Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. 9 Utlönd „Þingið gefur Sovétmönnum það sem þeim tókst ekki í Genf ‘ - Reagan fordæmir fulltrúadeildina fyrir niðurskurð til hermála Reagan Bandaríkjaforseti hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun öld- ungadeildar þingsins um aukinn niðurskurð á framlögum til hermála síðastliðinn fóstudag. Segir forsetinn að niðurstaða full- trúadeildarinnar, sem að meirihluta er skipuð demókrötum, hafi stórlega veikt samningsstöðu Bandaríkja- stjómar í afvopnun arviðræðunum við Sovétmenn. Haft er eftir óháðum sérfræðingum um afvopnunarmál að þrátt fyrir aukinn niðurskurð á fjárframlögum til hermála hafi samningsstaða Bandaríkjastjómar ekki versnað í Genf. Segja sérfræðingamir að niður- skurðvu til hermála veiki ekki helsta tromp Reagans í viðræðunum við Sovétmenn, áfomi um svokallaða stjömustríðsáætlun. Forsetinn gagnrýndi fulltrúadeild- ina harðlega fyrir niðurskurðartil- lögur hennar í vikulegri útvarps- ræðu sinni á laugardag og hét því að gera aukin fjárframlög til her- mála að einu aðalkosningamálinu í fyrirhuguðum kosningum í Banda- ríkjunum í haust en þá er kosið um hluta af þeim eitt hundrað þing- mönnum er hveiju sinni sitja í öldungadeildinni og hluta af fjögur Reagan Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun þingsins um aukinn niðurskurð á framlögum til hermála komi til með að veikja stórlega samningsstöðu Bandaríkjamanna í afvopnunarviðræðunum við Sovétmenn í Genf. Haft er eft- ir heimildum innan Hvíta hússins að Reagan forseti hafi í persónulegu bréfi til Gorbatsjovs Sovétleiðtoga lagt til sjö ára frestun á uppsetningu bandarískra geimvarna i skiptum fyrir samning um afvopnun. hundruð þrjátíu og fimm fulltrúa- deildarþingmönnum. I ræðu sinni sagði forsetinn að sovéska sendinefndin í afvopnunar- viðræðunum í Genf hlyti að vera i skýjunum yfir því að fá það á silfur- fati frá Bandaríkjaþingi er henni hefði ekki tekist að ná i Genf. Heimildir innan Bandaríkjastjóm- ar herma að ágreiningur sé i Hvíta húsinu um hvort Bandaríkjamenn eigi yfirhöfuð að versla við Sovét- menn með stjörnustríðsáætlanir en fram hafa komið hugmyndir um að Bandaríkjamenn leggi stjömu- stríðsáætlanir á hilluna i skiptum fyrir afvopnunarsamning við Sovét- menn. Sömu heimildir segja ennfremur að Reagan forseti hafi í persónulegu bréfi til Gorbatsjovs Sovétleiðtoga lagt til sjö ára frestun á uppsetningu bandarískra geimvama í skiptum fyrir raunhæfan afvopnunai-samn- ing við Sovétmenn. Talið er að sú tillaga Reagans hafi meðal annars verið ofarlega á baugi i viðræðum háttsettra embættis- manna stórveldanna í Moskvu á dögunum en haft er eftir óháðum sérfræðingum í afvopnunarmálum að takmarkaðar líkur séu á þvi að Gorbatsjov samþykki slíkt tilboð. HVALREKI Á FJÖRUR BÍLEIGENDA Omissandi ferðafélagar Sambyggt biltæki - 2x8 vött - FM, stereo, MW. AðeíliS kr. 4.495,- Sambyggt biltæki - 2x7 vött - auto reverse, FM, stereo, MW.__AðeÍiiS kr. 6.995,- AX-770 Samb. bíltæki - 2x20 vött - FM - LW - MW, auto reverse. AðeíiiS kf. 12.950,- Hátalarar í alla bíla. - Verð frá 1.960 parið. Tónjafnafar með 30 vatta afli frá 4.350. Leitið ekki langt yfir skammt. - Úrvalið er hjá okkur. - Sendum í póstkröfu. SJÓNVARPSBÚDIN Borgartúni 16 - Reykjavík, sími 62-25-55 Strandgötu 23 - Akureyri, sími 96-26563

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.