Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Michael Jackson hefur loksins afhjúpað andlit sitt og látið skurðlaeknagrímuna hverfa. Ástæðan fyrir því að hann bar hana var ekki eintóm sýklahraeðsla heldur var söngv- arinn í fegrunaraðgerð. Hakan hefur verið sett kröftuglega fram og kinnarnar eru örlítið kring- lóttari en áður. Þessi aðgerð hefur þó kostað þær fórnir að nýju breiðskífu Jacksons, sem hann hefur verið að vinna að í rúm 3 ár, mun seinka eitthvað. Er nú búist við að hún komi út í janúar á næsta ári ef allt geng- ur vel og söngvarinn finnur sér ekki eitthvað annað til að dreifa huganum. Cindy Lauper sló rækilega í gegn hér um árið með laginu Girls just want to have fun. Nokkur lög fylgdu í kjölfarið en siðan hefur verið hljótt um Cindy. Það mun þó breytast á næstunni því hún er við það að leggja síðustu hönd á plóginn við nýja plötu. Sú mun bera nafnið True Colore. En meira er að frétta úr herbúð- um söngkonunnar. Hún mun hafa trúlofað sig umboðsmanni sínum, Dave Wolf, en hann hef- ur birst nokkrum sinnum á myndböndum við lög söng- konunnar. Mandy Smith heitir vel vaxin og myndarleg 16 ára stelpa frá Bretlandi. Hún hefur sér það helst til frægðar unnið að hafa staðið í ástarsam- bandi við Rolling Stones-lið- ann, Bill Wyman. Slíkt væri ekki í frásögur færandi ef hún hefði ekki verið 13 ára þegar samband þeirra var sem heitast. Nú hefur stelpan leyst frá skjóðunni en segist ekki sjá eftir einni sek- úndu af sambandinu. Samband af þessu tagi er auðvitað koló- löglegt og „barnið" undir lögaldri. Hefur Wyman verið úthrópaður og á nú yfir höfði sér málssókn til viðbótar við slæmt orðspor. Borg með barnagalla sem hann segist vilja fylla upp í. Bjöm Borg uppgjafatenniskóngur hefur nú lýst því opinberlega yfir að hann vilji stækka fjölskylduna eins fljótt og hægt er. Honum þykja börn yndisleg og frá því að sohur hans, Robin. fæddist hefur líf hans tekið miklum brey tingum og nú eyðir hann öllum frístundum sínum með synin- um. Þó að Björn langi í barn er einn hængur þar ó. Jannike, kærasta hans, segist ekki hafa nokkum áhuga á að bæta við í bili. Nú loks- ins þegar hún er orðin grönn á ný segist hún vilja njóta lífsins með Bimi og syni þeirra, telur sig of unga til að eignast fleiri kríli. En það er Bjöm sem ræður ferðinni í þeirra sambandi og því fullt eins líklegt að Jannike verði komin með bumbu fljótlega. Hún er í sambúð með rík- asta manni Svíþjóðar og nóg af stúlkum sem vilja klófesta gullgrís- inn. Erfiðleikar í sambandinu Jannike er ekki jafnheilluð af smá- börnum og Bjöm. Hún hefur áður þurft að passa böm og segist hafa fengið sig fullsadda um sinn á bama- gráti og bleium. Hún er með hugann við útlit sitt en margir spá henni frama sem fyrirsætu. Bjöm Borg hef- ur keypt hús með mörgum svefn- herbergjum og þau ó að fylla, segist hann hafa sjálfur alist upp sem einkabam og hann vilji ekki að Rob- in þurfi að gera það lfka, hvað sem Jannike segir. Sambúðin virðist þvf ekki vera upp á hið besta enda berast fréttir af því að Björn hafi bannað Jannike að hitta einhvem án þess að tala við sig fyrst eftir að hann frétti af tedrykkju hennar með fyrrum kærasta. Er fróð- legt að sjá hverju fram vindur því Jannike hefur verið þekkt fyrir að fara eigin leiðir og vera sjálfstæð stúlka. Hér er hinn margumtalaði Robin Björnsson (Borg) hamingjusamur með snuðið sitt og alveg sama um systur og bræður. Jannike segist ekki hafa áhuga á barneignum i bili en fær hún nokkru ráðið um það? Fjölskyidan á áhorfendabekknum John McEnroe, tenniskappinn góð- kunni, hefúr verið þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Oft hefúr munnurinn látið einum of að sér kveða á meðan á keppni stendur og því hefúr McEnroe oft lent í keppnisbanni eða verið sektaður. Nú nýlega líkti hann 5 mánaða fríi sínu frá tennis við fyrstu árin sem fólk er á ellilífeyri. Hann sagð- ist hafa hugleitt það að hætta í fyrstu en hafi fljótt uppgötvað að hann gat það ekki. Honum leiddist þó ekki í fríinu því margt hefúr verið að gerast í lífi hans og segir McEnroe hléið hafa verið sér nauðsynlegt. John McEnroe gekk að eiga elskuna sína, leikkonuna Tatum O’Neal, og einnig eignuðust þau hjóna- komin sitt fyrsta bam á þessum tíma. Fljótlega eftir þetta lýsti John því yfir að hann væri byijaður að æfa að nýju og hann myndi koma aftur í slaginn sem nýr og betri maður. En svo fór þó ekki, að minnsta kosti ef notuð er mælistika tennisúrslita. Harrn tók þátt í alþjóðlegu móti í Strat- ton Montain í Vermont og var sleginn út strax í 3. umferð. Var greinilegt á öllu að kappinn ætti langt í land með að ná fyrri getu í tennisleik en þá var Foreldramir og eiginkonan fyrír utan tennisvöllinn heldur súr á svipinn. hann einn af þeim bestu, ef ekki sá besti. Á þessu móti sátu foreldrar kappans og eiginkona ó áhorfendabekkjunum og hvöttu hann til dóða. Vilja sumir halda þeirri skoðun á lofti að vera þeirra hafi haft truflandi áhrif á McEnroe og honum sé hollast að banna eiginkon- unni að vera að flækjast nærri virrnu- staðnum í framtíðinni ef harm ætlar að ná einhveijum árangri. Tenniskappinn sjálfur, nú spyrja menn hvort hann eigi eftir að verða eins góður og áður fyrt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.