Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Iþróttir Oskar skoraði fimm mörk - Auðunn Sigurðsson fékk á sig mark Afturelding virðist hafa yfirbur .a- lið í 1. riðli úrslitakeppni 4. deilhar. Þegar fyrri umferðinni er lokið hafa það unnið alla sína leiki og það stórt. Um helgina tóku þeir í lurginn á Bolvíkingum með mörkum Öskars Óskarssonar 5, Guðjóns markmanns úr vítaspyrnu, Hannesar 1, Þorsteins 1 Og Atla 1. Haukar-Leiknir Rvk, 1-0 Þetta var hörkuslagur um annað sætið og gaf hvorugur eftir. Hilmar Guðmundsson skoraði fyrir TT > jka og tryggði þeim sigurinn. Afturelding Haukar Leiknir, Rvk. Bolungarvík 3 3 0 0 17- 3 9 3 2 0 1 4- 5 6 3 1 0 2 5- 7 3 3 0 0 3 4-15 0 í 2. riðli úrslitakeppninnar hafa einungis tveir leikir farið fram en þrjú lið eru í riðlinum. Hvöt-Sindri, 2-1 Hvöt sigraði örugglega á Blöndu- ósi í baráttuleik og var þetta annað tap Sindra í riðlinum og möguleikar liðsins því hverfandi. Sindramenn frá Hornafirði náðu þó forystunni og leiddu í hálfleik. Var þetta fyrsta markið sem Auðunn Sigurðsson, markvörður Hvatar, fékk á sig í 4. deild en hafði þá leikið í kringum 740 mínútur án þess að þurfa að hirða knöttinn úr netinu. Það var Elvar Grétarsson sem gerði þetta merka mark en Valgeir Baldursson og Garðar Jónsson svöruðu fyrir heima- menn í seinni hálfleik og tryggðu Hvöt sigur. HSÞ-b 1 1 0 0 3-0 3 Hvöt 1 1 0 0 2-1 3 Sindri 2 0 0 2 1-5 0 JFJ • Guðbjörn Tryggvason sést hér sækja að marki Þórsara á Akureyri Olafur fékk reisu- passann á Akureyri - þar sem Skagamenn unnu Þórsara, 3-1, • Ed Moses Ed Moses náði ekki að setja nýttmet Bandaríkjamaðurinn Ed Moses náði ekki að setja nýtt heimsmet í 400 m grindahlaupi á fijálsíþróttamóti í V-Berlín á laugardaginn. Moses ætlaði sér að hlaupa undir 47 sekúndum. Hann fékk litla keppni og vann sinn 115. sigur í röð - kom i mark á 47,53 sek., sem er 0,51 sek. frá heimsmeti hans. Moses setti heimsmet sitt í Kop- lenz í V-Þýskalandi fyrir þremur árum. -sos SteSn Amaldssan, DV, Akureyri; Það má með sanni segja að það hafi verið ævintýralega opinn leikur hér á Akureyri þegar Þór og ÍA áttust við. Leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa en honum lauk með 3-1 sigri Skagamanna og geta Þórsarar sjálfiim sér um kennt því að þeir fóru mjög illa með aragrúa góðra marktækifæra. Reyndar hljóta það að vera mikil von- brigði fyrir Þórsara að vinna ekki þennan leik. Fyrri hálfleikur hjá þeim var það besta sem hefur sést til þeirra í sumar. • Fyrstu 20. mínútumar voru alger- lega í eigu Þórsara og var nánast um einstefnu á mark Skagamanna að ræða. Þórsarar fengu mörg góð mark- tækifæri áður en Kristjáni Kristjáns- syni tókst að skora á 9. mínútu. Kristján fékk þá góða sendingu frá Nóa Bjömssyni inn i vítateig Akur- nesinga sem hann afgreiddi með viðstöðulausu þrumuskoti í markið. Óverjandi fyrir Birki í marki ÍA. Áfram hélt stórsókn Þórsarar en þeim virtist vera fyrirmunað að koma boltanum í netið. Kristján, Halldór og Hl)mur fóru allir illa með góð færi. • Þegar leið á hálfleikinnm komust Skagamenn meira inn í leikinn. Jöfn- unarmark þeirra kom á 39. mínútu og var Guðbjöm Tryggvason þar að verki. Guðjón Þórðarson gaf þá góða sendingu frá hægri og Guðbjöm, sem var óvaldaður, átti ekki í vandræðum með að skalla boltann inn af markteig. Skagamenn ná forystunni í seinni hálfleik styrktu Skagamenn enn frekar tök sín á leiknum en Þórs- arar áttu áfram sín færi. Það getur hafa valdið þar nokkm um að Sigur- óli þurfti að fara af velli í hálfleik. Þá meiddist Júlíus Tryggvason á 3. mín- útu eftir slæmt brot Heimis Guð- mundssonar. Þurfti Júlíus að fara af velli. • Á 62. mínútu náðu Skagamenn forystunni og var Valgeir Barðason þar að verki - hans 9 mark í deildinni í ár. Ólafur Þórðarson átti heiðurinn af þessu marki. Hann renndi sér í gegnum vöm Þórs og gaf fyrir þar sem Valgeir náði til boltans eftir að Bald- vin markvörður hafði náð að koma við hann. • Á 76. mínútu bætir síðan Ámi Sveinsson við þriðja markinu fyrir Skagamenn og var það sérlega glæsi- legt mark hjá honum. Guðbjöm Tryggvason náði þá boltanum út við hliðarlínu eftir að flestir Þórsarar höfðu afskrifað boltann. Hann gaf út í teig, á Áma sem kom á fullri ferð og afgreiddi boltann viðstöðulaust í netið frá vítateig . Skagamenn skomðu síðan eitt mark í viðbót en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þeir Ámi og Pétur höfðu þá leikið sig í gegnum vöm Þórs en í í fjörugum leik stað þess að skjóta sjálfúr, í að því er virtist góðu færi, gaf Pétur á Áma sem þá var orðinn rangstæður. Ámi mót- mælti dómnum ákaft og fékk að sjá gula spjaldið fyrir vikið. Skömmu síð- ar fékk Ólafur Þórðarson að sjá rauða spjaldið fyrir að hrinda Áma Stefáns- syni. Þórsliðið átti góðan dag þó að leik- urinn tapaðist en því hefur gengið illa að skora úr þeim tækifærum sem það skapar sér í sumar. Kristján Kristjáns- son var bestur Þórsara. Hjá Skaga- mönnum var Ólafur Þórðarson bestur en Guðbjöm og Valgeir stóðu sig einn- ig vel. Þá er ávallt mikil ógnun að Pétri. Dómari: Friðgeir Hallgrímsson og dæmdi hann vel framan af en missti síðan tök á leiknum. Liðin. Þór: Baldvin Guðmundsson, Sigurbjöm Viðarsson, Baldur Guðna- son, Ámi Stefánsson, Júlíus Tryggva- son (Kristinn Hreinsson), Nói Bjömsson, Siguróli Kristjánsson (Ein- ar Arason), Halldór Áskelsson. K.istj- án Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Jónas Róbertsson. ÍA: Birkir Kristinsson, Guðjón Þórð- arson, Heimir Guðmundsson, Sigurð- ur Lárusson, Sigurður B. Jónsson, Sveinbjöm Hákonarson, (Ámi Sveins- son, Valgeir Barðason, Ólafur Þórðar- son, Júlíus P. Ingólfsson, Guðbjöm Tryggvason, Pétur Pétursson. Maður leiksins: Ólafur Þórðarson. -SMJ Schuster til Portúgalska félagið Benfica hef- ur mikinn áhuga á að fá Bernd Schuster, sem hefur leikið með Barcelona, til liðs við sig. Benfica hefur bæði rætt við Sehuster og forráðamenn Barcelona en þeir vilja losa sig við Schuster. Schuster, sem er 26 ára, hefur verið mikill vandræðamaður og farið sínar eigin leiðir. Barcelona keypti hann frá Köln 1980. -sos Lýsti leiknum inni í stofu Það tíðkast nú mjög meðal liða í 2. deild að síma heim lýsingar af útileikjum. Hefur hið nýja farsíma- kerfi verið notadijúgt við þessar sérstöku leikjalýsingar. Selfyssingar vildu greinilega ekki vera neinir eftirbátar annara í þessu efni og var Stefán Garðars- son formaður knattspymudeildar- innar fenginn til að lýsa leik KS og Selfoss. Svo óheppilega vildi hins vegar til að farsíminn bilaði eftir aðeins nokkrar mínútur. Stef- án dó hins vegar ekki ráðalaus og bankaði upp á í nálægu húsi. Þar var honum tekið vel og lýsti hann því sem eftir var af leiknum horf- andi út um stofugluggann. Tókst það að vonum vel þó að Selfyssing- ar hefðu tapað leiknum. -SMJ Donkova tvíbætti heimsmetið í 100 m grindahlaupi Yordanka Donkova frá Búlg- aríu setti tvívegis heimsmet í 100 m grindahlaupi á frjálsíþrótta- móti í Köln í gær. Þessi 25 ára stúlka hljóp fyrst á 12,34 sek. í undanrásum og síð- an hljóp hún á 12,29 sek. í úrslita- hlaupinu sem fór fram 70 mín. seinna. „Ég læt ekki hér við sitja. Ég stefni að því að ná að hlaupa á 12,10 sek. á næstu dögum,“ sagði Donkova eftir hlaupið. -SOS Leiftur sigraði í uppgjóri toppliðanna Tindastóll-Leiftur, 0-2 Leiftur sigraði í uppgjöri topplið- anna og er með sigrinum bæði búið að ná forystunni af Tindastól og komið annað fótinn í aðra deild. Þetta var fyrsta tap Tindastóls í sum- ar og það kom á heimavelli á versta tíma. Það voru þeir Friðgeir Sigurðs- son og Helgi Jóhannsson sem gerðu mörkin þýðingarmiklu fyrir Leiftur. Þróttur N.-Reynir Á., 2-1 Þróttarar sigruðu á heimavelli sín- um í Neskaupstað og halda því enn þriðja sætinu í riðlinum. Mörk þeirra skoruðu Marteinn Guðgeirsson og Kristján Kristjánsson en Svanlaugur Þorsteinsson svaraði fyrir Reyni. Leiknir F.-Austri E., 1-3 Þetta er enn eitt tapið hjá Fá- skrúðsfjarðar-Leikni sem nú er fall- inn. Steinþór Pétursson gerði mark Leiknis, hið fyrsta síðan 28. júní. Sigurjón Kristjánsson, Hilmir Ás- björnsson og Kristján Svavarsson gerðu mörk Eskfirðinga.. Magni-Valur Rf., 3-3 Á Grenivíkurvelli fór fram hörku- leikur enda eygðu Reyðfirðingar möguleika á að halda sér uppi í 3. deild með sigri. Svo fór þó ekki. Gústaf Ómarsson (2 - bæði úr víta- spyrnu) og Sigmar Methúsalemsson gerðu mörk Vals en Heimir Ásgeirs- son, Reimar Helgason og Hringur Hreinsson skoruðu fyrir heimaliðið. Leiftur 12 9 2 1 27-9 29 Tindastóll 12 8 3 1 29-9 27 Þróttur N. 12 6 5 1 27-13 23 Reynir Á. 12 5 3 4 16-15 18 Austri E. 12 4 3 5 15-15 15 Magni 12 3 4 5 18-21 13 Valur Rf. 12 2 2 8 16-29 8 Leiknir F. 12 0 0 12 3-41 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.