Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Side 12
12 DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. Útgafufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdarstjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingasjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SlÐUM ÚLA 33, SlMI: 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI:27022 Simi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12 Prentun: ÁRVAKUR HF.-Áskriftarverðá mánuði 400kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Grunnt á þvígóða Grunnt er á því góða hjá forystumönnum stjórnarflokk- anna þessa daga. Skærur hafa hafizt með leiðaraskrifum í NT, málgagni Framsóknarflokksins. Hafa verður í huga, aö NT er nú miklu fremur málgagn flokksins en var, áður en Magnús Ólafsson var látinn víkja úr ritstjórastól. Því verður ekki hjá því komizt að líta á leiðara NT sem athugasemdir frá forystu Framsóknarflokksins. NT ræðst í leiðara á Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn miðvikudag. Þar segir: „Stjómarflokkar eru ábyrgir fyrir því, að stjórnun lands- ins gangi eðlilega fyrir sig. Ráðherrar fara með einstaka málaflokka í umboði stjórnarflokkanna, og þeir eiga að framfylgja stjórnarstefnunni, sem sett er fram í upphafi stjórnartímabilsins. Þessa dagana er það að verða lýðum ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn, undir stjórn Þorsteins Pálssonar, bregzt þessari skyldu sinni.” Svo segir NT og nefnir, að Þorsteinn hafi ákveðið að skipta sér ekkert af gerð fjárlaga og fleira í þeim dúr. Það eru hörð orð að segja um formann samstarfs- flokksins, að hann bregðist mikilvægustu skyldum sínum. Þorsteinn svaraði í viðtali við DV á fimmtudag. Hann sagði: ,,Ég lít á þetta sem blaður og ég skil þetta sem kveðju frá forsætisráðherranum.” Þorsteinn segir síðar: „Ég geri ekki mikið veöur út af þessu, því að þetta lýsir meira innræti forsætisráðherrans og hans manna en okkar, sem höfum ekki átt annarra kosta völ en að vera í samstarfi með þeim.” Nú má gagnrýna Þorstein Pálsson fyrir að hafa ekki haft næga stjórn á sínum flokki. En hann hefur átt erfitt með stjórnina, verandi utan ríkisstjórnar. Hið athyglis- verða við gagnrýnina í NT er, að hún birtist í málgagni Framsóknarflokksins í þann mund, sem verið er að koma fjárlögum saman. Fram hefur komið, að stjórnar- flokkarnir voru lengi ósammála um, hvaða skatta skyldi hækka, þótt samkomulag næðist að lokum. Annað athyglisvert atriði er, hversu illa Þorsteinn Pálsson tekur þessu skoti frá NT. Hann segir það „lýsa innræti forsætisráðherra”, svo að grunnt er á því góða með leiðtogunum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist í DV-viðtali ekki hafa komið nærri þessum leiðara NT. En NT heldur áfram skærunum. I leiðara NT á fimmtudag er enn f jallað um, að eitthvað skorti í fjárlagagerðinni. „Ekki verður hjá því komizt, að einstaka þingmenn leggi fram frumvörp um stóreigna- skatt, þegar Alþingi kemur saman, þar sem tillögur þar að lútandi náðu ekki fram að ganga við gerð fjárlag- anna.” Líta verður á þessa yfirlýsingu í leiðara NT sem boð- skap þess, að framsóknarþingmenn muni bera fram frumvörp um stóreignaskatt í trássi við það samkomu- lag, sem lýst er yfir, aö hafi orðið í stjórnarflokkunum. Stefán Guðmundsson framsóknarþingmaður segir í DV- viðtali, að menn hafi óbundnar hendur. Forsætisráðherra talar út og suður en lætur að því liggja, að framsóknar- menn muni standa við sitt. Beri framsóknarþingmenn fram frumvörp um stór- eignaskatt og knýi fram í samstöðu við stjórnarandstöð- una má telja, að ríkisstjórnarsamstarfið sé búið að vera. Skærurnar, sem NT gengst fyrir þessa daga, eru vottur þess, að samkomulag stjórnarflokkanna sé stirt. Þjóðin þarfnast samheldinnar ríkisstjórnar, en hún virðist ekki hafa slíka stjórn sem stendur. Haukur Helgason. „Það hefur verið megineinkenni sjávarútvegs á Íslandi að hann hefur verið i einkaeigu, sem hefur dreifst á mjög margar hendur og hefur það fyrirkomulag reynst mjög vel." Kvótakerfið má ekki festast í sessi Um næstu áramót hefur kvóta- kerfiö í fiskveiöum veriö framkvæmt í 2 ár. I árslok 1983 heimilaöi Alþingi aö taka það upp fyrir árið 1984 og í lok þess árs var sú heimild fram- lengd um eitt ár til viðbótar eða til loka 1985. Umræöur eru nú þegar hafnar um þaö á opinberum vett- vangi hvaö viö eigi að taka og sjávarútvegsráöherra virðist hafa í huga aö fá heimildina framlengda í þrjú ár. Eins og kunnugt er felur kvótakerfið þaö í sér aö stjórnvöld á- kveði hversu mikinn afla hvert skip megi veiða yfir árið. Neyðarúrræði öllum er ljóst að heildarafla lands- manna þarf aö takmarka vegna á- stands fiskiflotans. Spurningin er hins vegar um þaö hvaða aðferðum eigi aö beita. Eg hef í bæði umrædd skipti greitt atkvæði meö frum- varpinu sem heimilaöi kvótakerfiö — en með miklum efasemdum þó. Mér hefur fundist réttlætanlegt að taka slíkt kerfi upp sem algert neyðarúr- ræöi undir mjög sérstökum kring- umstæðum og þá i stuttan tíma. Hins vegar tel ég útilokaö að halda þannig á málum að kvótakerfið festist í sessi. Við umræður á Alþingi í desember sl. gerði ég grein fyrir efasemdum mínum um kvótakerfið og þar sem umræðan um það er nú að komast í fullan gang að nýju tel ég rétt að rifja hér upp helstu efnisatriði í máli mínu. Eg óttast að langvarandi kvótakerfi muni hafa í för meö sér grundvallarbreytingu í uppbyggingu sjávarútvegs á Islandi. Ég skal nefna nokkur meginatriði. Nokkur meginatriði I fyrsta lagi er líklegt aö kvóta- kerfi til langframa myndi hafa í för með sér breytingu á allri eignaupp- byggingu í sjávarútvegi. Það hefur verið megineinkenni sjávarútvegs á Islandi að hann hefur verið í einka- eigu, sem hefur dreifst á mjög marg- ar hendur og hefur það fyrirkomulag Kjallarinn BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR FYRIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN reynst mjög vel. Kvótakerfið gæti breytt þessu fyrr en varir. Líklegt er að eignarhald myndi færast á miklu stærri einingar og að opinberir aðilar eða samvinnufélög innan SlS myndu í miklu ríkari mæli verða eignar- aöilar fyrirtækja í sjávarútvegi. I öðru lagi er líklegt að slíkt kerfi leiði til mikilla breytinga á sóknar- aðferðum sjómanna og útvegs- manna. Aðalsmerki þessarar at- vinnugreinar hafa verið dugnaöur, harðfylgi og útsjónarsemi. Sá hugsunarháttur mun breytast fyrr en varir, ef öllum verður til lang- frama skammtað ákveðið veiðimagn. I þriðja lagi er líklegt að kvóta- kerfið muni hafa í för með sér mikla breytingu á launauppbyggingu í sjávarútvegi. Launakerfi í sjávarút- vegi hefur byggst á aflahlut auk kauptryggingar, en kvótakerfið mun breyta því áður en langt um líöur. Þegar eru komnar upp umræður um þaö í samtökum sjómanna aö rétt sé að kasta hlutaskiptakerfinu en taka upp föst laun eða eitthvert annað iaunakerfi sem sé óháð bæði fisk- verði og aflabrögðum. Sjá allir í hvert óefni væri komið með íslenskan sjávarútveg ef slík grund- vallarbreyting yrði gerð, en hún mun óhjákvæmilega leiða af kvóta- kerfinu. Grundvöllur kerfisins að bresta Þessi atriði, sem ég hef hér nefnt,' geta hvolfst yfir okkur fyrr en varir ef kvótakerfiö festist í sessi. Þetta eru grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að taka mið af ef menn eru í alvöru að huga að því að framlengja kvótakerfið í þrjú ár. Þessi atriði eiga ekkert skylt við þá miklu umræðu um framkvæmd kvótakerfisins, sem nú fer fram, en sú umræða bendir óneitanlega til þess að grundvöllur kerfisins sé að bresta af þeim ástæðum einum. Birgir Isi. Gunnarsson. 9 ,,Ég óttast að langvarandi kvóta- kerfi muni hafa í för með sér grundvallarbreytingu í uppbyggingu sjávarútvegs á íslandi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.