Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI11 Prentun. ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Borgarloftið íslendingar eru lánsamir að hafa eignazt borg á skömmum tíma. í Reykjavík hefur þjóðin fengið öfluga þungamiðju með flestu því, sem heimsborg getur prýtt og fæstu því, sem skaðlegt má telja við slíkar borgir. Reykjavík er borg, sem getur borið og ber höfuðið hátt. Reykjavík er helzta vígi íslenzkrar byggðastefnu. Meðan borgin blómstrar er landið byggilegt. Víðs vegar um land kunna byggðir að fara í eyði, án þess að þjóð- félagið bíði hnekki. En Reykjavík má ekki bila, því að þá væri sjálfur hryggur þjóðfélagsins brostinn. Þótt Reykjavík sé talin eiga sér Ingólf Arnarson og Skúla Magnússon að feðrum og haldi í dag hátíðlegt 200 ára kaupstaðarafmæli, er borgarsagan mun styttri, frá æviskeiði Tómasar Guðmundssonar. Um aldamótin var Reykjavík meðal jafningja í hópi þorpa landsins. Sjálf borgarsagan hefur öll gerzt á þessari öld og það með undraverðum hraða. Meira en hálf þjóðin hefur flutt í borgina og nágrenni hennar. Reykjavík hefur megnað að breiða faðminn á móti öllu þessu fólki. Á afmælisdaginn er eins og borgin hafi ætíð verið til. Stundum hefur þetta hlutverk verið erfitt, einkum á tíma braggahverfa eftirstríðsáranna, þegar borgarinnar virtust ætla að bíða þau örlög flestra stórborga þriðja heimsins að verða vonleysisstaður flóttamanna úr sveit- um. En borgin megnaði að skipuleggja sig og hreinsa sig. Reykjavík er gróin borg, bókstaflega, félagslega og menningarlega. Engum, sem Um borgina fer, dylst, að borgin er ekkert stundarfyrirbæri. Hún er komin til að vera. Og það sem meira er: Hún hefur meira eða minna tekið við hlutverki landsins og gert það að borgríki. íslendingar eru meira eða minna orðnir Reykvíking- ar, hvort sem þeir búa í Kvosinni, Breiðholti, Mosfells- sveit, Flóanum eða austur á Héraði. Menn sækja til Reykjavíkur sem miðstöðvar sinnar. Meira að segja Byggðastofnun er í Reykjavík og ætlar sér að vera þar. Þegar rætt er um að flytja flugvöllinn úr miðbænum, rís landsbyggðarfólk til andmæla. Úti á landi vita menn bezt, hversu þægilegt er að geta skotizt um Vatnsmýr- ina beint í Kvosina og brekkurnar í kring, þar sem öll ráð landsins eru hugsuð og þar sem peningarnir velta. Nú orðið tengir fólk oft Reykjavíkurerindi sín við helgarfrí til að geta notið þess, sem staðurinn hefur upp á að bjóða sem borg, hvort sem það eru skröllin eða sinfónían, bíóin eða óperan - eða allt þetta í senn. Reykjavík hefur raunar flest það, sem útlönd prýðir. Á nokkrum áratugúm hefur Reykjavík orðið full- vaxta borg. Landið og þjóðin eru lánsöm að hafa eignazt slíka borg, sem er lykill að göngu okkar inn í nútíma og framtíð. En um leið hefur segull borgarinnar orðið slíkur, að ekki mun reynast rúm fyrir aðra slíka. Á einni eða tveimur kynslóðum hafa íslendingar lært að búa í tiltölulega ópersónulegu fjölmenni, þar sem menn þekkjast ekki á götum úti, þar sem nágrennið hirðir ekki um að veita félagslegt eða annað taumhald. Sveitamaðurinn hefur í vetfangi breytzt í borgarbúa. Merkilegast er, hversu vandalítið þetta er. Stór- borgarvandamál eru ekki umtalsverð í Reykjavík, en stórborgarhagurinn þeim mun auðsénni. Þegar hverfur áráttan að byggja ný hús í gömlum hverfum, má telja, að Reykvíkingar séu endanlega orðnir borgarbúar. Á 200 ára afmæli Reykjavíkur hafa íslendingar þegar fyrir löngu kynnzt réttmæti hins gamla spakmælis, sem segir, að borgarloftið muni gera yður frjálsa. Jónas Kristjánsson „Venjulegur bóndi fær um það tilkynningu, hversu mikla mjólk hann megi framleiða og á hvaða verði hún fáist keypt. Getur ekki verið, að valdhafarnir freistist fyrr eða síðar til þess að laga reglurnar að eigin þörfum eða hagsmunum þeirra bænda, sem hafa bestan aðgang að valdhöfum?" Mjólkurframleiðslan: Bændur færðir í átthagafjötra Því er stundum haldið fram, að frjálslyndir hagfræðingar skrafi við skýin, en hafi ekkert að segja um þá hörðu og stríðu lífsbaráttu, sem háð sé á hverjum degi. Fátt er þó fjær sanni. Menn eru ekki góðir fræðimenn nema þeir hafi eitthvað skynsamlegt að segja um sjálfa lífe- baráttuna. Og slíkir fræðimenn hafa það auðvitað hugfast, að grein þeirra snýst ekki um dauða hluti, heldur lifandi fólk. í þessari grein og ann- arri, sem birtist eftir viku, langar mig því til þess að fara örfáum orðum um það, hvað hagfræðingar af ætt Adams Smith hafa að segja um mjólkurframleiðsluna á íslandi á því herrans ári 1986. Vandræöi mjólkurframleið- enda íslenskir mjólkurbændur eiga nú sem kunnugt er i miklum vandræð- um. Þeir framleiða miklu meiri mjólk en þeir geta selt fyrir kostnaði á frjálsum markaði. Ríkið hefur því hlaupið undir bagga, keypt mjólkina af framleiðendum á kostnaðarverði og selt hana neytendum á miklu lægra verði. Munurinn hefur verið greiddur úr ríkissjóði. Hann hefur með öðrum orðum verið tekinn af öllum skattgreiðendum i landinu. En ríkissjóður er ekki ótæmandi, og meiri mjólk hefur verið framleidd síðustu árin en ríkið treystir sér til þess að greiða niður. Þess vegna hafa nýlega verið settar mjög flókn- ar og umdeildar reglur um það, að hver framleiðandi geti ekki selt rík- inu meira mjólkurmagn en land- búnaðarráðuneytið og stéttarsam- tök bænda tiltaki. Öll mjólkurfram- leiðsla í landinu (þ.e. framleiðsla án taps) er með öðrum orðum bundin sérstökum leyfum. „Kvótakerfi" hef- ur verið komið upp í mjólkurfram- leiðslu. Óréttlátar afleiðingar kvóta- kerfisins Kvótakerfið hefur ýmsar óhag- kvæmar og ómannúðlegar afleiðing- ar, þótt höfimdum þess hafi sennilega gengið gott eitt til. f fyrsta lagi safnast ískyggilega mikið vald í hendur landbúnaðarráðueytisins og stéttarsamtaka bænda. Venjuleg- ur bóndi fær um það tilkynningu, hversu mikla mjólk hann megi fram- leiða og á hvaða verði hún fáist Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaUariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson keypt. Getur ekki verið, að vald- hafamir freistist fyrr eða síðar til þess að laga reglumar að eigin þörf- um eða hagsmunum þeirra bænda, sem hafa bestan aðgang að vald- höfum? í öðm lagi sýnist mér ekki betur en bændur séu færðir í óbeina átt- hagafiötra. Mjólkurframleiðsluleyf- in (en þau nefhast á stofnanamáli „fullvirðisréttindi") em bundin ein- stökum jörðum, svo að bændur hafa tilhneigingu til þess að sitja sem fastast á þeim, ella tapa þeir þessum réttindum. Þeir em með öðrum orð- um leiddir í „byggðagildm". í þriðja lagi er við úthlutun þess- ara réttinda ekki unnt að gera neinn greinarmun á hagsýnum og óhag- sýnum mjólkuríramleiðendum. Menn em misjafnlega hæfir til mjólkurframleiðslu eins og £um£irra hluta, og á frjálsum markaði sér kerfi gróða og taps sjálfkrafa um að flokka þá í búskussa og búhölda og flytja fjármagn frá hinum óhagsýn- ari til hinna hagsýnni. En við núverandi kerfi er ekki um neina slíka skilvindu að ræða. f fjórða lagi er öll tilraunastarfeemi og nýbreytni mjög torveld í þessu kerfi. Menn, sem em sérstaklega gefnir eða gerðir fyrir búskap, geta ekki byrjað hann nema með ein- hverjum herkjum. Og bændur þurfa ekki að hugsa - og mega líklega ekki hugsa - um neitt annað en að framleiða upp í „fullvirðisréttindi" sín og halda dauðahaldi í þau. Óréttlátar afleiðingar mjólk- urframleiðslustefnunnar Kvótakerfið sjálft er nýmæli. En í öllum umræðum um mjólkurfram- leiðslu verðum við líka að taka með í reikninginn almennar afleiðingar þeirrar stefiiu, sem hér hefur verið fylgt í marga áratugi. Okkur hættir stundum til að gleyma fómarlömb- um hennar, því að þau geta eðli málsins samkvæmt ekki haft eins hátt og blaðafulltrúar sérhagsmuna- samtakanna. í fyrsta lagi hefur fólk, sem ekki drekkur mjók, en greiðir skatta, orð- ið að bera kostnað af þeirri mjólk, sem annað fólk drekkur. Þetta stangast á við þá sjálfeögðu og eðli- legu reglu, að menn drekki mjólk á eigin kostnað, en ekki annarra. I öðm lagi hafa framleiðendur þeirra drykkja, sem ekki em niður- greiddir, orðið að búa við ósann- gjama samkeppni frá mjólkurfram- leiðendum. Verðið á ávaxtasafanum úti í kjörbúðinni er rétt, en mjólkur- verðið í sömu búð falsað. í þriðja lagi hafa bændur fyrir vik- ið ekki fitjað upp á neinum teljandi nýjungum. Ríkið tryggir þeim fyrir- hafnarlitla mjólkursölu, svo að þeir hafa ekki haft neina ástæðu til að finna hugviti sínu og verksviti ann- an farveg. Um leið og ríkið hefur beint bændum á eina braut, hefur það beint þeim frá öllum öðrum brautum. í §órða lagi má ekki gleyma því, að í landinu hefur risið upp stórt og þunglamalegt kerfi stofnana,ráðaog nefrida vegna allra ríkisafekiptanna af framleiðslu og sölu mjólkurafurða. Við berum öll í sam- einingu kostnaðinn af þessu kerfi. Þegar markaðsöflin fa að ráða, stilla þau hins vegar saman framleiðslu og neyslu okkur að kostnaðarlausu. Bændur sjálfir verst leiknir Ég er sannfærður um, að mjólkur- bændur hafa sjálfir verið verst leiknir með ríkisafekiptum undan- farinna fimmtíu ára. Tilgangurinn var að hjálpa þeim, en hafa meðal- tekjur þeirra hækkað í hlutfalli við meðaltekjur annarra hópa á þessu tímabili? Bændur hafa verið ofvemdaðir fyrir markaðnum, en um leið hafa þeir verið ofurseldir ríkinu. Þeir hafa breyst úr sjálfstæðum at- vinnurekendum í opinbera starfe- menn, sem taka við tilkynningum frá landbúnaðarráðuneytinu og stéttar- samtökum bænda um, hvað þeir eigi að gera. En hið gamla lögmál gildir enn, að menn eiga að hjálpa sér sjálf- ir, og það gera þeir best með því að selja vörur, sem aðrir vilja kaupa fullu verði. Dr. Hannes H. Gissurarson „Bændur hafa verið ofvemdaðir fyrir markaðnum, en um leið hafa þeir verið ofurseldir ríkinu. Þeir hafa breyst úr sjálf- stæðum atvinnurekendum í opinbera starfsmenn...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.