Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ásjó Þau undu sér timum saman við að horfa i kjölsogið á leiðinni milli Fœr- eyja og íslands. Stóðu aftur á ferj- unni Norröna og horfðu i sjóinn á ölduganginn og siðan á mávana sem fylgdu skipinu á leið þess um hafið. Lif á sjó hentaði þeim greini- lega vel og ólikt voru yngri farþeg- arnir fótvissari þegar skipsfjöl sleppti. DV-mynd baj. Linda Evans og Rock Hudson kysstust frægasta kossi síðustu ára i mynda- flokknum Dynasty. Koss dauðans? Sjúkdómnum Aids hefur tekist þaö sem engum siðaprédikara auðnaöist þrátt fyrir óteljandi tilraunir — að sið- bæta Hollívúdd svo um munar. Tímar frjálsra ásta eru liðnir og nunnur sem munkar mættu teljast fullsæmd af því lífi sem stórstirnin iöka þessa dagana. Það er ekki aðeins að rekkjufélagar geri nú kröfur til þess að gjörþekkja hvor annan heldur er læknisvottorðs krafist að auki áður en farið er í nátt- fötin. En núna er eins gott fyrir þá sem halda vilja vinnunni og sambandi við vinina að horast ekki of skyndilega, það þykir í meira lagi grunsamlegt. Twiggítýpan kæmist ekki langt þessa dagana, yrði talin illa haldin af Aids og komið í snarheitum á næsta sjúkrahús. I fínum samkvæmum eru allir löngu hættir aö faðmast og kyssast — kokkteilboðin eru hreinlega að hverfa af sviðinu. Frægasti koss síðari ára er á allra vörum — Rock Hudson náði að smella einum á Lindu Evans áður en hann var lagður inn með alnæmi á háu stigi. Þetta er í margra augum koss dauðans og nú bíða íbúar staðarins í ofvæni eftir því að Linda fari að tapa þyngdinni. Meira þarf ekki til að komast í félags- lega einangrun á þeim bænum. Ástandið er móðursjúkt í meira lagi og ekki er um annaö rætt en Aids yfir kaffibollum eða stærri fundum manna á staðnum. Sexímyndin Burt Reynolds varð að koma fram í sjónvarpi og gefa þá yfirlýsingu að hann væri ekki með Aids, sár og reiður yfir kjaftagangin- um. Nektarmyndin fræga af kappan- um ætlar aö draga endalausan dilk á eftir sér fyrir karlgreyið — menn þar ytra ættu bara að vita að á Islandi tíðk- ast við myndatökur að leggja piltböm nakin á gæru fram eftir öllum aldri. A Seyðisfirði vöppuðu þrjár stelpur með ungbarn i kerru á milli sin. Enginn annar var á ferli sinni köttur. ekki einu FRATVEIMUR GONGUGOTUM Skammt er liöið síöan göngugötur voru skipulagðar í bæjum en nú er svo komið að enginn alvörubær getur án göngugötu verið. Leiðin lá um göngugötu tveggja bæja í síðustu viku — um Þórshöfn í Færeyjum og Seyðisfjörð á Austfjörðum. Göngu- gatan á Seyðisfirði var mannlaus með öllu en innan skamms birtust þó þrjár stelpur akandi smábarni á milli sín. Þar er öll umferð bönnuð en fótgangandi og barnavagnar falla þó innan marka leyfilegrar umferðar. Sama má segja um hunda, máva og ketti. I Þórshöfn sátu hljómlistarmenn í veðurblíðu og spiluðu klassík og fleira á fiðlur og gítara. Þar er um- ferð bönnuð — nema það má aka hægt og varlega — sem og allir gera nokkum veginn svikalaust. Líklega ein fárra göngugatna með slík umferðarákvæði að vopni. Kannski athugandi fyrir staði þar sem fjöldi íbúa af tegundinni maður er í lægri kantinum. baj í Þórshöfn sat heil hljómsveit og spilafli eins og englar vegfarendum til skemmtunar. DV-myndir baj. SCOTCH-DISKETTUR FRÁ 3M MEÐ LÍFSTÍÐARÁBYRGÐ Eigum fyrirliggjandi diskettur í flestar tölvur og skráningavélar á hagstæðu verði. Útvegum einnig haröa diska, segulbönd og segulkort með stuttum fyrirvara. Gerum magntilboð. Hafiö samband. Lifstiðarábyrgð segir alla söguna. Ármúla 1. Sími 687222 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.