálin meiri eftir að sprautað hafði verið um nokk- urt skeið heldur en áður en úðun var hafin. Meöhöndlunin kom einfaldlega of hart niöur á sníkju- og rándýrum sem áður höfðu — ósýnilega — gert sitt til að halda eitrinu í skef jum. Sérfræðingar eru sannfærðir um að þaö þýöir ekki aö einblína á notkun eit- urefna. Rannsóknin á ýmsum boðkerf- um skordýranna er eitt af nýjum svið- um sem miklar vonir eru bundnar við. Við munum aldrei komast að því hvaö skordýr hugsar eða hvað því finnst. En síðustu 20 ár hefur mönnum þrátt fyrir allt tekist að ráöa boð- skiptatákn þeirra ekki síst hvað snert- ir lyktartáknmál þeirra. Ef málið er þekkt er nefnilega alltaf möguleiki á því að bianda sér inn í samræöumar og ef til vill rugla þau sem ræða saman. Einstaklingar af sömu gerð eiga að geta þekkt hver ann- an Mikiivægur hluti innra táknkerfis skordýranna hefur það að markmiöi að einstaklingar sem tilheyra sömu gerð geti fundið og þekkt hver annan, sérstaklega þegar kven- og karlskor- dýr þurfa að hittast til að æxlast. Ef ekki væru óbrigðul boð til að þekkjast myndu þau eyöa allt of löng- um tíma í að leita hvert að öðru og í það að „gera hosur sínar grænar” fyr- ir alls kyns framandi skordýrum. Það er til dæmis gamalþekk stað- reynd að ef maður er með kvenfiðrildi sein hefur nýverið klakið í þráðarbúri þá dregur það í mörgum tilvikum að karlfiðrildi í stórum breiðum. Líffræð- ingar sumir höfðu óljósar grunsemdir um að karlfiðrildin þefuðu sig að kven- fiðrildunum en hvað flesta snerti var sú skýring þó — þar til fyrir skemmstu — of brjálæöisleg. Menn vildu heldur trúa því að þetta væri stórkostleg eðlis- ávísun karldýrsins. Geysilega sterk sjón eöa kannski alveg ný tegund geislunar eöa útvaipsbylgna sem kæmi karlfiörildi á sporiö. Það var þýski efanverkfræðingurinn Butanandt sem fyrst framleiddi og lýsti boðskipta-duftefni. Hann vann meö silkifiðrildi. Kvefiðrildi þeirra geta dregið til sín karlfiörildi úr mikilli Barkarbjalla fönguð með tilbúinni lykt. Þegar barkarbjalla finnur tré til að naga i gefur hún um leið frá sér lykt sem dregur að heilan her- skara af barkarbjöllum. Þær hafa eyðilagt stórar skógarspildur i Noregi og Sviþjóð þar sem á mörgum stöðum hafa verið settar upp gildrur með tilbúnu feromoni og um 7000 bjöllur veiddar i hverja gildru. Maurinn er borinn út þegar það er dauðalykt af honum. Ef tilbúnu greftrar-feromoni er dreypt á maur er hann borinn út jafnvel þó að hann streitist á móti. fjarlægö. Butenandt taldi að um væri að ræða kemískt ginniefni sem væri komið úr afturbúk kvenfiðrildisins. Hann var ákveðinn í að finna það. Þaðtókhann20ár. Frá afturbúknum af um það bil 1/2 milljón af kvenfiðrildum vann hann 12/100 af grammi af efni sem í mjög litlu magni var jafnaðlaðandi fyrir karlsilkifiðrildi og hin glæsilegustu kvenfiðrildi. Efnafræðileg rannsókn sýndi að þarna var um að ræða tegund alkóhóls og efnið var kallað bombykol eftir Bomby sem er latneskt ættarnafn silkifiðrildanna. Svona skynja skordýrin lyktarboðin Menn hafa komiö sér saman um að nota tákniö feromon um efnin sem eru send út af dýrum og á einn eða annan máta geta haft áhrif á atferli annarra dýra af sömu gerð sem skyn ja boðin. Með hjálp syntetísks bombykols hafa verið löðuö að karlfiðrildi úr tíu kílómetra fjarlægð. Það svarar til um þaö bil milljónfáldrar lengdar fiörild- anna sjálfra. Til þess að geta skynjað svo veik boð hlýtur skordýrið að vera búiö mjög næmum móttökubúnaöi. Lyktarfæri þess eru á þreifurunum sem standa eins og tvö loftnet fram fyrir höfuðið. Ef þau eru lökkuð eöa f jarlægð af karl- silkifiðrildi verður það „heyrnarlaust” fyrir laðandi lyk kvenfiðrildisins. Meðal skordýra sem eru byggö til þess að geta sent hvert öðru boð um langa vegu eru þreifaramir byggöir eins og stór fjaðurlaga iíffæri sem eru þéttsetin litlum skynhárum. Þau verka sem sía eða loftfilter og það hefur verið sýnt fram á að þau fanga um 80% lyktarmólekúla sem fara framhjá þeim. Yfirborð skynhár- anna eru með mörgum litlum götum. Þar komast lyktarmólekúlin inn og þaðan áfram í gegnum fínan gang til yfirborösins á einum þeirra tauga- þráöa sem snerta hárið. Á yfirboröi taugaþráðanna hefur feromon móle- kúliö þau áhrif að breyting veröur í rafspennuhlutföllum. Efnafræðileg boð breytast í veik- straum sem leiðir í gegnum taugina í miðtaugakerfi skordýrsins. Þar er boðiö numið og viðeigandi viöbrögð faraaf stað. I dæminu um silkifiðrildið segir lykt- in að kvenfiðrildi, sem vill hafa mök, sé í nánd. í fyrstu hefur það einungis þau áhrif aö karlskordýriö snýr sér þannig að það er með þreifarana í vindstefnuna. Ef lyktin verður meiri byrjar fiðrild- ið að veifa með vængjunum og fara á loft á meöan það heldur stöðugt stefn- unni mót vindinum. Á þann hátt nálg- ast það smám saman kvenfiðrildið. Þegar þaö er komið að hinu kallandi kvenfiðrildi sendir karlfiðrildið frá sér lyktarefni sem hafa áhrif um skamm- an veg. Það eykur löngun kvenfiðrild- isins til mökunar. Um leið og karlfiðr- ildið er komið á áfangastað hefur það mökun. Þegar mökun er lokiö hættir kven- fiðrildið aö gefa frá sér löðunarlykt sína. Raunar sendir það nú frá sér andlöð- unarlykt sem sýnir karlf iðrildinu aö nú sé þaö ekki tilbúið til mökunar lengur og ekki sé eyðandi meiri tíma í það. Karlskordýr líta ekki við lyktariausum kvenskordýr- um Lyktarmálið getur sem sé verið ákaflega háþróað en ef ákveðin boð hafa verið gefin eru þau tekin sem skipun. Þaö getur undir ákveönum kringumstæðum haft það í för með sér að skordýr haga sér á fáránlegan máta. Ef lyktaruppspretta sem karl- fiðrildið kemur að er frauðgúmmí með einungis nokkrum dropum af löðunar- efni á reynir fiðrildið að hafa mök viö gúmmíið eins og það væri raunveru- legt fiðrildi. Ef við hliðina er raunveru- legt kvenfiörildi sem ekki gefur frá sér neina lykt þá velur karlinn samt sem áöur að varpa allri ást sinni á frauð- gúmmípjötluna. Maurar fylgja í mörgum tilvikum einnig lyktarboðum. Jafnvel þó að ali- ar aöstæður sýni aö þeir beri sig rangt að. Dauði er algengur í stóru maura- búi. Dauði maurinn er fyrsta sólar- hringinn tekinn sem lifandi væri. Þaö að hann bregst ekki á nokkum hátt við öörum segir félögum hans greinilega ekki neitt. Eftir nokkra stund fer hann að lykta. Meðal annars af mismunandi fitusýr- um sem myndast við upphaf rotnunar. Það eru boð til annarra maura og þeir bera hinn dauða út fyrir og setja hann á öskuhauga samfélagsins. Þau lyktar- efni sem maurarnir bregðast við hafa verið kölluð greftrunarferomon. Ef ör- litlu af greftrunarferomoni er dreypt á lifandi maur er hann strax skoðaður sem dauöur og borinn út á öskuhauga þrátt fyrir að hann streitist á móti og á alla lund sýni aö hann er lifandi. Um leiö og búið er að henda honum mun hinn „lifandi dauði” rjúka af stað og fara í legiö sitt foma. Það leiðir ein- ungis til þess aö hann er borinn út aft- ur. Þetta endurtekur sig hvaö eftir annað allt þar til hann lyktar ekki leng-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.