Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. 13 Neytendur Látið reykja sjálf og fáið reykta laxinn á 600 kr. kg Neytandi hringdi og bað okkur að grennslast fyrir um verðmyndun á reyktum laxi. Hann sagðist nýlega hafa keypt reyktan lax sem kostað hefði 950 kr. kg. Þótti það nokkuð dýrt miðað við að hægt er að fá nýjan lax á 240 kr. kg. „Er svona dýrt að flaka og reykja laxinn að muna þurfi 295% á verð- inu?“ spyr neytandinn. Rýrnar um 20% Við höfðum samband við Daníel Thorarensen hjá Reykhóh í Kópavogi en hann hefur verið með mikla fram- leiðslu á reyktum laxi. „Við höfiim selt reykta laxinn á 8- 900 kr. kg í verslanir og er sá lax seldur á 1100 kr. út úr búð. Nýtingin er um 50%, þannig að tvöfalda má innkaupsverðið á laxinum. Við það bætist reykingin, en hún er mjög dýr, laxinn er reyktur við innflutt sag sem er mjög dýrt og svo er pökkun og umbúðir einnig mjög dýrt,“ sagði Daníel. „Verðið er núna komið niður í 800 kr. í heildsölu og ég er hættur að verka lax í reyk. Ég tek ekki þátt í svona verðstríði. En það sem mér gremst er að á markaðinum hefur stundum verið alls konar ruslfiskur sem seldur er sem fyrsta flokks reyktur lax. Maður er að sprengja sig á að kaupa aðeins valinn lax og hafa aðeins það besta á boðstólum. Núna borgar sig fyrir neytendur að kaupa nýjan lax og láta reykja hann sjálfir. Þannig geta þeir fengið reyktan lax á 600-650 kr. kg,“ sagði Daníel. - Hvað á slíkur lax að vera stór? „Óskastærð á laxi í reyk er um 10 pund, en annars skiptir stærðin ekki svo miklu máli. Aðalmáli skiptir að laxinn sé feitur og það hefúr hann verið undanfarið. Það fer þó að versna fljótlega, því á haustin er oft sett á markaðinn kreistur klaklax sem er grindhoraður. Þessi lax var á markað- inum í fyrrahaust og verður það áreiðanlega aftur í haust. Þessi lax er litlaus og grindhoraður, hefur ekki smakkað bita í hálft ár. Þetta er síðan reykt og selt sem fyrsta flokks lax,“ sagði Daníel. - Hvað kostar að láta reykja lax? „Hjá mér kostar það 175 kr. á útveg- ið kg. Innifalið í því er pökkun í lofttæmdar umbúðir. Ekki má gleyma að taka rýmunina með í reikninginn, þannig að ef komið er með 3-4 kg þungan lax fæst út úr því 1,5-2 kg af reyktum laxi,“ sagði Daníel. -A.BJ. Enn um kartöfluverðið: Heildsóluverðið á gullauga hækkaði um Vegna ummæla Ólafs Sveinssonar hjá Agæti um samanburð Neytenda- samtakanna á kartöfluverði, sem birtist á Neytendasíðunni í sl. viku, vil ég koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: Ég vil benda Ólafi Sveins- syni á að kynna sér hjá Hagstofú íslands hvert var meðalverð á kartöfl- um samkvæmt vísitölunni í fyrra í byrjun ágústmánaðar og í byrjun sept- ember. Til viðbótar má taka fram að kjami málsins er að fyrsta heildsöluverð á 39% milli ara premier kartöflum í fyrra var 48,50 kr. en fyrsta heildsöluverðið í ár var 63 kr. Er þar um 30% hækkun að ræða á milli ára. Fyrsta heildsöluverð á gullauga var í fyrra 54,60 kr. en í ár 75 kr. Það er 39% hækkun. Á sama tíma var verðlagsþróun í kringum 20%, þanrtig að ljóst er að kartöfluframleiðendur og dreifingar- aðilar hafa hækkað kartöflur verulega umfram verðlagsþróun í landinu. Jóhanncs Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. 3450- Skjalataska í skólann TÖSKUOG HANZKABOÐÍN HF SENDUM I POSTKROFU ifenhr frif 6H? þarm ad bil? EUOOCflPG SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild T - sími 27022. BQSCH MANOTA HVAR SEM ER ENGAR SNÍIRUR, ÍKKERT VESEN Borvél, 9,6 volt, með stiglausri hraðastillingu í báðar áttir, tveggja gíra. 1. gír: 0-400 snún. á mín. 2. gír: 0-900 snún. á mín. Skrúfjárns- endar fyrir stjörnu og venjulegt skrúfjárn fylgja. Með hleðslutæki fyrir 220 volt. Hleðslu- tími ca 1 klst. Þyngd aðeins 1,4 kg. Verð kr. 10.469,- Gunnar Ásgeirsson hf. Soöurlandstynul 16 Sirm 9135200 Þið sendið okkur mál eða við komum og mælum og gerum verðtilboð. Not- ið sumarið og fullgerið húseignina með Árfells-útihandriðum. ÁRFELLS útihandrið úr oregonpine með innbyggðum raflögnum og blómakössum. Árfells innréttingar Ármúla 20, sími 84630.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.