Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 9 Útlönd París: Skæruliðar hóta fleiri árásum Utlögum snuið frá Chile Skæruliðar hótuðu í gær fleiri árás- um í París á næstunni í kjölfar sprengjutilræðisins í pósthúsi í ráð- húsi borgarinnar á mánudaginn. Einn beið bana og 18 særðust af völdum sprengjunnar. Samtök skæruliðanna kreíjast lausnar þriggja fanga, að öðrum kosti muni þau láta til skarar skríða. Hafa samtökin lýst yfir ábyrgð á fimm hryðjuverkum frömdum fyrr á þessu ári auk þess sem þau komu fyrir Forsætisráðherra Frakklands, Jacqu- es Chirac, hefur sagt hryðjuverka- mönnum stríð á hendur. PE|| i'lJUL, riti ana ára sháks Þegar átta ára gamall strákur steig út úr þotu á Shannon flug- vellinum á írlandi fiktaði hann við takkana á brúnni sem gengið er á úr flugvélinni yfir í flugvallar- bygginguna. Brúin lyftist upp og skemmdi dymar á þotunni sem var af gerð- inni Boeing 747. Fjórir viðgerðar- menn komu með flugi frá New York til þess að gera við skemmd- imar. Á meðan þurfti að koma 400 farþegum fyrir á hótelum. Talsmaður flugvallarstarfs- manna, sem neitaði að gefa upp nafn stráksa, sagði að heildar- kostnaður óhappsins yrði örugg- lega í kringum 700.000 dollara. sprengju undir neðanjarðarlest í síð- ustu viku en það tilræði mistókst. Eftir hótun skæruliðanna boðaði forsætisráðherrann, Jacques Chirac, strax til fundar með ráðherrum sínum. Hótunin kemur aðeins degi eftir að Chirac og kanslari Vestur-Þýska- lands, Helmut Kohl, boðuðu til skyndifundar meðal ríkja Efhahags- bandalags Evrópu til þess að ræða hvemig haga ætti baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Franskir fjölmiðlar ræddu þó í gær þann möguleika að Frakkland myndi að hluta til verða við aðalkröfiun skæruliða, það er að segja að líbanski skæmliðinn Georges Ibrahim Abd- allah verði látinn laus. Abdallah, sem talinn er vera leiðtogi lítils hóps líbanskra marxista, var dæmdur í júlí til fjögurra ára fangelsis- vistar fyrir að hafa verið með vopn í fórum sínum. Hann er einnig ákærður fyrir hlut- deild í morði á ísraelsmanni og bandarískum sendifulltrúa sem framið var 1982. Dagsetning réttarhalda hefur ekki verið ákveðin og það er ekki tal- ið víst að málið komi nokkum tíma fyrir rétt og segir innanríkisráðherra Frakklands, Charles Pasqua, það vera á valdi dómsvaldsins hversu langt málið nái að ganga. Stjómmálasérfræðingar segja að stjómin muni sæta gagnrýni vinstri sinnaðra stjómarandstæðinga ef Ab- dallah verði sleppt. Pasqua bendir aftur á móti á að það hafi verið sósíal- istar sem fyrstir tóku það i mál í apríl í fyrra að fanganum yrði sleppt ef það leiddi til þess að Frakkinn Gilles Pey- rolles, sem er í gíslingu i Líbanon, fengi frelsi. Ekki minnkar það erfiðleika stjóm- arinnar að Bandaríkin em mótfallin því að Abdallah verði látinn laus. Segja bandarískir sendifulltrúar að Frakkar geri sér fyllilega ljóst hvaða áhrif það mundi hafa á samskipti þjóð- Vopnaðir öryggisverðir hindr- uðu 30 útlaga í því að snúa aftur til Chile en þeir flugu þangað frá Argentínu til að minnast þess að 13. september eru liðin 13 ár frá því að Allende var steypt af stóli. Að minnsta kosti 40 öryggisverð- ir stigu um borð í flugvélina og komu í veg fyrir að útlagamir risu úr sætum sínum, að sögn Julieta Campusano, fyrrverandi þing- manns. Annar þingmaður stjómar All- endes, Luis Guastavino, sagði þetta vera í fimmta skipti sem hann reyndi að snúa aftur til Chile. Þetta væri þó dýrmæt reynsla þar sem athygli alheims beindist nú að þeim þai- sem hemaðarástand ríkir nú í Chile eftir morðtilraun- ina á Pinochet. Argentínskir lögmenn reyndu ár- angurslaust að miðla málum i þær fjórar klukkustundir sem flugvélin var á flugvellinum í Santíago. Fjöldi hermanna gætti flugvailar- ins og. ötyggisverðir klæddir í galiabuxur gerðu upptæka filrau ljósmyndara sem störfuðu fyrír areentínska fréttastofu. A meðan á þessu stóð var Pinoc- het hylltur af fjölda manns að sögn argentínska sjónvarpsins. Sást Pinochet veifa til mannfjöldans sem bar spjöld með myndum af forsetanum. Samkvæmt upplýs- ingum argentínskra yfirvalda höfðu um 100.000 manns safnast saman. Um 30 manns hafa verið hand- teknir vegna morðtilraunarinnar á Pinochet samkvæmt opinberum heimildum. Lögregluyfirvöld hafa tilkynnt að blaðamaður sem rænt var ffá heimili sínu á mánudaginn hafi fundist skotinn. Neituðu yfir- völd því að hann hefði verið einn hinna handteknu. Blaðamaðurinn, Jose Carrasco Tapia, var formaður blaðamanna- félags Chile og ritstjóri tímaritsins Analisis, eins sex tímarita sem stjómin hefur nýlega Iokað. Yfirvöld í Chiie skipuðu á mánu- daginn fréttastofu Reuters í Sant- iago að hætta starfsemi sinni þar til frekari fyTÍrskipanir bærust. Að því er sagði í fxéttum í ríkisút- varpinu í Chile hafa þrír franskir og tveir bandarískir prestar verið handteknir ásakaðir um að hafa ráðist á lögregluþjóna og reynt að kollvarpa stjóminni. RÝMINGARSALA VEGNA FLUTNINGA IFATALAND T r • •• N yj ar vorur Barnagallabuxur Herragallabuxur Dömugallabuxur He-man trimm- gallar Trimmgallar barna Stígvél herra Stígvél barna Vetrarúlpur herrapeysur drengjapeysur dömutrimmgallar WMM Smiðjuvegi 4e, c-götu, á horni Skemmuvegar. Símar 79866 og 79494. BORNIN VEUA pkiumobll rrjp% lönaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 Sími 26010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.