Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. Spurningin Finnst þór mánudagar eitt- hvað leiðinlegri en aðrir dag ar? Olafur H. Einarsson: Nei, þeir geta meira að segja verið mjög skemmti- legir. Það fer eftir því hvernig maöur er stemmdur. Sólrún Maggý Jónsdóttir: Mér finnst þeir alltaf ágætir. Laugardagarnir eru þó betri. Þóra Hallgrímsson: Nei, þeir eru mjög skemmtilegir dagar, stundum jafnvel skemmtilegri en aðrir. Annars eru all- ir góðir dagar mínir uppáhaldsdagar. Soffía Kristinsdóttir: Nei, þeir eru mjög góðir því þá er ég búin á hádegi í skólanum. Eg held samt meira upp á laugardagana. Sigurður Snorrason: Nei, síst. Þeir eru betri að því leyti að maður er frískur eftir helgina og úthvíldur. Snorri Snorrason: Nei, mér leiöast helgar. Eg fer mjög sjaldan út að skemmta mér. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Mistök í kjötframleiðslu, vinnslu og kynningu Neytandi teiur vinnsiu, sölu og kynningu iambakjötsins úrelta. Neytandi skrifar: Það má án efa fuUyrða að bram- bolt það sem nú er í sviðsljósinu hjá bændasamtökunum, framleiðsluráði þeirra, og krafan um það að láta varnarliðið éta lambakjötiö, sé til komið fyrir mikil mistök bændasam- takanna sjálfra og forsvarsmanna þeirra, framleiðslu og vankynningu á umdeildri afurð, lambakjötinu. Fyrir þaö fyrsta hefur íslenskt lambakjöt verið meðhöndlað lengst af sem venjulegur stykkjavarningur en ekki hráefni til matseldar. Skrokkar eru færðir í eins konar nærföt, prjónaöa serki, og síðan fleygt inn í frysti, þar sem þeir frjósa, eða fremur héla, og haldast síðan frostþurrkaöir þar til þeir eru keyrð- ir í verslanir þar sem þeir fá síöan enn eina meðhöndlunina og hana mjög misjafna, frá verslun tU versl- unar. I verslunum eru skrokkar hlutaöir í sundur og alltaf á sama gamla mát- ann. — Lambalærin með hækUnum, þá hryggurinn, sem er orðinn útflatt- ur, minnir óneitanlega á gamlan Bretabragga og er óhagkvæmur kaupendum, bæði hvað varöar verð og gæði. Síöan eru tU tilbreytingar, og einn- ig aö kröfu hefðbundinna sunnudags- venja, búnar tU „kótelettur” — eða eins konar „skammbyssur”, sem hafa örUtla kjöttægju í krikanum en langt og mjótt „byssuhlaup”, sem samanstendur af þykku fitulagi. — Loks frampartar í ýmsu formi, aðal- lega þó kynntir sem „súpukjöt”. Matarvenjur eru þó að breytast og margir reyna aö fá kaupmenn tU að útbúa úr framparti sneiðar til aö setja á „griUið”, en þaö vill oft vefj- ast fyrir kaupmanni hvað viðskipta- vinur á við. Sneiðar á „grUl” þurfa að vera svona 3—3,5 cm á þykkt, ef vel á aö vera, og til að þær hreinlega vefjist ekki upp og endi sem kínverskar pönnukökur. Og enn er eins og þeir er sjá um kynningu og pökkun á kjöti átti sig ekki. I nýjustu umbúöunum sem koma frá, að ég held, Kjötiönaðar- stöð Sambandsins eru pakkaðar lær- issneiðar, stundum bitar úr fram- parti lambaskrokks, sem geta verið góðar. En hvað skeður? Sneiðarnar eru svo þunnar að þær eru ónothæfar til að „grilla” þær. Hver er hugsunin á bak við þessa pökkun? Kannski ein- hver misskilinn sparnaöur? Hver veit? Það er eins og framleiösla, vinnsla og kynning á lambakjötinu okkar hafi „orðið úti” í þess orðs fyllstu merkingu. Á öllum sviðum og alls staðar, jafnt hér á landi sem erlend- is. Og kannski verst erlendis, þar sem það er helst kynnt í veislum frammámanna, helst þekktra fyrir góða mætingu í kokk teilboð! Jafn kosninga- réttur grundvöllur mannréttinda Reykvikingur skrifar: Samtök, sem kalla sig „Jafnrétti” á milli landshluta, hafa mjög haft sig í frammi út um byggðir landsins. Mér hefur helst virst þetta vera samtök nokkurra nöldurseggja sem öfunda Reykvíkinga af fjölbreyttu mannlífi. Hafa þeir fundað stíft í dreifbýlis- bæjum og reynt að ala á óánægju með- al íbúanna. Eitt af baráttumálum þessa félags- skapar er að landshlutarnir fái full um- ráð yfir þeim gjaldeyri sem aflað er innan þeirra. „Jafnréttissinnarnir” halda greinilega að það að draga fisk úr sjó skapi eitt sér gjaldeyri. Það hvarflar ekki að þeim að það kosti eitt- hvað að flytja vöruna og koma henni á markað fyrir neytendur. Er það kannski ekki gjaldeyrisskapandi? Eða aö halda úti alls kyns þjónustu fyrir framleiðslutækin á landsbyggðinni? Eða að sjá íbúum landsins fyrir mennt- un og afþreyingu? Eða að flytja inn vörur og kom þeim heim á hlað til neytenda á landsbyggðinni? Eg skil ekki hverju þessir menn hyggjast ná fram meö því að ala á sundrungu meöal þjóðarinnar. Viö er- um ein keðja og hún er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Allir leggja hönd á plóg með starfi sínu og skapa þjóð- inni gjaldeyri, sama hvert starfið er. Vinnan er verðmæti. Það er eðlilegt að verkaskiptingu sé komið á; einn lands- hluti sjái að mestu um aðföng úr sjó, annar um landbúnaðarframleiöslu og annar um þjónustu vegna legu sinnar og landkosta. Meöan allir leggja sig fram er verið að skapa gjaldeyri og vel komið fyrir þjóðinni. Það eina sem þessi samtök ættu að berjast fyrir er jafn kosningaréttur milli landshluta. Aö Vestfirðingar skuli hafa fimmfaldan kosningarétt á við Reykvíkinga er suöur-afrískt. Landiö á aö vera eitt kjördæmi og hver maður á aö hafa eitt atkvæði. Það eru grundvallarmannréttindi. Ef þessi samtök unna jafnrétti í raun þá setja þau þessa kröfu á oddinn. Ann- ars sigla þau undir fölsku flaggi. Vist er landið fagurt og fritt, segir lesandi, og hér er dœmi um það: Svartifoss í Skaftafelli. Hver keypti notað Nordmende í nóvember ’84? Þorbjörg Karlsdóttir hringdi: Ég seldi manni nokkrum Nord- mende-sjónvarpstæki í nóvember 1984. Gleymdi ég að tilkynna RUV um þetta og nú hef ég veriö rukkuö um tvöfalt gjald. Það sætti ég mig ekki við og skora á manninn sem keypti aö hafa samband við innheimtudeild sjón- varpsins svo leiðrétting fáist. Lesandi vill refsiaðgerðir gegn Bandaríkjamönnum og Ronald Reagan forseta fvrir ærnar sakir að hans áliti. Refsiaðgerðir gegn Reagan? Tómas David Björnsson skrifar: Forsíöufyrirsögn Morgunblaðsins þ. 11.9. ’85: „Reagan fyrirskipar strang- ar refsiaðgerðir gegn Suöur-Afríku.” Átrúnaðargoð Morgunblaðsins, Ron- ald Reagan, fyrirskipar refsiaðgerðir einu sinni enn. Hvernig væri að hver þjóö fyrir sig fyrirskipaði refsiaðgerðir gegn Banda- rikjunum og Reagan vegna misréttis og kúgunar á indíánum, vegna Ku- Klux-Klans, vegna vopnasölu um heim allan, vegna kjarnorkusprengjutil- rauna, vegna vígbúnaðarkapphlaups við Sovétríkin, vegna stjörnustríðs- áætlunar Reagans í geimnum, o.s.frv. Listinn er mun lengri en við látum þetta nægja í bili. Ef Velvakandi er orðinn leiöinlegur, eins og maður nokkur skrifaði nýlega í Velvakanda, þá er þaö engin furða. Mörgum bréfum er stungið þar undir stól (eða inn í einhverja möppu) ef þau falla ekki inn í pólitískar skoðanir Morgunblaösins, flokksblaðs sjálf- stæðismanna, með þess takmörkuöu hugmyndir um líf á þessari plánetu. Heilbrigð þjóð í fögru landi? Konráð Friðfinnsson skrifar: 1 ferðaritum um Island er landið dá- samað á alla kanta. Það er fagurt, loft- ið er hreint og árnar ómengaðar. En ekki er allt sem sýnist. I landinu býr þjóð sem vinnur 14—16 stundir á sólarhring til að hafa í sig og á. Þetta er ekkert vit. Víst er landið fagurt og frítt. En þjóðfélagið er ekki heilbrigt. Bilið milli ríkra og snauðra heldur áfram að vaxa þótt hér geti verið paradís fyrir alla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.