Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 3 Ljósafoss á leið til Englands með 250 tonn af þorski: „Þetta er athyglis- verð tilraun” — segir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri BÚR Hér er verið að isa fiskikassana áður en þeim var skipað um borð I Ljósafoss. DV-mynd SOS. — Þetta kom mjög snöggt upp, að það var ekki hægt að fá sölu fyrir togarann erlendis nú í vikunni. Það er óvenjulegt að fá svo mikinn afla á aöeins átta dögum — Ottó N. Þor- láksson fyllti sig, sagöi Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þegar DV spurði hann hvenær það heföi verið ákveöið að láta ms. Ljósafoss sigla með 250 tonn af afla Ottós til Englands. Það var mikið um að vera úti á Grandagarði á laugardaginn þegar afla úr Ottó var landað og síðan var aflanum, sem var í fiskikössum, skipað beint út í Ljósafoss, frystiskip Eimskipafélagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem frystiskip fer til útlanda með afla, áður hefur Eimskip flutt út afla í(frystigámum. — Er þetta það sem koma skal? Að vinna ekki aflann hér á landi, heldur skipa honum beint út i f rysti- skip? — Ekki get ég sagt það en þetta er athyglisverð tilraun. Nú bíðum við spenntir eftir því hvernig til tekst og hvaða verð við fáum fyrir aflann, sagði Brynjólfur. Brynjólfur sagði að BUR hefði ekki getað tekið við öllum þessum afla til vinnslu hér þar sem togarinn Hjör- leifur væri væntanlegur með afla til Reykjavíkur á morgun. — Eins og ég sagði þá kom þetta svo snöggt upp á. Viö áttum ekki von-á því að Ottó myndi fylla sig á örfáum dögum. — Það kom ekki til greina að Ottó myndi sjálfur sigla með aflann þar sem ekki var hægt aö fá sölu. Þá á togarinn þó nokkuð eftir af þorsk- kvóta sínum þannig að þaö er mjög dýrmætt fyrir BUR að hann sé á veiðum en ekki í fraktsiglingum. Fiskiskip eru til að fiska en flutningaskip til flutninga til út- landa, sagði Brynjólfur. Brynjólfur sagði að hann reiknaði ekki meö að þannig flutningar — að láta frystiskip sigla með heilu farmana, væri það sem koma skyldi. Það er takmarkaður markaður fyrir fisk, þannig að gámaflutningar eru hentugri. — Okkar stefna er að sjálfsögðu að vinna afla okkar hér heima, til útflutnings. En í þessu tilfelli var það hreinlega ekki hægt, sagði Brynjólfur. Þess má að lokum geta að Ljósa- foss hélt utan í gær og reiknað er með að fiskurinn verði kominn á markað á fimmtudaginn. -SOS I i i i i Bryndis Schram gaf sig ekki þrátt fyrir lymskubrögð til að halda henni niðri. Elin G. Ólafsdóttir deildarstjóri sá um að leikreglum væri fylgt en Jón Baldvin beið rólegur eftir að hljóta öruggan sigur. DV-mynd PK. BRYNDÍS HÉLT VEL í VIÐ JÓN — þrátt fyrir viðleitni til þess að halda henni niðri Jafnréttismáleruvíðatilumræðuog nokkuð vel í við Jón. Hún fékk alltaf dagana 21.—27. september er samfelld svo háar tölur.” baj dagskrá um jafnréttismál og skóla- _________________ starf í kennslumiðstöö Námsgagna- ... Til að versla á FATALAGERNUM Grandagarði 3 þarft þu að: Hafa bíl eða kunna á leið 2. :i mannsins. Vita hvar keypti ölið. Bera hag fjölskyldunnar fyrir brjósti.:Spila í Happdrætti Háskólans. Búa í Vesturbænum. Koma á milli 10 - 19 á virkum dögum og 10 - 16 á laugardögum. iðlarann á þakinu. Eiga nóg af :öðumæli. Vita hvað er dýrt og hvað er ódýrt og gera greinarmun þar á milli. « ■ BB WfmBESBíSBmm!wBmSmU&BSmu — stofnunar undir heitinu „Stelpa- strákur — skiptir það máli? ” Dagskráin hófst með setningu, ávarpi Þorbjörns Broddasonar um jafnréttismál, menntun og skólastarf og kynnt var jafnréttisspilið Frama- brautin sem gefið var út í tilefni af dag- skránni. Hjónin Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson spiluöu það í fyrsta sinn og vegna uppbyggingar spilsins átti Bryndís undir högg að sækja. Jón Guðmundsson hjá kennslumið- stöðinni sagði upphaflegu hugmyndina að spilinu komna frá Danmörku. „Hins vegar er textinn staðfærður til þess að henta betur aðstæðum hérlend- is og núna erum við að safna í annað spil fyrir yngri börn því þetta hentar betur eldri hópunum. Framabrautin er fyrir börn á öllum aldri og Jón Baldvin er sá fyrsti sem spilar það fullbúiö. Uppbyggingin er þannig aö konan fær alltaf refsiákvæði sem neyða hana til að færa sig aftur um einn eða fleiri reiti. Auðvitað er þetta grín en meö alvarlegum undirtóni og ætlað til þess að vekja menn til umhugsunar um jafnréttikynjanna. Spilið sjálft er ansi skemmtilegt og Bryndís hélt merkilega lengi eru Ijósin í lagi? yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.