Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 10
38 DV. LAUGAHDAGUR 5. JANUAR1985. FÆDDUR ÍUSA „Tónlist ni ín er sennilega betri en ég,” segir rokkarinn Bruee Springsteen Bruce Springsteen hefur undanfarið verið á hljómleikaferöalagi um Bandaríkin. Uppselt. Platan hans, Bom in the USA, hefur runniö út eins og heitar lummur urn allan heim. I rúm tíu ár hefur Springsteen átt sína dyggu aðdáendur en nú fyrst viröist hann hafa slegið í gegn svo að um munar. Hann leggur lika hart að sér. Blaða- maöur frá tímaritinu Rolling fylgdist meö tónleikum hans í bænum Tacoma í Washington- fylki og lauk miklu lofsorði á þá. 1 Tacoma er svo mikil mengun aö Springsteen og félagar hans í E Street bandinu veiktust allir undir eins og þeir komu til bæjarins en ekki gáfust þeir upp. Springsteen steig á sviðiö fölur sem nár og eftir tónleikana var hann gersamlega búinn aö vera, en allan tímann hafði hann sungið og leikið af fullum krafti. Og það er mikill kraftur. Raunar höfðu skipuleggjendur tónleika- ferðarinnar beðiö Springsteen að spila ekki í Tacoma, heldur í stórborginni Seattle í næsta nágrenni. Þar er loftiö hreint og tónleikasalirnir stærri. En í Seattle býr „fínna” fólk og Spring- steen vildi ná sambandi viö verkamennina í Tacoma. Á milli laga hvatti hann þá óspart til að láta ekki traöka á sér og hann gagnrýndi harð- lega fyrirætlanir ríkisstjórans sem mun gera eftirlit meðmengun frá iðnfyrirtækjum erfiðara en nú er. Springsteen lýsti yfir stuðningi við samtök sem berjast gegn þessu. „Þeim finnst að fólk eigi aö ganga fyrir gróða og aö samfélagið eigi að ganga fyrir stórfyrirtækjunum,” til- kynnti Springsteen og bætti við: „This is your hometown.” Tók svo lagið My Hometown af Born in theUSA. Springsteen hefur aldrei látið deigan síga. Hann hætti menntaskólanámi til þess að helga sig rokktónlistinni en fyrstu árin voru erfiö. Ix)ks náði hann vinsældum en ýmislegt varö til þess að trufla hann. I heilt ár á síðasta áratug mátti hann ekki koma nálægt plötuupptökum vegna þess að hann átti í málaferlum við fyrrum umboðsmann sinn. Þegar hann tók loksins upp næstu plötu, The River, seldist hún í tveimur milljónum eintaka. Síðan kom Nebraska, nakin og hrá plata um sársauka og trylling í bakgörð- um Bandaríkjanna, og nú í sumar kom Born in the USA. Lögin á henni fjalia um svipuð efni og á „Á The Wild, the Innocent £t the E Street Shuffle reyndi ég að láta lögin mynda eina heild. Ég reyndi að fylgja nokkrum persónum smáspöl á lífsferli þeirra." Nebraska en á fyrri plöturini var Springsteen einn á ferö meö gítarinn sinn. Á nýju plötunni er E Street bandiö fullskipaö að baki honum. Grípum niður í viðtal sem tímaritiö Rolling Stone átti fyrir skömmu viö þennan hugsjóna- mann í amerísku rokki. Titillagið á nýju plötunni þinni, Born in the USA, er hvort tveggja í senn: ákaflega grípandi en tekur um leið á sársaukafullu málefni fyrir Bandaríkjamcnn, nefnilega reynslu hermann- anna sem fóru til Víetnam. Hefur reynsla þeirra lengi verið þér hugleikin? Eg efast um aö nokkur maður geti í rauninni skilið reynslu þeirra. Ég tel það alla vega ekki. En þegar maður hugsar um alla þessa ungu menn sem létu lífið í Víetnam, og alla þá sem hafa dáiö síöan þeir sneru aftur, þá hlýtur maður að álykta aö Iandið hafi notfært sér óeigingirni þeirra. Oft voru þeir mjög örlátir á líf sitt. Hvernig snerti Víetnam-stríðiö þig sjálfan? Afskaplega lítið. Ég ólst upp í Freehold í New Jersey og þar var pólitísk vitund fátækleg. Stríöið virtist fjarlægt. En sumir vina minna fóru og trommuleikarinn í fyrsta bandinu mínu var drepinn í Víetnam. Hann skráði sig í herinn og var drepinn. Bart Hanes hét hann. Hann var einn þeirra sem alltaf eru meö spaugsyrði á vör, alltaf aö leika trúðinn. Eg man aö hann kom til rrún einn daginn og sagði: „Jæja, ég er að fara til Víetnam.” Hann vissi ekki einu sinni hvar Víetnam var. En þetta var allt og sumt. Hann fór og kom ekki aftur. Og þeir sem komu aftur voru ekki samir menn. Hveraig komst þú undan því að fara í herinn? Ég stóöst ekki læknisprófunina. Eg fékk heila- hristing þegar ég lenti í mótorhjólaslysi sautján ára gamall. Auk þess lék ég sama leikinn og svo ótal margir aðrir; skrifaði eintóma vitleysu á herkvaðningarblaðið mitt, mætti ekki í sum prófin. Ég var nítján ára og ekki örlátur á líf mitt. Þegar ég fór í læknisrannsóknina hugsaði ég með mér: „Ég fer ekki neitt! ” Ég hafði farið í menntaskóla og þar passaði ég ekki inn í. Ég hætti. Svo var hópur af menntaskólanemum í rútunni sem flutti mig í læknisrannsóknina og ég man að ég hugsaði: „Af hverju er mitt líf ódýr- ara en þeirra, bara af því að þeir fara í skóla?” Þaö var bara ekki sanngjarnt. Og þetta var skrýtið vegna þess aö faðir minn hafði tekið þátt í seinni heimsstyrjöldinni og hann var alltaf að staglast á því hvað ég heföi gott af að fara í her- inn. „Bíddu þangað til herinn nær í skottið á þér. Þeir eiga sko eftir að klippa af þér allt þetta hár. Ég get ekki beðið eftir því. Þeir gera úr þér mann.” Samband okkar pabba var mjög slæmt um þessar mundir. En ég var í burtu í þrjá daga og þegar ég kom aftur spuröu foreldrarnir: „Hvar hefuröu verið?” „Nú, ég varð aö fara í læknisprófunina,” ansaði ég. „Og hvernig fór?” spurðu þau. „Tja, þeir vildu mig ekki,” svaraði ég og þá sat pabbi lengi hreyfingarlaus og starði fram fyrir sig. Loksins sagöi hann: „Það var gott.” Þetta var. . . ja, ég gleymi þessu aldrei. Aldrei. Það er kaldhæðnislegt að nú hafa ýmis íhalds- söm öfl hér í Bandaríkjunum tekið þig upp á sina arma. íhaldssami dálkahöfundurinn George Will hóf tónleika þína í Washington DC upp til skýjanna og í kosningabaráttunni minnt- ist Ronald Reagan þín hlýlega í New Jersey, heimariki þínu. Þaö sem nú er að gerast er að þjóðin vill gleyma. Fyrst var hún sigruö í Víetnam, síðan svikin við Watergate og loks niðurlægð í Iran. Nú þarf fólk að finna til stolts yfir landi sínu á ný. Sú þörf er í sjálfu sér góð en um leið notfæra alls konar aðilar sér hana. Auglýsingar Reag- ans í kosningabaráttunni segja sína sögu. „Þaö er morgunn í Ameríku,” og allt það. Það er eng- inn morgunn í Pittsburgh. Það er enginn morg- unn fyrir ofan 125. stræti í New York. Þar er miðnætti og „there’s a bad moon risin’ ”. Þegar Reagan minntist á mig í New Jersey var þaö angi af sama meiði. Ég kann ekki við að láta nota mig og þess vegna hlaut ég að afneita vinsamlegum orðum forsetans. Máttirðu ekki búast við því að atvinnuföður- landsvinir gleyptu þig með húð og hári? Á kosningaári gefur þú út plötu sem heitir Bora in the USA og á albúminu er bandaríski fáninn. Fáninn var þarna bara vegna þess að fyrsta lagiö heitið Born in the USA. Sem tákn er fáninn sterkur og maöur veit svo sem aldrei hvernig fer ef maöur notar svona tákn. Hefur þú kosið í forsetakosningum? Mig minnir að ég hafi kosið McGovern árið 1972. Hvað finnst þér annars um Ronald Reagan? Ja, ég þekki manninn ekkert. En hann stendur fyrir ákveðna ímynd og það er ímynd sem afskaplega margir vilja trúa á. Ég veit ekki „Þetta hélt áfram á næstu plötum. Grunnur Born to Run var eiginlega trúarlegs eðlis. Sú plata var um leitina að von og trú í tilverunni." hvort hann er vondur maður. En hitt veit ég að hann hefur lítinn áhuga á draumum og þrám stórra hópa í þessu landi, að hann ýtir þeim bara til hliðar. Ég vil líta svo á aö Bandaríkin eigi aö láta sér annt um alla þegna sína. En það virðist ekki vera í tísku lengur. Á. sjöunda áratugnum var þjóðfélagsvitundin rík en nú hugsar hver um sig. Og það er taliö allt í lagi. Ástand þjóöfclagsins á hverjum tíma skin í gegnum plöturnar þínar. Fínnst þér þær tengdar út frá þjóðfélagslegu s jónarmiði? Ég hef alltaf haft áhuga á verkum sem heild. Að plöturnar stæðu ekki bara hver fyrir sig og að lögin á þeim mynduðu líka eina heild. Á fyrstu plötunni, The Wild, The Innocent and the E Street Shuffle sagöi þetta strax til sín, einkum á hlið tvö. Þar var ég að reyna að fylgja nokkrum persónum smáspöl á lífsferli þeirra. Og þetta hélt áfram á Born to Run, Darkness on the Edge of Town og The River. Grunnur Born to Run var eiginlega trúarlegs eölis. Sú plata var um leit að von og trú í tilverunni. Og á Darkness fjallaöi ég um árekstur milli manns nokkurs og heimsins umhverfis hann. Á The River var hann að reyna að snúa til baka eftir að hafa verið barinn niður á Darkness. Á plötunni eru nokkur lög um sambandið milli fólks — Stolen Car, The River, I Wanna Marry You, „Darkness on the Edge of Town fjallaði um árekstur milli manns nokkurs og heimsins umhverfis hann. Maðurinn var barinn niður." Drive All Night og jafnvel Wreck on the Highway. Þetta fólk reynir aö finna huggun hvert hjá öðru. Áöur en ég tók upp The River hafði ég varla samið lög um samband fólks. Þau voru mjög fá. En síðan, á Nebraska. . . Ég veit ekki hvað geröist á henni. Hún kom bara sisona. Hafði ekki kvikmynd Terrence Malicks, Bad- lands, mikil áhrif á Nebraska? Myndin sem fjallar um fjöldamorðingjann Charles Stark- weather og vinkonu hans, Caril Fugate? Ja, ég var tilbúinn með lagið Mansion on the Hill. En svo sá ég Badlands og um svipað leyti las ég bókina um þau Caril og hvort tveggja hafði mikil áhrif á mig á þeim tíma. Ég leigði hús í Colts Neck, New Jersey, og fór ekki mikið út og af einhverjum ástæðum fór ég upp úr þurru að semja fullt af lögum. Það tók mig ekki nema tvo mánuöi að semja allt efnið á Nebraska. Ég var að reyna að semja öðruvísi lög en áður, meiri smáatriöi, eins og ég hafði reyndar byrjað á meö The River. Og myndin hafði áhrif á mig og líka sögurnar hennar Flannery O’Connor. Þær eru ótrúlegar. Hvað sagði mál Starkweathers þcr um Banda- ríkin? Ég held að allir menn geti náð þeim punkti að níhilisminn veröur allsráðandi, grundvallarlög þjóðfélagsins verða að sama skapi merkingar- laus. Það verður allt svart. Ég veit ekki vel hvaða öfl stjórna þessu. Þaö er einhvers konar örvænting eöa skortur á sambandi við fólk, við eitthvað sem maöur getur haldið sér í. Einangrun er það hættulegasta. Nebraska var um þessa amerísku einangrun, um fólk sem er einangrað frá vinum sínum og samfélaginu og stjórnvöldum og atvinnu. Þessir hlutir halda mönnum heilum á geöi, þeir færa tilverunni ein- hvers konar merkingu. Og ef þeir láta undan og maður fer aö halda til í einhverju tómi þar sem grundvallaratriði þjóðfélagsins eru bara brand- ari — þá verður lífið sjálft fljótlega bara brand- ari. Og þá getur allt gerst. Á Nebraska ertu einn á ferð með gítarinn. Hæfði það bölmóöugum söngvunum best? Ja, upphaflega átti bandið að flytja þessi lög. Eg tók þau upp á kassettu jafnóöum og ég samdi þau en þegar til kom hæfði þetta form þeim best. Mér skilst að Iagið Bora in the USA hafi verið samiö um svipað leyti og lögin á Nebraska. Já, reyndar var meira en helmingurinn af lögunum á nýju plötunni saminn um þetta leyti. Þegar við vorum aö reyna aö taka upp Nebraska með öllu bandinu tókum viö upp alla fyrri hliðina á Born in the USA. Þau lög eru mjög áþekk lögunum á Nebraska. Þau eru bara spiluð öðruvísi. Var ekki lögð mun minni vinna í upptökur á Bora in the USA en vanalega hjá þér? Jú. Born in the USA er „live”, tekið upp í ann- arri atrennu. Fæst lögin tókum við oftar en fimm sinnum. Darlington County er „live”, Working on the Highway er „live”, Downbound Train, I’m on Fire, Bobby Jean, My Hometown — næstum öll platan er „live”. Glory Days líka. Bandið er orðið svo samæft að viö getum leyft okkur þetta. Born to Run er eina platan sem virkilega mikil vinna hefur verið lögð í. Fyrir þá plötu samdi ég líka aðeins einu lagi meira en endaði á plötunni, en fyrir Born in the USA tókum við sennilega upp ein fimmtíu lög. Þaö eru ekki sjálfar upptökurnar sem taka langan tíma, heldur hitt að semja sjálf lögin. Þeir sem kaupa „bootlcg” plötur halda því fram að sum þeirra laga sem ekki ná á plötur þinar séu meðal þeirra bestu. Ég á engar „bootleg” plötur sjálfur. Það hefur lengi staðið til að gefa út upptökur meö lögum sem ekki pössuðu á plöturnar og kannski geri ég það einhvern tíma. Vendum nú okkar kvæði í kross. Þú hefur aldrei verið nærri þvi að kvænast, cr það? Nei. Eg bjó einu sinni með stelpu. Ég hafði aldrei búið með stelpu áöur. Eg var rétt rúm- lega tvítugur og haföi eiginlega aldrei búið meö neinum. Hvers vegna ekki? Ég veit það eiginlega ekki. Sennilega vildi ég bara vera frjáls, laus og liðugur. Þaö er líklega kjánalegt. Þaö hljómar allavega kjánalega nú þegar ég segi það. Sérstaklega vegna þess aö ég sækist ekki markvisst eftir þessum hlutum. Þvert á móti held ég að fullnægjuna sé á endan- um aö finna í fjölskyldulífi. Þaö hefur bara ekki verið mitt líf. „Á The River reynir hann að snúa til baka. Á plötunni eru nokkur lög um sambandið milli fólks. Þetta fólk reynir að finna huggun hvert hjá öðru." En nú ertu alltaf að semja lög um samband karls og konu. Hvað finnst móður þinni um þetta? Ég á ítalska ömmu og þetta er þaö eina sem hún hefur áhuga á. I hvert sinn sem ég heimsæki hana spyr hún: „Hvar er kærastan þín? Hvenær ætlarðu að gifta þig?” Geturðu yfir höfuð staðið í venjulegu ástarsambandi? Því ekki þaö. Ég hef verið á föstu ööru hvoru. Ég var með stelpu sem ég hitti í Clarence klúbbnum. Eg er bara ekki að sækjast eftir hjónabandi núna. Núna ætla ég aö sinna minni vinnu og annað verður að sitja á hakanum. En ebihvera tíma ætla ég að fá mér konu, krakka og allt heilagalleríiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.