Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1906. Andlát Einar Magnússon,fyrrverandi rektor, er látinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Skeið- j.arvogi 22, er látin. Útförin fer fram ' frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Laufey Elíasdóttir er látin. Útförin fer fram frá Nýju kapellunni í Foss- vogi þriðjudaginn 19. ágústkl. 13.30. Guðmunda Kristjánsdóttir verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 14.00. Tiíkyniungar , Kvenfélag Bústaðasóknar * Konur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar hafa ákveðið að fara í ferðalag laugardaginn 23. ágúst. Farið verður um uppsveitir Ár- nessýslu. Upplýsingar gefa, Björg s:33439 og Lára s:35575. Körfuknattleiksskóli ÍR Þetta er í annað sinn sem körfuknatt- leiksskóli er haldinn á vegum ÍR. Nú mun námskeiðið standa í 9 virka daga. Kennd verða öll helstu undirstöðu- atriðin í körfuknattleik svo sem knattrak, sendingar, skor, gabbhreyfmgar o.fl. Leiðbeinandi og skipuleggjari er Sig- valdi Ingimundarson og hefur hann sér til aðstoðar fjóra efnilega körfuknattleiks- menn. Kennt verður þannig í aldurs- hópum: 1 Kl. 9.00 11 ára böm f. 1975 Kl. 10.00 10 ára böm f. 1976 Kl. 11.00 8 ára böm f. 1978 Kl. 13.00 7 ára börn f. 1979 Kl. 14.00 9 ára börn f. 1977 Innritun fer fram í anddyri íþróttahúss Seljaskóla laugardaginn 16. ágúst milli kl. 13 og 16. Þátttökugjaldið er 1.300 kr. Gjöf til Háskóla Islands Magne Lerheim, forstjóri háskólans í Björgvin, færði nýlega Háskóla íslands gjöf í tilefni 75 ára afmælis Háskóla ís- Happdrætti Hjartaverndar Árlegt happdrætti hefur um langt skeið verið einn af styrkustu tekjustofnum Hjartaverndar. Aðeins eitt happdrætti á ári er á vegum samtakanna og dregið í því á haustin, að þessu sinni 10. október næstkomandi. Aðalverkefni Hjartavernd- ar er tvenns konar: fræðslustarfsemi og 'rekstur rannsóknarstöðvar. Hjartavernd hefur rekið rannsóknarstöð í 19 ár. Árang- ur af rannsóknum Rannsóknarstövar Hjartaverndar er sífellt að koma í ljós eins og lesa má í skýrslum og greinum. Skýrsl- ur, bæklingar og tímarit koma út á vegum samtakanna til að fræða almenning um helstu áhættuþætti þessara mannskæð- ustu sjúkdóma hér á landi og hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir komi helst að gagni. I þetta sinn eru vinningar óvenju glæsilegir, alls 20 talsins að verðmæti tæp- ar 4 milljónir króna. Hæsti vinningur er 1 milljón til íbúðakaupa og annar vinning- ur er AUDI bifreið árgerð 1987 að verð- mæti kr. 850.000. Aðrir vinningar eru tvær greiðslur til íbúðakaupa, 11 ferðavinning- ar og 5 tölvur. Miðaverð er kr. 150. Samtökin Lifsvon opna skrif- stofu Lífsvon er samtök fólks sem telja sér skylt lands. Gjöfin er fagurlega myndskreytt norsk þýðing Dr. Gustavs Storm á Heims- kringlu. Þýðing þessi kom fyrst út árið 1899 en hefur lengi verið ófáanleg. að standa vörð um líf ófæddra barna. Sam- tökin voru stofnuð fyrir rúmu ári og formaður þeirra er Hulda Jensdóttir, for- stöðumaður Fæðingarheimilis Reykjavík- ur. Síðastliðið ár hafa kraftar samtakanna að mestu farið í upplýsingastarfsemi og félagasöfnun auk nokkurrar ráðgjafar sem að mestu hefur verið á persónulegum grunni. Nú hafa samtökin opnað skrifstofu að Auðbrekku 2 í Kópavogi og er hún opin kl. 15-17 alla virka daga og er síminn þar 44500. Þar eru veittar upplýsingar um samtökin auk þess sem þar er aðstaða til að sjá myndbandasafn sem samtökin eiga. Síðar mun stefnt að því að koma á ráðgjaf- arþjónustu á sama stað í þeirri von að fleiri börn fái að lifa en líf þeirra verði ekki fljótfærni og vanhugsun að bráð. Frá afmælisnefnd Reykjavíkurborgar Aðsetur starfsmanna afmælisnefndar Reykjavíkurborgar verður hátíðardagana í Lækjargötu 14b. Símar 23132 og 23136 og þar er opið allan daginn. Hátíðardagskrá - vegna borgarafmælis HÁTÍÐARDAGSKRÁ 18. ÁGÚST AFMÆLISDAGURINN Kl. 10.00 Opinber heimsókn forseta íslands, frú Vig- disar Finnbogadóttur. Borgarstjóri tekur á móti forsetanum á borgarmörkunum og hesta- menn úr Fáki ríða fyrir bílalestinni fyrsta spölinn inn í borgina. Forsetinn situr síðan hátíðarfund borgarstjómar og heimsækir borgarstofnanir, ’ vistheimili aldraðra í Seljahlíð og Árbæjarsafn. há kemur forsetinn á fjölskylduskemmturýna í miðborginni, verður viðstaddur hátíðardagskrána á Amarhóli um kvöldið og flytur þar ávarp. Kl. 13.30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Hallgrímskirkju. Skátar, lúðrasveitirog leik- hópurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ leiða göngumar. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Kl. 14.00-18.00 í Lækjargötu, Hljómskálagarði og Kvosinni. Það eru skátar og ýmis félagasamtök sem skipu- leggja skemmtunina. Á fjölmörgum stöðum verður eitthvað spennandi um að vera og víða er miðað við beina þátttöku yngstu veislugest- anna í leikjum og keppni. Sem dæmi má nefria taflmót á Hallærisplani, rokkgarð við Miðbæjar- skólann, föndurgarð í Vonarstræti, dýragarð, skemmtigarð, þrautagarð og dansgarð í Hljóm- skálagarðinum og þar verður líka 25 metra langt útigrill. í Lækjargötu verður mikið um dýrðir. Þar verður boðið upp á 200 metra langa afinæli- ^stertu sem félagar úr Bakarameistarafélagi Reykjavíkur hafa bakað. Lionsmenn þjóna gestr um og sérstakur hátíðardrykkur verður á boðstól- um. Það sama gildir um þessa fjölskylduskemmtun og annað sem tengist afinælinu aö gott hátíðar- skap og góð umgengni gefúr henni þann skemmtilega svip sem tilefiiinu hæfir. HÁTÍÐARDAGSKRÁ VIÐ ARNARHÓL Kl. 20.15 „Gleðigöngur“ leggja upp frá þremur stöðum í borginni, Landakotstúni, Skólavörðuholti og Háskólatröppum. Útflkriftamemar úr framhaldsskólum og leik- flokkurinn „Veit mamma hvað ég vil?‘ annast -þennan lið. Tónlist og uppákomur. Ki. 20.40 Hátíðargestir koma á Amarhól. Kl. 20.45. Forseti íslands gengur til sætis. Kl. 20.50 „Gleðigöngur" koma að Amarhóli og syngja Reykjavíkurlagið, úr samkeppni Reykjavíkur- borgar og sjónvarpsins. Kl. 21.00 Forseti borgarstj ómar, Magnús L. Sveinsson, set- jir hátíðina. „Minni Ingólfs“, hátíðarverk eftir Jón Þórar- insson. Tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar við Ljóð Matthíasar Jochumssonar. Sinfóníu- hljómsveit íslands flytur ásamt blönduðum kór, Páll P. Pálsson stjómar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, býður forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, velkomna. Ávarp forseta íslands. „Skúli fógeti og upphaf Reykjavíkur". Leikverk eflir Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Útlit: Höfúndur og leikhópurinn. Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur. Kl. 22.05 „Reykjavíkurflugur". Hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar flytur gömul og ný lög, tengd höfúðetaðn- um, ásamt landsliði íslenskra dægurlagasöngv- ara. Hljómsveitin leikur fyrir dansi fram undir miðnætti. Inn á milli laga, og jafiivel oftar, munu Karl Ágúst og Laddi láta ljós sitt skína. Kl. 23.50 Davíð Oddsson borgaretjóri, ávarpar hátíðargesti. Kl. 24.00 Flugeldasýning, undirstjóm HjáJpareveitarskáta í Reykjavík. Tónlist verður síðan leikin fram undir 01.30. Kynnir kvöldsins: Jón Sigurbjömsson. Svið og útlit: Gylfi Gíslason. Lýsing og tæknistjóm: David Walter og Richard Dale. Hljóð: Gunnar Smári Helgason og Julian Beach. Aðstoð á sviöi: Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Dagskrárgerð: Kjartan Ragnarsson og Hrafn Gunnlaugsson. Stjóm dagskrár: Kjartan Ragnarsson. HÁTÍÐARDAGSKRÁ 19. AGDST Kl. 14.30 Reykjavíkurkvikmynd frumsýnd í Háskólabíói. Þetta er 90 mínútna löng kvikmynd sem Reykjavíkurborg lét gera í tilefni afinælisins. Hún lýsir mannlífinu í Reykjavík nútímans og er víða komið við. Hrafii Gunnlaugs- son er höfúndur og leikstjóri en kvikmyndatöku- maður er Tony Forsberg frá Svíþjóð. Myndin verður sýnd almenningi þann dag kl. 17.00, 19.00 og 21.00 og kl. 17.00 næstu daga. Kl. 19.00 Rokkhátíð á Amarhóli þar sem fram koma flestar vinsælustu hljómsveit- ir landsins, og stefiit er að ósvikinni tónlistar- veislu fyrir unga fólkið. Hljómsveitir sem fram koma: Bylur, Rauðir fletir, Prófessor X, Tik Tak, Vunderfools, Greif- amir, M X 21, Stuðmenn. 20. ÁGÚST Kl. 21.00 Jasstónleikar á Amarhóli. Jassvakning hefúr umsjón með tónleikunum þar sem fram koma allir helstu jasstónlistarmenn landsins og skapa eftirminnilega kvöldsveiflu. Þátttakendur í kvöldskemmtun: Sinfómuhljómsveit íslands, Félagar úr kór Lang- holtskirkju, kór íslensku óperunnar. Aðstoð við söng: Hljómeyki. Leikarar úr LR.: Þoreteinn Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Pálsson, Karl Guðmundsson, Jakob Þór Einare- son, Aðalsteinn Ðergdal, Helgi Bjömsson, Sigurð- ur Karlsson, Jón Hjartarson, Jón Sigurbjömsson, Sigríður Hagalín, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Valgerður Dan, Bríet Héðinsdóttir, Nína Björg Ragnarsdóttir, hár og búningar, Guðm. Guð- mundsson, aðstoð, Þorlákur Karlsson, leikmunir. Hljómsveit: Gunnar Þórðarson, Friðrik Karlsson, Gunnar Hrafnsson, Eyþór Gunnarsson, Jón Kjeld, Gunnlaugur Briem. Söngvarar: Ragnar Bjamason, Bubbi Morthens, Ema Gunnaredóttir, Jóhann Helgason, Ellen Kristjánsdóttir, Ragn- hildur Gísladóttir, Egill Ólafsson, Helgi Péture- son, ólafúr Þórðareon, Ágúst Atlason. Auk þeirra sem sérstaklega er getið í þessari dagskrá vill afmælisnefhdin þakka eflirtöldum aðilum veitta aðstoð við afinælishátíðina: Sanitas hf. Kassagerð Reykjavíkur hf. Coca Cola Glóbus hf. Mjólkursamsalan Matkaup hf. Eggert Kristjásson hf Heildverslun Gunnare Kvaran Nesbúið Smjörlíki hf. Eimskip hf. Húseigendur við Amarhól og lóðarhafar í Kvosinni Björgunarsveitin Ingólfúr Blómamiðstöðin FERÐIR STRÆTISVAGNA SVR mætir auknu álagi 18. ágúst með fjölmörgum aukavögnum og breyttum akstursleiðum eftir kl. 13.00. Við hvetjum fólk til að kynna sér vel breytt- ar akstursleiðir og nýta sér sem best þjónustu þeirra. Frítt er í vagnana allan daginn. Ferðist með strætó, skiljum einkabílinn eftir heima, ef hægt er. SKIPULAG UMFERÐAR og bílastæði Þeir sem búa við miðbæinn eru hvattir til að koma gangandi á skemmtanimar til að minnka umferðarálag. Sérstök bílastæði verða á háskóla- svæðinu bæði við Suðurgötu og Hringbraut. Um kvöldið þ. 18 verður umferð hleyþt að Kvosinni að sunnan en Tryggvagötu verður þá lokað í austurenda. Bílastæði verða á Tollstöðinni og á hafiiarevæðinu. Ákveðnar götur í miðbænum verða lokaðar eflir ld. 13.00 Kirkjuritið Kirkjuritið, 2. hefti 1986, er komið út. í ritinu er grein um ábyrgð læknis og sjúkl- ings við ákvörðun um meðferð, erindið Sálmabókin 1886 eftir Bolla Gústafsson, tvær aðrar greinar um sálma og sálma- kveðskap, grein um sköpunarsöguna og kennslu barna. Sagt er frá fundi fram- kvæmdanefndar Alkirkjuráðsins á íslandi, minningargrein um sr. Jón Thorarensen og fleira. Það er Prestafélag Islands sem gefur Kirkjuritð út. Ritstjóri er Halldór Reynisson. Akstursleiðirkl. 13:00-19:00 Vagnamir aka eftir tímaáætlun virkra daga fram til kl. 13.00, en síðan eftir áætl- un helgidaga. Með því fyrirkomulagi gegna vagnarnir best hlutverki sínu 18. ágúst. Aukavagnar verða til taks eftir þörfum til áo flytja þátttakendur í hátíðahöldun- um að og frá miðborginni. Athygli er vakin á að víkja verður frá venjulegum akstursleiðum. Frá kl. 13 til kl. 19 aka vagnar á leiðum 2, 3, 4 og 5 Skúlagötu og Tryggvagötu í vesturátt, með viðkomu við Tollstöðina. Leiðir 15A og 17 verða með endastöð á Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsi, til kl. 01. Ekið verður á hálftíma fresti á leið 15A frá kl. 13-01 þennan dag. Leiðir 6, 7, 13 og 14 aka Aðalstræti, Hafnarstræti og verða með endastöð við Tollstöðina. Frá kl. 19 verður breyting á akstri vagn- anna frá því sem var um miðbik dagsins. Leiðir 2,3,4 og 5 aka Laugaveg, Ingólfs- stræti og Hverfisgötu og verður endastöð á austurleið við Hverfisgötu, austan Ing- ólfsstrætis (gegnt Safna- og Þjóðleikhúsi). Vagnar á leið 2, 3 og 4 á vesturleið fá endastöð við Tollstöð. Vagnar á leiðum 5, 6, 7, 13 og 14 aka eftir kl. 19 um Fríkirkjuveg, Vonarstræti og Suðurgötu og verður endastöð þeirra í Vonarstræti. Athygli er - aKÍn á að eftir kl. 19 rofnar akstur vagna á leiðum 2, 3, 4 og 5 þannig, að vagnar á austurleið verða með enda- stöð á Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsi, en á vesturleið við Tollstöð, nema leið 5 sem verður með endastöð í Vonarstræti á leið sinni í Skerjafjörð. Ókeypis verður í vagnana allan dag- inn. FHðsamir en fullir Óvenjumikil ölvun var á höfuð- borgarsvæðinu og einnig í allmörgum stærri bæjum og kauptúnum nú tím helgina. Samt sem áður var vaktin fremur tíðindalítil hjá lögreglunni þannig að segja má að landsmenn hafi almennt verið friðsamir en fullir. Vestmannaeyjamar voru undan- tekning - allt steindautt eftir þjóð- hátíð, að sögn lögreglunnar - hefðbundið hegðunarmynstur ef tekið er mið af reynslu síðustu ára. -baj Námskeið um þrautalausnir Nú í ágúst er væntanlegur til lslands pró- fessor Moshe Rubinstein frá University of Califomia í Los Angeles. Hann kemur hingað á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans, Félags raungreinakennara og Menningamálastofnunar Bandaríkjanna. Prófessor Rubinstein er þekktur meðal annars fyrir aðferðir sem hann hefur þróað við þrautalausnir, einkum í raungreinum, og hagnýtingu þeirra í kennslu. Tilgangur ferðar hans til Islands er að halda nám- skeið dagana 19.-29. ágúst um það hvernig nota má þetta ákveðna kerfi aðferða til þess að leysa þrautir sem fyrir koma á ýmsum sviðum en þó einkum í raungrein- um. Námskeiðið er einkum ætlað kennur- um í raungreinum en er einnig opið öllum þeim sem vilja kynna sér nýjustu aðferðir við þrautalausnir. Námskeiðið fer fram í húsnæði Hákólans og fer skráning þáttt- akenda fram á aðalskrifstofu hans í síma 25088. Nánari upplýsingar veitir endur- menntunarstjóri í síma 23712. Happdrætti Happdrætti handknatt- leiksdeildar Fram Dregið hefur verið í happdrætti hand- knattleiksdeildar Fram. Vinningsnúmer eru: 1 2216 2 1987 3 3694 4 2629 5 1174 6 1588 7 4425 8 1489 9 3312 10 2150 Þökkum stuðninginn. Handíuiattleiksdeild Fram. Afmæli 60 ára er í dag, 18. ágúst, Magnús Magnússon, Áshamri 38, Vest- mannaeyjum. 80 ára er í dag, 18. ágúst, Gísli Jó- hannsson, Ásabraut 11, Grindavík. Hann er að heiman. 90 ára er í dag, 18. ágúst, Jón Guð- mundsson rafvirkjameistari áður til heimilis að Skipasundi 47 nú vist- maður á Hrafnistu, Reykjavík. Jón starfaði um árabil hjá Rafmagn- sveitu ríkisins. Hann tekur á móti gestum í sal rafiðnaðarmanna, Háa- leitisbraut 68, kl. 17—19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.