Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Spumingin Ætlar þú að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni afmælis Reykjavíkur? Guðrún Gunnarsdóttir hótelstarfs- maður: Ég get það ekki því ég verð að vinna úti á landi. Kristinn Þór Kristinsson nemi: Já, ég ætla niður í miðbæ tii þess að fá mér af kökunni. Jónas Jónasson nemi: Það getur meira en verið því ég er í fríi. Hjörtur Erlendsson bílamálari: Já, ég býst við því, ætli maður fari ekki niður í bæ og taki þátt í gleðskapn- um. Bjarni Guðmundsson bilstjóri: Já, ætli maður labbi ekki niður í bæ í góða veðrinu. Helgi Ásgeirsson innheimtumaður: Já, já, það er alveg sjálfsagt að gera það, ég ætla hiklaust niður í bæ. Lesendur Ábending til framúrakstursmanna Einn reiður skrifar: Vegna vinnu minnar þarf ég að fara austur yfir fjall fimm sinnum í viku og hefur mér alveg blöskrað akstursmáti sumra ökumanna sem fara þessa sömu leið og ég. „Vita ökumenn virkilega ekki hvorum megin á að aka fram úr?“ Oftar en einu sinni hef ég komist í hreinan lífsháska af völdum þess- ara ökumanna og nú er svo komið að ég er að springa af reiði. Það sem þessir ökumenn iðka óspart er að aka vitlausum megin fram úr. Ég spyr nú bara. Vita ökumenn virki- lega ekki hvorum megin á að aka fram úr? Síðast þegar ég lenti í þessu var ég á áttatíu kílómetra hraða á klukkustund. Það þótti ökumanni á R-bíl fullhægt og brunaði hægra megin fram úr mínum bíl og skildi eftir sig rispu eftir allri hlið bílsins. Ekki nóg með það, heldur þeyttist minn bíll yfir á hina akreinina og á móti var að koma bíll. Þama mun- aði mjóu að yrði stórárekstur. Mér varð svo mikið um þetta að ég varð að keyra út á kant og stoppa til þess eins að jafna mig og eiginlega er ég ekki búinn að jafha mig ennþá. Því miður náði ég ekki númerinu á þessum bfl, því að hann ók svo hratt, en komi þetta einhvem tíma fyrir aftur, og mér tekst að sjá núm- erið, mun ég svo sannarlega afhenda það lögreglunni. Svo passið ykkur bara, ökuníðingar. Húsnæðismál íslendinga Konráð Friðfinnsson skrifar: Mig langar til þess að víkja örfáum orðum að húsnæðismálum Islendinga en sem öllum hlýtur að vera kunnugt er enginn talinn maður með mönnum sem ekki býr í eigin húsnæði. Ég er i framhaldi af þessu með spum- ingar til þeirra aðila sem ráða ferðinni í húsnæðismálum íslendinga og em þær þessar. Af hveiju er mönnum ekki gert kleift með sómasamlegum hætti að eignast sín hús? Úr því að þið vilj- ið halda svo fast um eignastefhuna, sem raun ber vitni, af hverju er þá ekkert gert? Þá á ég við að menn geti lifað eðlilegu lífi af kaupi sínu en þurfi ekki að slíta sér út við óeðlilegt vinnuálag eins og nú tíðkast, fyrir það eitt að þið ráðamenn fáist ekki til þess að laga óreiðuna. Leigjendur hafa alla tíð staðið fyrir utan öll kerfi, þó að þau séu mörg. Em ríkisstjóm og Alþingi virkilega ekki með neitt á pijónunum til úr- lausnar fyrir þá sem leigja? Það væri gaman ef einhver gæti svarað þessu. „Enginn er talinn maður með mönnum sem ekki býr i eigin húsnæði" „Mikil vinna, lítið kaup“ Hjúkrunarfræðingar skrifa: Okkur finnst furðulegt að sú vinna sem er erfiðust skuli vera verst borguð og á þetta ekki bara við um hjúkruna- rstörf. Ennþá furðulegra finnst okkur að þetta em yfirleitt störf þar sem kvenfólk er í meirihluta. Skilja ráðamenn ekki að þetta launaástand gengur ekki lengur, við erum að gefast upp. Þetta er mikil vinna en lítið kaup. Vegna lágra launa flýja hjúkrunarfræðingar störfin. Það hefur auðvitað orðið til þess að undir- mannað er á flestum deildum og álagið á þann vinnukraft sem eftir er er óstjómlega mikið. í raun ættum við sem eftir erum á deildunum að fá helmingi hærra kaup því að í mörgum tilfellum er vinnan orðin helmingi erf- iðari. Ef fleiri kcirlmenn bættust í hjúkr- unarstéttina fengjum við þá ekki hærra kaup? Jú, eflaust. Ég held að þið ráðamenn hljótið að sjá að þið verðið að gera eitthvað í þessum launamálum því að ef ekki þá verður það til þess að enginn fer í hjúkrunar- nám. AUDI, árgerð 1987 með vökvastýri, lituð rúðugler. Verð kr. 850 þúsund. 3. Greiðsla upp í íbúð ... kr. 350.000,- 4. Greiðsla upp í íbúð ... .. kr. 200.000,- 5.-10. 6 ferðavinningar á kr. 100 þús. hver ......... kr. 600.000,- 11.-15. 5 tölvur að eigin vali á kr. 75 þús. hver . kr. 375.000,- 16.-20. 5 ferðavinningar á kr. 75 þús. hver .......... kr. 375.000,- 1986 HAPPDRÆTTI 1. VINNINGUR: Dregið 10. október 1986 HJARTAVERNDAR 2. VINNINGUR: .; -£á Samtals 20 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 3 millj. 750 þús. krónur KR. 150,- Upplýsingasími 83947 Vinninga ber að vitja innan árs. KR. 150,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.