Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 26
26 DV. MANUDAGUR 23. SEPTEMBER1985. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Víkingarnir gersigrudu þróttlitlu Þróttarana Þegar í upphitun var nokkuö greinilegt að Víkingar bæru sigurorö af Þróttum í íþróttahúsi Seljaskóia á sunnudag. Lið Þróttar er ungt og óreynt en Víkingarnir eru góð blanda af gömlum jöxlum og yngri mönnum. Það kom helst á óvart hve lengi Þrótt- ararnir veittu andstæðingum sínum viðnám og stóð Guðmundur A. Jónsson markvörður þar fremstur í flokki. Hann varði að minnsta kosti 18 skot í leiknum, þar af fjölmörg úr opnum færum eftir hraðaupphlaup. Ferfalt húrra fyrir Guðmundi. Víkingar voru ákveðnir í upphafi og komust fljótt í 4—1. Þróttararar klóruðu brátt samviskusamlega í bakkann og um miöjan fyrri hálfleik var staðan 8—6, Víkingum í vil. Þá kom góður kafli hjá þeim rauð- og svartröndóttu og í hálfleik leiddu þeir, 13-7. Það sama var upp á teningnum eftir leikhlé. Víkingar skoruöu að jafnaði tvö mörk gegn hverju einu marki Þróttara. Á köflum var töluverð harka í leiknum og hinir ábyrgu dómarar, Kristján örn Ingibergsson og Sigurður Baldursson, voru iðnir við að vísa mönnum út af. Undir lokin fögnuöu Víkingar auðveldum sigri, 31 mark gegn 15. Víkingar eiga vafalaust eftir að vera með í baráttunni um Islands- meistaratitilinn. Liðið er sterkt og hraöaupphlaup þess standa undir nafni. Guðmundur Albertsson skoraöi oft úr þeim en hann geröi sig líka oft sekan um að misnota þau. Guðmundur er sterkur leikmaður en þarf að hafa betra taumhald á markagræðgi sinni. Af öðrum leikmönnum Víkings er vert að geta traustrar frammistöðu Kristjáns í markinu og loks Bjarka Sigurössonar sem skoraði þrjú falleg mörk þann stutta tíma sem hann lék. Guðmundur A. Jónsson í Þróttar- markinu var ljósasti punktur liðs síns en af útileikmönnum bar mest á Birgi Sigurðssyni. Aðrir leikmenn eiga margt ólært i fyrstu deildinni. Mörkin: Víkingur: Guömundur Albertss. 7 (1), Steinar 7 (7), Karl 5, Páll 3, Guömundur Guðm. 3, Bjarki 3, Einar 2, Sigurður 1. Þróttur: Birgir Sig. 7 (2), Gísli 2, Birgir Einarsson 2, Haukur 1, Bergur 1, Sigurjón l.Georg 1. Brottrekstur 2 mín: Víkingur: 4, Þróttur 5. Rauð spjöld: GLsli Oskarsson, Þrótti og Sigurður Ragnarsson Víkingi. Maður leiksins: Guðmundur A. Jóns- son, Þrótti. -JKH. • Karl Þráinsson á fleygif erð framan við vörn Þróttar. Ásgeir skoraði eftir 3 mínútur —þegar Stuttgart vann Köln 5:0. Atli og Lárus fengu mjög lélega dóma hjá Bild. Bremen enn í toppsætinu Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV i Þýskalandi: Ásgeiri Sigurvinssyni tókst að skora fyrir lið sitt eftir aðeins þriggja minútna leik gegn FC Köln i Bundeslig- unni um helgina. Stuttgart sigraði með fimm mörkum gegn engu og átti Köln aldrei möguleika á sigri i leiknum. Fréttaskýrendur sögðu að þetta hefði verið besti leikur Stuttgart bað sem af er keppnlstímabilinu. Ásgeir Sigur- vinsson fékk þrjá í einkunn hjá þýska blaðinu Bild sem þýðir þokkalegur leikur. Ásgeir var tekinn út af þegar sjö mínútur vnru til leiksloka. Fyrir Stuttgart skoruðu þeir Allgöwer, Asgeir og Klinsmann en hann gerði þrjú mörk í leiknum, hvert öðru W glæsilegra. Atli Eðvaldsson fiskaöi vítaspyrnu í leik Bayer Uerdingen gegn Kaisers- lautern. Það dugöi þó skammt því leik- menn Kaiserslautern áttu leikinn allan frá upphafi til enda. Og þegar yfir lauk hafði Kaiserslautern skoraö fimm mörk en Uerdingen eitt. Lórus Guðmundsson var tekin út af á 76. mínútu. Báðir fengu Atli og Lárus fimm í einkunn hjá Bild sem er mjög slakt. Þess má geta aö Thomas Allofs skoraöi þrjú af mörkum Kaisers- lautern. Mikið gekk á í leik Werder Bremen og Mannheim en Bremen er efst í deildinni. Leikmenn beggja liða léku grófa knattspyrnu og fór það í skapiö á leikmönnum. Miðherji Bremen, Rudi Völler, var orðinn brjálaður í leikslok og þegar Sleppner, þjálfari Mannheim, ætlaði aö róa hann eftir leikinn tók Völler af honum hattinn og fleygði honum út á völl. Þetta vakti mikla athygli hér í Þýskalandi. Bayern Miinchen vann hroöalegan heppnissigur á heimavelli sínum fyrir framan 78 þúsund áhorfendur eða full áhorfendastæði. Leikmenn NUrnberg mættu mjög ákveðnir til leiks og gestirnir náðu forystunni með marki frá Stefáni Reuter. Sören Lerby jafnaöi metin og Miehael Rummenigge skoraöi síðan sigurmarkið. Á 77. mínútu var dæmd vítaspyrna á Bayern Miinchen. Pfaff markvörður geröist brotlegur og vítiö var réttur dómur. Pfaff gerði sér síðan lítið fyrir og varði vítaspymuna. Hann var að vísu búinn að hreyfa sig löngu áður en leikmaður Niim- berg spymti á markið en dómarinn lét semekkertværi. Tveir leikmenn fengu 'rauða spjaldið í vestur-þýsku knattspyrnunni um helgina. Júgóslavinn Vjetrovic hjá Fjórir leikir i körfunni Um helgina fóru fram fjórir leikir i Reykjavikurmótinu í körfuknattleik. KR vann Fram, 63—58, ÍR vann ÍS 89— 52, KR vann ÍS 90—50 og Valur vann Fram með 73 stigum gegn 60. 1 leik ÍR og ÍS skoraði Bjöm Steffen- sen 15 stig fyrir ÍR. Hjörtur Oddsson skoraði 14 stig og Bragi „Bóbó” Reyn- isson 12. Síðan kom Björa Leósson með 11 og hefði getað skorað miklu meira ef hann hefði ekki verið truflaður í víta- skotunum. -SK. Hannover og Triep hjá Eintracht Frankfurt. 22 þúsund áhorfendur mættu á leikina. 39 mörk voru skoruð í umferðinni. Rudi Völler hjá Werder Bremen er markahæstur með 8 mörk. Næstur kemur Kuntz með 7 mörk, þá Karl Allgöhwer með 6 og Thiele hjá Dusseldorf hefur einnig skoraö 6 mörk. Urslitin um helgina: Bor. MönchengL—DUsseldorf 5—1 Schalke—Hamborg 1—0 Bayera Munchen—Nurnberg 2—1 Stuttgart—Cologne 5-0 Hannover—Saarbríicken 2—0 W. Bremen—Maunhcim 2-2 Kaiserslautern—Uerdingen 5-1 Levcrkusen—Bochum 4—2 Dortmund—Eintr. Frankfurt 4—2 StaAan i Bundcsligunni er þannig eftir ieiki helgarinnar: Bremcn 8 5 3 0 23—10 13 Bor. Mönchengl. 8 5 2 1 20—19 12 Bayern Miinchcn 7 4 2 1 11-5 10 Kaisersiautern 8 4 2 2 14-10 10 Mannheim 8 3 4 1 11—8 10 Stuttgart 8 4 13 16-10 9 Leverkusen 7 3 2 2 13—9 8 Bochum 8 4 0 4 18-17 8 Uerdingen 8 3 2 3 12—18 8 Hamburg 7 3 13 11—8 7 Niimberg 8 3 14 15—14 7 Eintr. Frankfurt 8 1 5 2 8-10 7 Cologne 8 1 5 2 9—13 7 Hannover 7 13 3 13—20 5 Schalke 8 2 1 5 8—14 5 Saarbriickcn 8 1 3 4 7—14 5 Dortmund 8 13 4 10—20 5 Diisseldorf 8 2 0 6 14—23 4 -SK. Þrjú heimsmet — kúlan flaug 22,62 m — Caii Lewis hljóp 100 metrana á 10,12 sek. íTokyo í gærkvöldi Austur-Þjóðverjar voru heldur betur í stuði i frjálsum íþróttum i gær en þá setti frjálsíþróttafólk frá Austur- Þýskalandi þrjú heimsmet. Ulf Timm- ermann setti nýtt heimsmet i kúlu- varpi er hann varpaði 22,62 metra. Eldra metið var 22,22 metrar. Sabine Bush setti síðan nýtt heimsmet í 400 metra grindahlaupi kvenna á tímanum 53,56 sekúndur. Og loks stökk Heike Dreschler 7,44 metra í langstökki og bætti fyrra heimsmetið um einn sentí- metra. Carl Lewis sigraöi í gær í 100 metra hlaupi í landskeppni Sovétríkjanna, Bandarikjanna og Japan. Lewis hljóp á 10,12 sekúndum og sagði eftir hlaupiö að hann væri ánægöur með tímann. Hann hefur ekki keppt mikið undanfar- ið vegna meiðsla en er óðum að ná sér, Harvey Glance, Bandaríkjunum, varð annar í 100 metra hlaupinu á tímanum 10,22 sekúndur. Bandaríska sveitin sigraði i 100 metra boðhlaupi karla en annars voru Sovétmenn með sterkasta liðið á þessu móti, sérstaklega voru Sovétmenn með sterkt kvennaliö. Tími bandarísku sveitarinnar í 4 x 100 metra boNdaupinu var 38,28. 1 sveitinni hlupu þeir Carl Lewis, Harvey Glance, Kirk Baptiste og Calvin Smith. Sovéska sveitin hljóp á 38,87 sek. Willie Banks, Bandarikjunum, vann sigur í þrístökki þegar hann stökk 17,10 metra. Sergei Bubka, Sovétríkjunum, sigraði í stangarstökki, hann stökk 5,70 metra sem er nokkuö langt frá hans besta árangri en það er heimsmetið í greininni, 6,00 metrar. Bandaríkja- maðurinn Doug Padilla sigraði nokkuð auðveldlega í 5000 metra hlaupinu á 15:15,93 mínútun. Padilla vann sem kunnugt er marga glæsta sigra á Grand Prix mótum sumarsins. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.