Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Fréttir____________________ Jón Helgason krafinn svara Guðmundur Einarsson, Banda- lagi jafaaðarmanna, sendi land- búnaðarráðherra bréf í gær. í þvi óskar hann eftir ítarlegum upplýs- ingum um fyrirætlanir í sambandi við framleiðslustjómnun eggja-, kjúklinga- og svínaframleiðslunn- ar. Guðmundur spyr ráðherra sex spuminga: Hvort hann telji þörf á framleiðslustjórmnv-hvort ráðu- neytið hafi átt frumkvæðið í viðræðum við framleiðendur, hvort þessar viðræður séu með vilja og vitund ríkisstjómarinnar, hvort einhverjar tillögur liggi frammi, hvort Neytendasamtökin hafi verið með í ráðum og hvaða aðgerðum ráðherrann sé tilbúinn að beita. í niðurlagi bréfeins bendir Guð- mundur á þær’ afleiðingar sem stjómun hefar haft í fór með sér í öðrum búgreinum. Hún hafi aðeins leitt til einokunar og hærra vöru- verðs til neytenda. -APH Kasparov frestar: Álag á tauga- keifi heims- meistarans? Heimsmeistarinn, Gam' Ka- sparov, kom öllum á óvart í gær er hann fékk 15. einvígisskákinni við Anatoly Karpov frestað fram á föstudag. Kasparov vann 14. skák- ina á þriðjudag og flestir bjuggust við að hann myndi ganga á lagið og reyna að auka enn við forskot sitt. Báðir hafa þá frestað tveim skákum í einvíginu og eiga eina frestun til góða. Getum var að því leitt að aðstoð- armenn Kasparovs hefðu talið honum fyrir bestu að fá skákinni frestað. Nú, þegar sigur er í sjón- máli, hefar álag aukist á tauga- kerfi heimsmeistarans og hann gæti látið tilfinningamar hlaupa með sig í gönur. Að sögn David Goodman, frétta- ritara DV á einvíginu í Leningrad, telja sérfraeðingar þar í borg Karpov enn eiga nokkra von þótt staðan sé 8-6 Kasparov í vil. „Margir telja að ef Kasparov held- ur jafatefli í 15. skákinni, þar sem hann hefar svart, og kannski í þeirri 17. einnig, sé einvíginu í raun lokið,“ sagði Goodman. -JLÁ Tómötum hent á haugana Sölufélag garðyrkjumanna hendir tómötum vikulega. Magnið sem þannig fer á öskuhaugana í hverri viku er hátt á annað hundr- að kíló. Að sögn Níelsar Marteinssonar, sölustjóra hjá Sölufélaginu, em þetta úrgangstómatar, „spmngnir, linir og vatnsósa, alls ekki sölu- hæfir og óætir“, eins og hann orðaði það. Níels sagði að við flokkun á tó- mötum væm alltaf einhveijir svo lélegir aö þeir væm ekki söluhæf- ir. Þeim væri saÉnað saman og svo væri farið vikulega með skammt á haugana, svona 150, 160 kíló í hvert sinn. -KÞ Vitni óskast Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir vitnum að ákeyrslu aðfaranótt 7. september sl. Ekið var á bifreiðina í-2202, sem er blár Escort, þar sem bfllinn stóð í stæði á móti húsi nr. 19 í Efstahjalla. Sá er óhappinu olli ók af staðnum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um máhð vin- samlega snúi 6ér til lögreglunnar í Kópavogi, simi 41200. Bandarískur réttur yfirheyrir á íslandi Dómsyfirheyrslur fyrir bandarískum rétti fara fram hérlendis þessa dagana. Er það líklega einstakt í sögu íslenska lýðveldisins að dómþing erlends ríkis skuh háð á íslensku yfirráðasvæði. Yfirheyrslur fyrir undirrétti í Connecticut í Bandaríkjunum í máli íslenska ríkisins gegn Sikorsky-verk- smiðjunum hafa staðið yfir síðan á mánudag á skrifstofa flugmálastjóra í flugtuminum á Reykjavíkurflugvelli. Ríkið krefur Sikorsky skaðabóta vegna missis þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF-RÁN í Jökulfjörðum í nóvember 1983. Fyrir réttinn hafa verið kallaðir fiöl- margir starfcmenn Landhelgisgæsl- unnar, einkum úr flugdeild og áhöfa varðskipsins Óðins, en þyrlan flaug síðast frá því. Fyrir réttinn koma einn- ig margir þeirra sem unnu að björgun þyrlunnar af hafsbotni, svo og áhöfa fiskibáts þess frá Bolungarvík sem fann rennihurð þyrlunnar. Þeir sem rannsökuðu slysið, flugslysanefad og starfsmenn loftferðaeftirlits, eru einn- ig boðaðir. Bandarískir lögfræðingar, Richard Kenny, fyrir hönd Sikorsky, og Poul Johnson og Michael Bolos, fyrir hönd íslenska ríkisins, yfirheyra með aðstoð dómtúlks. Sérlegur bandarískur hrað- ritari skrásetur. Dómari er ekki á staðnum. DV hefur fengið þær skýringar að réttarhaldið sé háð hérlendis í spam- aðarskyni. Of dýrt sé að kalla alla íslendingana til Connecticut. -KMU Berghreinn Þorsteinsson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, beið þess að verða kallaður fyrir bandarísku lög- fræðingana er DV heimsótti flugturn- inn í gær. DV-mynd GVA. DV-mynd S Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með hinn slasaða á Borgarsjúkrahúsið. Bílvelta í Hvalfírði: Hrapaði 50 metra niður í fjöruna Bílvelta varð í Hvalfirði, skammt frá Fossá, er bíl með einum manni valt þar og endastakkst af veginum 50 metra fall niður í fiömborðið í gærdag. Atburður þessi átti sér stað um 3-leytið. Sá er fyrstur kom á slysstað var ökumaður úr Borgarfirði. Sá var með talstöð og kallaði strax eftir að- stoð. Bað hann um að þyrla yrði send á staðinn vegna aðstæðna sem vom erfiðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn og flutti hún hinn slasaða ökumann á slysadeild Borgar- sjúkrahúsins. Ökumaðurinn mun vera með inn- vortis meiðsli en er ekki talinn i lífchættu og hefur hann sloppið mjög vel úr slysinu. -FRI Lrtið af þorskseiðum í sjónum: „Segir ekki alla sóguna“ - segir forsfjóri Hafrannsóknarstofnunar „Þetta er aðeins fyrsta vísbending því ekki er hægt að setja samasem merki á milli þess að lítið hafi fundist af þorskseiðum og að lítið muni veið- ast þegar þessi seiði komast upp eftir 3-4 ár,“ sagði Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknarstofaunar, í samtali við DV. Nýlega var gerð hin árlega athugun Hafrannsóknarstofaunar á fiölda og útbreiðslu fiskseiða og ástandi sjávar í kringum landið og á svæðinu milli íslands og Grænlands. Er þessum rannsóknum ætlað að gefa fyrstu vís- bendingar um hvemig til hafi tekist með klak nytjafiska, einkum þorsks, ýsu, loðnu og k rfa. Helstu niðurstöður em þær að þótt þorskseiði fengjust víða og þau væm sæmilega á sig komin var hvergi mik- ið af þeim. Það bendir til þess að árgangur þorsks 1986 verði slakur. Meira fékkst af ýsuseiðum en þó bend- ir allt til þess að árgangurinn 1986 verði ekki nema í meðallagi stór. Fjöldi loðnuseiða var hins vegar mik- ill og vel yfir meðallagi. Sömu sögu er að segja af karfaseiðum. Hitastig sjávar vestanlands og í Grænlandshafi var yfirleitt í meðallagi en í Austur-Grænlandsstraumnum var hitastigið hins vegar með lægsta móti. Norðanlands gætti hlýsjávar minna en oft á þessum árstíma en austan- lands var sjór tiltölulega hlýr. „Þetta getur allt breyst,“ sagði Jak- ob. „Það er mjög misjEifat hversu mikið af þessum seiðum kemst upp. Þar hefúr árferði mikið að segja og ýmsar ytri aðstæður, sjórinn getur verið of kaldur eða of heitur. Það á því endanlega eftir að ráðast hversu mikið af þessum seiðum kemst upp eftir 3-4 ár. Eins má nefaa það að þótt mikið hafi fundist af loðnuseiðum vitum við ekki nú hversu mikið af þeim seiðum kemst upp,“ sagði Jakob Jakobsson. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.