Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FLAUGÁ STRENG Það óhapp varö viö flugvöllinn viö Geysi í Haukadal síödegis á laugar- daginn aö litil Cessna flugvél flaug á rafmagnsstreng og sleit hann. Flug- manninum tókst þó aö lenda án þess að nokkurn sakaði en einn farþegi var meö honum í flugvélinni. Strengurinn var í um 200 metra fjarlægð frá braut- arendanum og virðist flugmaöurinn ekki hafa tekið eftir honum. Flugvélin er ekki flughæf eftir óhappið en annar vængur hennar og mótorinn urðu fyrir . skemmdum. Vegna óhappsins varö sveitin raf- magnslaus í nokkra tíma. smj Lufthansa gerirtilboðí f lutninga BÚR V-þýska flugfélagiö Lufthansa hefur gert tilboö í að annast flutninga á ferskum fiski, karfaflökum, frá Bæjar- útgerö Reykjavíkur til Bandaríkjanna í vetur. Hér er um að ræöa 20—30 tonn af karfaflökum á viku og samsvarar þaö 80 tonnum af karfa úr sjó. Cargolux hefur annast flutninga BOR á ferskfiski til Bandaríkjanna en getur þaö ekki lengur. Það er fyrirtækið Royal Iceland sem leitaði eftir tilboði í þessa flutninga en fyrirtækiö sér umi sölu á karfaflökum fyrir BOR vest- anhafs. Það er vitað aö AIR France hefur einnig hug á að gera tilboð. -SOS. ElduríKjósinni Tilkynnt var um eldsvoða á bænum Fremri-Hálsi í Kjós í morgun, rétt áður en DV fór í prentun. Lagði mikinn reyk út úr íbúöarhúsi. Fóru tveir bílar frá Slökkviliöinu í Reykjavík á staðinn þar sem heimamenn réðu ekki við eldinn. Frá Reykjavík er rúmlega hálf- tíma keyrsla þangaö uppeftir. Þegar síðast fréttist, laust fyrir klukkan tíu, var slökkvistarf en.i í fullum gangi. Ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði né hve miklar skemmdir urðu þarna. -EH. -rheninoPanL EINANGRUNAR GLER 66 6160 Það var tími til komlnn að setja búr í þessar Lufthansa- vélarl ALÞINGISAMÞYKKIR EKKIÞRIGGJA ÁRA FISKVEIÐISTJÓRN nema samtök sjávarútvegsins mæli meö því, segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra — Eg efast um að Alþingi sam- þykki þriggja ára fiskveiðistjómun nema samtök sjávarútvegsins mæli með því, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sem var með fundi á Isafirði og Patreks- firði um helgina. Sjávarútvegsráö- herra, Halldór Ásgrímsson, hefur komið meö þá tillögu aö komiö verði á þriggja ára fiskveiðistjórnun. — Það er sjávarútvegsráðherra eins ljóst og mér að svona tillaga verður ekki samþykkt á Alþingi nema fiskiþing, UO-þing og sjómannaþing mæli með tillögunni. Sjávarútvegsráðherra hefur lagt þessa tillögu fram til aö fá um hana umræður áður en fjölmenn ráðstefna um sjávarútvegsmál verður um mánaðamótin, sagði Steingrímur. — Eins og fyrr þá verður farið að meirihlutavilja samtaka sjávarút- vegsins, sagði Steingrímur. Steingrímur sagöi að fundirnir á Isafirði og Patreksfirði hefðu heppnast mjög vel. Það er ekki hægt að neita því aö menn hér hafa komið fljótt að fiskveiðikvótanum. — Vest- firöingar hafa alltaf verið á móti kvótanum þó að þeir féllust á hann í nauðvörn, eins og þeir segja, 1984. Þeir vilja losna undan kvótanum. Ég hef lagt á þaö áherslu við þá að þeir verða að vinna að þeim málum í gegnum sín stéttarsamtök. Flytja sitt mál þar, sagöi Steingrímur. — Eg held að ef sóknarmarkið væri dálítið endurskoöað og endur- bætt gæti það leyst málið mikið. Eg vil aö menn leiti leiða í gegnum sóknarmarkið. Það þarf aö fullnægja einhverjum af þeirra óskum. Eg hef trú á að það sé hægt, með sameigin- legu átaki, sagði Steingrímur. -SOS DV-mynd S, Finnarnir Saku og Tapio sjást hér fagna sigri i Ljómarallinu, Finnskursigur íLjómarallinu: „Bíllinn snerist í loftinu” — sagði Jón Ragnarsson semvarðíöðrusæti „Þetta var mjög strembin og skemmtileg keppni. Eg átti ekki von á að við myndum hafna í öðru sæti þegar upp var staðið,” sagði Jón Ragnarsson rallökumaður eftir að hinu erfiða Ljómaralli lauk í gær. Það voru Finnarnir Saku og Tapio á Opel Manta, sem báru sigur úr býtum, fengu tímann 745,13, en Jón og sonur hans, Rúnar, sem hélt upp á sextán ára afmælisdaginn sinn í gær, urðu í öðru sæti — 753,45. Þeir óku Ford Escort. „Þetta er í annaö skipti sem við kepptum á bílnum,” sagði Jón. Það óhapp henti þá feöga á laugar- daginn aö bíll þeirra valt á einni sér- leiöinni, við Gunnarsholt. „Jú, það er ekki laust við að ég hafi verið hræddur. Eg hljóðaði upp,” sagði Rúnar. -SOS. „Það er verið að kyrkja þennan iðnað” — segir Víglundur Þorsteinsson um söluskatt á tölvur og hugbúnað „Við erum búnir að vara við því að lögð verði einhver gjöld á tölvur og hugbúnað,” sagði Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, um fyrirhugað- ar aögerðir stjórnvalda samfara nýj- um f járlögum. Þar eru meðal annars uppi hugmyndir um að fella niður undanþágur frá söluskatti þessa varnings. I fyrsta lagi teljum við að þetta muni hægja á þeirri tækniþróun sem þó hefur verið hérlendis undanfarin ár og í öðru lagi að einnig muni slíkar aögerðir hægja á þróun í hugbúnað- ariðnaðinum. Það hefur verið talað um að þar sé einmitt framtíð að finna og við trúum því að möguleikar á útflutningi fyrirfinnist þar líka. Þetta er iönaður sem vaxiö hefur úr nánast engu og upp i nokkuð sem veitir 5—600 manns atvinnu. Þaö eina sem við getum gert er að útskýra þetta betur fyrir ráðamönn- um — eigum engra annarra kosta völ en treysta á vit og skynserni stjórn- málamanna. Viö trúum því að skyn- samir menn í ríkisstjórn fallist á þetta sjónarmið.” baj. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.