Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 19
IÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. av • Sigfried Held. Stadan 1. deild alur 15 10 2 3 27 6 32 ram 15 9 3 3 30 11 31 eflavík 15 9 1 5 21 20 28 kranes 15 7 3 5 26-16 24 R 15 5 7 3 17 10 22 íðir 15 5 4 6 19-18 19 ór 15 5 4 6 18-25 19 H 15 4 3 8 20-31 15 reiðablik 15 3 3 9 12-31 12 estm.eyjar 15 1 3 11 14-36 6 2. deild ölsungur-Þróttur 1-0 iA-ísafjörður 3-0 ^SSelfoss 2 1 linherji-Skallagrímur 7-0 íkingur-Njarðvík 7-3 'ölsungur 14 9 2 3 33-12 29 :a 14 8 4 2 34-13 28 elfoss 14 8 4 2 28-10 28 'íkingur 14 8 3 3 43-17 27 linherji 13 7 2 4 21-17 23 ;s 14 5 3 6 22-20 18 safiörður 14 3 6 5 23-26 15 Ijarðvík 14 4 2 8 26-38 14 ’róttur 13 3 2 8 21-24 11 ikallagrímur 14 0 0 14 4-78 0 • ian Ross. „Stigin þijú eni mikilvæg - sagði lan Ross „Þetta var erfiður leikur - það er alltaf erfitt að leika á móti liði sem ekki hefur að neinu að keppa. Þeir geta þó leyft sér að koma afslappaðir til leiks. Þá voru mjög óvenjulegar aðstæður í þessum leik en ég hef aldrei kynnst öðru eins veðri hér. Það lá við að hitinn væri til vand- ræða. Reyndar verða allir leikir, sem eru eftir í íslandsmótinu, erfiðir. En, við fengum þrjú stig út úr leiknum og þau eru mjög mikilvæg," sagði Ian Ross, þjálf- ari Valsmanna, eftir leikinn gegn Vestmannaeyingum. Þegar Ross var spurður um hvort óvissan, sem skapaðist vegna kæru Vals- manna í bikarkeppninni, gerði þeim ekki erfitt fyrir að einbeita sér á íslandsmótinu, neitaði hann ákvuðinn. „Við verðum bara að einbeita okkur að einum leik í einu og nú er það Víðisleik- urinn um næstu helgi sem er efstur í huga okkar Valsmanna. Annað kemst ekki að.“ -SMJ 19 íþróttir Held „njósnar“ um Frakka í Sviss Sigfried Held, landsliðsþjálfari í knattspymu, verður meðal áhorf- enda þegar Frakkar leika vináttu- landsleik gegn Sviss í Luzem á morgun. Held fer til að „njósna" um Frakka sem eru fyrstu mótherjar íslendinga í Evrópukeppni landsliða. Frakkar eru að byggja upp nýtt landslið. Margir af eldri leikmönn- unum, sem hafa verið í sviðsljósinu með Frökkum undanfarin ár, hafa ákveðið að hætta. Held mun ömgglega nota tækifæ- rið og ræða við íslensku atvinnu- mennina sem leika í Sviss, Sigurð Grétarsson, Þorbjöm Guðmundsson og Ómar Torfason. -sos • Sigurjón Kristjánsson sést hér skora mark sitt gegn Eyjamönnum. • • DV-mynd Brynjar Gauti Oruggur Valssigur i mollunni á Hlíðarenda - lögðu Eyjamenn að velli, 3-1 Það má með sanni segja að það hafi verið nokkuð óvenjulegar að- stæður til knattspymuiðkunar hér á landi þegar Valur og ÍBV áttust við á Hlíðarendavelli á laugardaginn. Steikjandi hiti og blankalogn var á meðan á leiknum stóð og var hálfgert hitamók yfir leikmönnum. Þeim tókst þó að skora fjögur mörk í leiknum áður en yfir lauk. Valsmenn skoraðu þrjú þeirra en Eyjamenn eitt. Eitthvað fór úrskeiðis við tímasetn- ingu á leiknum en samkvæmt mótabók átti hann að vera kl. 16.00. Hann hófst hins vegar tveim tímum fyrr, eða kl. 14.00. Ekki virtust allir vita af þessum breytingum og vora áhorfendur færri en efni stóðu til, sérstaklega ef miðað er við hversu gott veðrið var. Yfirburðir Valsmanna í leiknum vora miklir. Var það sérstaklega í fyrri hálfleik sem Eyjamenn áttu í erfiðleik- um með fríska Valsmenn. En þrátt fyrir mikla yfirburði Valsmanna tókst þeim ekki að skapa sér mikið af mark- tækifæram. • Fyrsta mark leiksins kom á 18. mínútu. Þorgrímur Þráinsson átti þá góða sendingu inn fyrir vöm Eyja- manna og þar var Sigurjón Kristjáns- son fyrstur að átta sig og skoraði af öryggi undir Þorstein í marki Eyja- manna. • Annað mark Valsmanna kom á 28. mínútu og átti Ámundi mestan heiðurinn af undirbúningi þess. Hann lék eftir vítateig Eyjamanna og þóttist ætla að skjóta. í stað þess renndi hann snögglega stuttri sendingu inn í vita- teiginn þar sem Bergþór Magnússon kom á fullri ferð og þrumaði boltanum upp í þaknetið. Daufur seinni hálfleikur V alsmenn höfðu haft mikla yfirburði í fyrri hálfleik en spil þeirra datt held- ur niður í seinni hálfleik. Þeir áttu þó ágætt marktækifæri á 53. mínútu þegar Ámundi átti skot í slá. • Á 81. mínútu skoraðu Valsmenn sitt þriðja mark og var Sigurjón þar aftur að verki. Ámundi sendi þá á Sig- urjón sem var í góðu færi. í stað þess að þruma á markið, eins og flestir gerðu ráð fyrir, pikkaði hann boltan- um snyrtilega undir Þorstein sem átti greinilega ekki von á þvi. Fallega gert hjá Sigurjóni. • Vestmannaeyingar voru þó ekki af baki dottnir og fjórum mínútum fyrir leikslok fengu þeir aukaspymu um 20 metra frá marki Vals. Jóhann Georgsson tók spymuna og skoraði beint úr henni með gullfallegu skoti. Valsliðið fékk ekki mikla fyrirstöðu í jæssum leik. Valur Valsson lék ekki með að þessu sinni og sást það greini- leg á leik liðsins. Sigurjón var bestur í jöfhu liði Vals. Þá er greinilegt að Þorgrímur er að nálgast sitt gamla góða form og verður hann sókndjarf- ari með hverjum leik. Ómar Jóhannsson var yfirburða- maður hjá Eyjamönnum. Þá vora þeir Elías og Þorsteinn ágætir. Liðin: Valur: Guðmundur Hreiðarsson, Þor- grímur Þráinsson, Guðni Bergsson, Ársæll Kristjánsson, Ingvar Guð- mundsson, Snævar Hreinsson, Berg- þór Magnússon, Magni Pétursson, Hilmar Sighvatsson, Siguijón Kristj- ánsson, Ámundi Sigmundsson. ÍBV: Þorsteinn Gvmnarsson, Þórður Hallgrímsson, Jón Bragi Amarsson, Jón Atli Gunnarsson, Elías Friðriks- son, Viðar Elísson, Ómar Jóhannsson, Sighvatur Bjamason, Jóhann Georgs- son, Bergur Ágústsson Ingi Sigurðs- son. Maður leiksins: Siguijón Kristjáns- son. -SMJ Jón Þór Kristmannssan, DV, VqpnafirðL Yfirburðir hjá Einheijamönnum markvörður Einherja, varði. í seinni hálfleik héldu síðan Vopnfirðungum engin bönd. Páll Bjömsson og Hall- grímur Guðmundsson skoraðu tvö mörk hvor en þeir Njáll Eiðsson, Gísli Davíðsson og Viðar Siguijónsson skoraðu eitt mark hver. -SMJ Vopnfirðingar höfðu mikla yfirburði í leik sínum við hið lánlausa lið Skal- lagríms. Þeir sigraðu, 7-0, og þar af skoraðu þeir sex mörk i seinni hálf- leik. í fyrri hálfleik fengu Borgnesing- ar vítaspymu sem Magni Bjömsson, •Sigurður Grétarsson. Bakmeiðsli hjá Sigurði Sigurður Grétarsson. lands- liðsmaður í knattspymu. á við meiðsli að stríða i baki og hefur hann lítið getað æft að undan- fömu. „Ég meiddist á æfingu þegar við vorum að æfa með þunga bolta. Þá fékk ég hnykk á bakið. Talið er að taug hafi klemmst." sagði Sigurður. Sigurður gat því ekki leikið með Luzem gegn Aarau á laug- ardaginn. Ómar Torfason kom inn á sem varamaður í leiknum sem Luzem vann. 1 0. ..Ég von- ast til að geta fariö að æfa af fullum krafti nú í vikunni.“ sagði Sigurður. -sos Jafntefli á Wembley Liverpool og Everton gerðu jafritefli, 1-1, á Wembley þarsem liðin léku um góðgerðarskjöld- inn. Adrian Heath skoraði mark Everton. Það var svo marka- skorarinn mikli. Ian Rush. sem jafnaði fyrir Liverpool. Platini lék með Juventus Juventus vann öraggan sigur. 4 1, yfir danska liðinu Frem á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Danski landsliðsmaðurinn Mic- hael Laudrap skoraði eitt af mörkum Juventus. Frakkinn Michel Platini, sem hefur átt við meiðsli að stríða, kom inn á sem varamaður og lék síðustu 20 mínútur leiksins. Leikmenn Juventus léku mjög góða knattspymu og skemmtu áhorfendurnir 18.741 sér kon- unglega. Juventus tefldi fram tveimur nýjum leikmönnum, Ro- berto Solda, sem félagið keypti frá Atalanta, og Beniamino Vignola, sem kom aftur til fé- lagsins frá Verona. -sos Marseille á toppnum í Frakklandi Júgóslavneski landsliðsmað- urinn Sliskovic tryggði Marseille sigur, 1-0, yfir Racing Club í París. Þar með skaust félagið upp á toppinn í frönsku 1. deild- arkeppninni. Er með sjö stig eftir fjóra leiki eins og Nantes sem lagði Nancy að velli, 1-0. Borde- aux er með sex stig og síðan koma fjögur félög með fimm stig; Metz, Brest, Lens og París St. Germain.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.