Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 2
2 m' TST'mÁ gr « lívArnrv/. v MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Fréttir Sverrir Hermannsson ávarpar gesti við hina hátíðlegu athöfn í gærmorgun. Afmælisgjöf ríkisins afhent: Gott afmælisveður: Þó kannski httaskúrir Veðuriræðingar gera ráð fyrir góðu afinælisveðri í dag, þó geta orðið hitaskúrir siðdegis. Það verður hægviðri um allt iand en skýjað víðast hvar.. Að sögn Braga Jónssonar veðurfræðings er stutt í heiðan himininn en vegna hægviðrisins nást skýin ekki burtu. Hann sagði þó að hlýtt yrði í dag en búast mætti við hita- skúrum er líða tekur á daginn. -KÞ Afmæíis- gjafimar streyma Gjafir til afinælisbamsins hafa streymt til borgarinnar undan- fema daga. Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar gaf málverk frá Þingvöllum eftir Kristján Magnússon, Eim- skipafélag íslands gaf málverk af Ingólfi Amarsyni með öndvegis- súlurnar, málað af danska málar- anum Johan Peter Raadsig árið 1850, og Vörubílastjórafélagið Þróttur gaf ágrafinn skjöld, unn- inn af Friðriki Friðleifssyni. Þá afhenti Hörður Bjamason fyrir hönd 58 fyrirtækja og stofh- ana tilkynningu um að þau myndu sameinast um að gefa borginni eir- afeteypu af Úr álögum, höggmynd eftir Einar Jónsson, fbúasamtök vesturbæjar gáfu líkan af lista- verki eftir Jón Gunnar Ámason Reykjavíkurboig eignast Viðey Það vom hátt í þrjú hundruð manns samankomin i Viðey í gær- morgun þegar Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra gaf fyrir hönd ríkisins Reykvíkingum í afinælisgjöf hlut þess i Viðey. Þetta var hátíðleg athöfn. Lúðra- sveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög þegar gestimir gengu á land í eynni. Síðan var safnast saman við kirkj- una þar sem menntamálaráðherra bauð gesti velkomna, rakti að nokkru sögu Viðeyjar og síðast en ekki sist, og það sem allir höfðu beð- ið eftir, afhenti borgarstjóra form- lega eignarhlut ríkisins í Viðey við innilegt lófatak viðstaddra. Davíð Oddsson borgarstjóri þakk- aði hina veglegu gjöf, fyrir hönd Reykvíkinga, og sagði að ákveðið hefði verið, eftir tillögu fluttri af öll- um flokkum og samtökum sem eiga fulltrúa í borgarstjóm, að heíja strax viðgerðir á húsunum í eynni. Stefnt væri að því að viðgerðum á Viðeyj- arstofu lyki á árinu 1988 og viðgerð- um á Viðeyjarkirkju lyki ekki síðar en 1990. „Það ætti að verða léttur leikur," sagði borgarstjóri. „Það er okkar skylda sem Reykvíkinga að reisn þessa staðar haldist og það gildi, sem eyjan hefúr, bæði frá sögulegu og byggingarlegu sjónarmiði, verði það sama,“ bætti hann við. Einnig hefur verið ákveðið að efiia til hugmyndasamkeppni um nýtingu eyjarinnar í framtíðinni. Við athöfnina í gærmorgun mátti sjá helstu máttarstólpa þjóðfélags- ins. Þama vom ráðherrar, ráðuneyt- isstjórar, borgarfulltrúar, varaborg- arfulltruar, helstu embættismenn Reykjavíkurborgar og ráðuneyt- anna. Þama var biskup íslands og helstu menmngarfrömuðir borgar- innar, svo einhverjir séu nefndir. -KÞ . „Til hamingju, Reykjavík." Sverrir Hermannsson afhendir Davíð Oddssyni eignarhlut ríkisins í Viðey. og Blómamiðstöðin gaf borginni 200 rósir. Áður höfðu Þýsk-íslenska gefið útiklukku, Skógræktarfélag Reykjavikur myndarlegan tijá- lund og Líf og land tré. -KÞ Borgarstjóri prédikar Borgarstjóri prédikaði í Nes- kirkju í gærmorgun en hátiðar- guðsþjónustur voru í öllum kirkjum og messustöðum borgar- innar i tiiefni afmælisins. DV-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.