Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 29
DV. MANUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. Menning Menning Menning Menning GRÍMUDANS- LEIKUR Kristinn Sigmundsson og Katrín Sigurðardóttir í hlutverkum sínum í Grímudansleik Verdis. Grímudansloikur, ópera eftir Guiseppe Verdi í sýningu Þjóðleikhússins. Texti eftir Antonio Somma byggður á leikriti eftir Eugóne Scribe. í helstu hlutvorkum: Gustavo III; Krísfján Jó- hannsson, Renato Anckarström: Kristinn Sig- mundsson, Amolía: Elísabot F. Eirfksdóttir, Ul- rica: Sigrfður Ella Magnúsdóttir; Oscar: Katrín Siguröardóttir, Ribbing: Robert W. Becker, Horn: Viðar Gunnarsson, Silvano: Björn Björnsson, dómari: Guðbjöm Guðbjörnsson, samsœrismonn: Grótar Saimúetsson, Einar Ágústsson og Eirfkur Tryggvason. Loikmynd: Björn G. Björnsson. Búningar: Malín örlygsdóttir. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Maurizio Barbacini. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Síðan Islenska óperan var stofnuö hefur Þjóöleikhúsið sinnt lagaákvæði um söngleikjahald eftir þröngri fyrirsögn ákvæðisins og látið óperur í friði. Greinir menn á um ástæðuna, segja sumir að ýmsir hópar innan- húss hafi verið því fegnastir að losna við óperugaulið úr húsinu en aðrir að þeir sem réðu sýndu með þessu tillits- semi við nýstofnaða óperu og vildu gefa henni frið til að koma undir sig fótunum áður en farið yrði út í beina samkeppni. Hvernig losa á sig við kóng En nú fer Þjóðleikhúsið á ný af stað með óperuflutning og er þá ekki verið að ráöast á garðinn þar sem hann er lægstur, Grímudansleikur Verdis tekinn fyrir og ekkert minna. Já ekkert minna, því Grímuballið er hreint ekki algeng ópera á dagskrá, jafnvel ekki þeirra húsa sem teljast til hinna stærri. Liggja til þess ýms- ar ástæöur. I fyrsta lagi þótti lítt við hæfi að sýnt væri á óperusviði hvern- ig fara ætti að því að losa sig við kóng. Kóngar voru jú, þegar Grímu- ballið leit dagsins ljós, ennþá kóngar í alvöru og ekki búið að gera þá að galíonsfígúrum á stefni viökomandi þjóðarskútu. Af þeim sökum var nærri farið fyrir Grímuballinu eins og annarri úrvals Verdióperu, I due Foscari, sem mér vitanlega er tæp- ast sýnd utan landamæra Italíu og þar meira að segja sjaldan. I öðru lagi er uppfærsla á Grímuballinu ekki auömönnuð. Til hennar þarf að kalla að minnsta kosti sjö toppsöngv- ara auk þess sem veikleikar hús- kjarnans, þ.e. kórs, hljómsveitar og annars sviðsliðs, koma hvergi betur fram en í óperu eins og Grímuball- inu. Tónlist Eyjólfur Melsted Landsliðið Kvisast haföi út löngu áður en Grímuballið fór á svið að nú yrði til kallaö landsliðið í söng aö flytja þetta vandasama verk. Landslið er það lið sem landsliðsþjálfari, eða ein- valdur stundum, setur saman hverju sinni. Svo mega menn hver sem betur getur rífast um hvort val til landsliðs hafi verið rétt, hvort ein- hverjir verðugir sitji úti í kuldanum og annað eftir því. Það er þó víst að hvaða skoöanir sem menn hafa ann- ars á valinu þá er það afar vel sam- syngjandi. Eg hef einu sinni orðið vitni að því að hver stjarnan fyrir sig ætlaöi að syngja alla hina kalda, ein- mitt í Grímuballinu. Þarf ekki að orölengja hver útkoman varð, en því nefni ég þetta hér að það er allt ann- að en sjálfgefiö að einsöngvaraliöiö sé samstillt þegar mikið liggur við eins og í þessari óperu. En samstill- ing hindraði þó ekki að hver einstak- ur fengi að blakta. Elísabet F. Eiríksdóttir fær hér loksins verðugt aðalhlutverk að glíma við á óperusviði. Hún kemur engum sem fylgst hefur með ferli hennar beinlínis á óvart, en mér býð- ur i grun að ekki hafi öllum verið kunnugt um hversu frábær söngkona hún er. Túlkun hennar á sakleysingj- anum, örlagavaldinum Amelíu Anckarström, er einstök, sérstaklega í nætursenunni í garðinum og í upp- hafi þriðja þáttar þegar bóndi henn- ar tjáir henni að hún verði að gjalda ótryggðina með lífi sínu. Kristján Jóhannsson er ágætur sem Gústaf listelski Svíakóngur. Hann fer léttilega með glansnúmer- in, aríurnar eins og í fyrsta þætti, La rivedra nell’ estasi og í þriðja þætti, Ma se m’ e forza perditi. Mest þótti mér samt um vert hve vel söngur hans féll inn í samsönginn. Kristinn Sigmundsson átti í erfið- leikum með að finna sig framan af — var eiginlega skuggamynd af sjálf- um sér í fyrsta þætti en náði sér svo vel á strik þótt greinilegt væri að hann var ekki sem best fyrirkallað- ur, sem verst kom niður á hæðinni. En Kristinn söng sig upp og skapaði eftirminnilegan Anckarström. Sigríður Ella gaf með söng sínum kynngimagnaða mynd af galdra- kvendinu Ulricu, norninni sem með spásögn sinni ljóstrar upp samsæri (sem hver maður mátti sjá fyrir). Viðvera hennar á sviðinu er stutt, en Sigríður Ella nær að skilja eftir óm sem endist sýninguna á enda og vel þaö. Katrín Sigurðardóttir helgar sér með söng sínum í hlutverki Oscars stærsta „Pagehlutverkið” í óperu, landsliðssæti. Til þess beitir hún ríkri sköpunargáfu og bjartri sópranrödd, svo að ekki verkar til- vist hennar á neinn hátt á skjön í öllu karlaveldinu. Skúrkarnir tveir, hattafyrir- liðarnir, Ribbing og Hom, eru í hönd- um Roberts Becker og Viðars Gunn- arssonar. Þeir kunna báðir vel að túlka grimmd og fláræði í söng sín- um án þess að ofgera, en svo sam- tvinnuð eru hlutverk þeirra að þeir verða aðeins nefndir báðir í sömu andrá. I minni einsöngshlutverkum eru landsliösmenn framtíðarinnar og skal þar helstan nefna Guðbjöm Guð- björnsson sem með frammistöðu sinni í dómarahlutverkinu lofar miklu. Hin allsráðandi tíska Búningarnir virðast vera mjög í anda þess sem til dæmis sést af mál- verkum frá umræddu tímabili, hár- kollumar og höfuðfötin sérstaklega, sem í Svíþjóð gegndu pólitísku symbólshlutverki á rikisárum Gúst- afs þriðja, ekki síst eftir að hann gerði seinna „kúppið” og hætti að vera menntaður einvaldur og gerðist bara einvaldur aftur. I klæðatískunni er samræmd heildarlína án þess að úr verði úníform. Sviðsmynd Björns Björnssonar veitir rúma og einfalda, mjög tákn- ræna umgjör um balliö. Sérstaklega finnst mér Gripsholm-leikhúseftir- líkingin vel heppnuð. Að vísu fannst mér truflandi að hafa marmara- veggina blasandi við framsviðs bæöi í hafnarsenunni og garðsenunni, sem báöar voru að öðru leyti vel unnar en ekki verður við öllu séð þegar plássið er af skornum skammti. Hefðu menn viðskiptavit Tök Maurizios Barbacini á við- fangsefni og hljómsveit og söngvur- um voru aðdáunarverð. Reyndar held ég að hann sé söngvari rétt eins og bróðir hans (sé svo ekki á hann al- nafna, bariton, i ítölsku óperulífi). Hann hefur einstakt lag á að fylgja vandrötuðum stig á miUi ofstjórnar og þess að gefa söngvurunum algjört frelsi. Hann er heilinn á bak við þá pottþéttu músíkölsku samhæfingu sem er aðalsmerki þessarar upp- færslu. Sá sem plægt hefur akurinn, sáð, reytt burtu iUgresi og nú uppsker metuppskeru er auövitað leikstjór- inn Sveinn Einarsson. Með allri virð- ingu fyrir öðrum vel unnum störfum Sveins held ég að honum láti stjóm og uppsetning óperu hvað best. Ég held að þeir séu ekki margir sem kunna eins vel aö fella saman sög- una, eins og hún blasir við okkur hér i norðrinu, og suðræna dramatíkina í texta Somma og músík Verdis. Ut- koman: Frábær sýning sem allir mega vera stoltir af og ef stjóm- endur Þjóðleikhússins hefðu við- skiptavit fengju þeir sýninguna tekna upp á myndband og settu á al- þjóðlegan markað. EM. Vilt þú gæöa prentvél meö afborgunarkjörum? Margar stæröir og geröir. T. d. A.B. Dick 9850. 36—40 jafnar afborganir mánaöarlega. Pappírsstærö: Pappírsþyngd: Hraöi: Farvaverk: Keöjufrálag 76x127 mm—343x451 mm 45—350 gr/m2. 4500—9000 eint./klst. Alkohol, 16 rúllur. 5000 blöö Númering_______________________ Litaverk (auka)________________ Umslagamatari (fyrir erfiö umslög) Rótax H/F Laugavegi 26, 4. hæð s.: 62 13 13 og 62 13 01

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.