Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Þenslan hefnir sín Við erum komin á fremsta hlunn með að eyðileggja utanaðkomandi góðæri í þjóðfelaginu með of mikilli þenslu innanlands. Þenslan lýsir sér á ýmsum sviðum og boðar endurnýjuð vandamál á næsta ári, þegar olía er hætt að lækka og útflutningsverð hætt að hækka. Þjóðhagsstofnun telur, að störf, sem fólk vantar til að sinna, nemi um eða yfir 2% af mannafla þjóðarinn- ar, meðan skráð atvinnuleysi er innan við 1%. Þessa umframeftirspurn vinnuafls má einnig sjá greinilega í smáauglýsingum og öðrum auglýsingadálkum dagblaða. Við slíkar aðstæður er tiltölulega þægilegt fyrir ríkið að draga saman seglin, því að það veldur ekki atvinnu- leysi eins og í mörgum öðrum löndum, þar sem skráð atvinnuleysi er um 10% af mannafla. Þar þarf ríkið að búa til atvinnu, en hér getur það losað um hana. Ríkið getur þetta með því að draga úr umsvifum sín- um og framkvæmdum, - með því að fresta þeim til þeirra ára, er atvinna minnkar á öðrum sviðum. Ennfremur með því að draga úr stuðningi við dulið atvinnuleysi í úreltum atvinnuvegi, - hinum hefðbundna landbúnaði. Ríkisstjórnin gerir hvorugt, heldur tekur þátt í að magna spennuna. Það sést bezt af, að hallinn á ríkis- búskapnum mun nema 2,2 milljörðum króna á þessu ári. Þar á ofan er vitað, að mikill halli verður á fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Til þess að fjármagna þessa skaðlegu iðju hefur ríkið boðið upp vexti á innlendum markaði til að keppa við aðra aðila um fjármagnið. Þetta hefur stuðlað að háum vöxtum í landinu í ár og mun áfram gera það á næsta ári, þrátt fyrir sjónhverfingar á síðustu vikum. Þetta hefur ekki dugað ríkinu. Það hefur tekið mikið af lánum í útlöndum á þessu ári. Skuldabyrði þjóðarinn- ar mun því ekki lækka, þrátt fyrir góðærið. Er það mjög miður, að tækifærið skuli ekki vera notað til að létta hættulega stöðu þjóðfélagsins gagnvart útlöndum. Launaskrið ársins stafar að verulegu leyti af þátttöku ríkisins í þenslunni, sem hefur aukið samkeppnina um það vinnuafl, sem beztar tekjur hafði fyrir. Hins vegar hafa hinir verst settu ekki haft eins góða aðstöðu til að lyfta sér upp úr hinu nakta taxtakaupi. Þetta hefur aukið ójöfnuð í þjóðfélaginu. Annars vegar hefur aukizt sala á dýrum ferðalögum, dýrum bílum, dýrum rafmagnstækjum og dýrum íbúðum. Hins vegar hefur fjölgað þeim, sem leita ásjár félagsmála- stofnana. Þetta er versta hliðin á góðærinu. Þenslan, sem hér hefur verið lýst, mun á næsta ári verða hættulegur verðbólguhvati. Þá munum við ekki getað notað nýjar verðlækkanir á olíu og nýjar vaxta- lækkanir í útlöndum til að minnka heimatilbúnu verðbólguna. Við eigum á hættu, að hún vaxi að nýju. Fyrsta verðbólgukveikjan verður fj árlagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir óbreyttri samkeppni ríkisins við af- ganginn af þjóðfélaginu um vinnuafl og peninga. Næsta verðbólgukveikja verður vinnustaðasamningar, sem gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Þá verður farið að líða að kosningum að vori. Þá verða óhagstæðu þenslumerkin byrjuð að koma í ljós, þar á meðal vaxandi verðbólga. Þá verður ríkisstjórnin ekki eins viljug að veifa þjóðhagsspám og hún hefur nú verið. Og þá er hætt við rýrðum vinsældum hennar. Ríkisstjórnin baðar sig ekki lengi í góðærinu, ef hún hefur ekki kjark til að hefja baráttu gegn þenslunni, sem annars mun leiða til vandræða á næsta ári. Jónas Kristjánsson „Hjá þeim erum við ekki til margra hluta nýtilegir. Nema leggja þeim til land undir herstöð. Varðtum i fremstu víglínu. Skotgröf." Kjósum um varnar samninginn Margir íslendingar telja að Banda- ríki Norður-Ameríku séu okkar besta vinaþjóð. Það er ofinat á stöðu íslands í fjölskyldu þjóðanna. Stór- veldi eignast aldrei vini heldur bara lagsmenn. Fylgismenn í skjóli burða sinna. En lengst af hefur farið vel á með þessum tveim ólíku þjóðum. Að svo miklu leyti sem herveldi láta sér dælt við dvergríki. Samskipti þjóð- arrna tveggja hafa þó einkum verið fólgin í því að íslendingar hirða molana sem hrökkva af borðum Ameríkana í skiptum fyrir land und- ir herstöð. En að öllu samanlögðu er gott að muna að keypt vinátta kólnar fyrst. Betl eða samningar Engum manni þarf að koma í opna skjöldu hvemig Bandaríkjamenn haga sér við aðrar þjóðir. Þá gildir einu hvort þeir hafa skrifað undir margvíslega sáttmála út um allar trissur um stríð og fiið. Bandaríkja- menn em stórir menn í sniðum. Þeir eru auðugir menn og vel menntaðir en þó fyrst og fremst em þeir stríðs- menn. Stutt er síðan landið var nýlenda undir mörgum þjóðum. Þrátt fyrir það em Bandaríkjamenn mestu nýlenduherrar okkar tíma. Miklu voldugri en bolsévíkamir í Kreml. Fjöldi Bandaríkjamanna veit ekki að ísland er til á landakortinu. í augum hinna er landið fábrotin ný- lenda fiskimanna, langt utan við helstu landamæri heimsins. Valda- menn í Washington hafa mesta reynslu af samskiptum við íslend- inga. Þeir kalla okkur stundum ölmusufólk með betlistaf í hendi. Hjá þeim erum við ekki til margra hluta Kjallarinn ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON VERSLUNARMAÐUR nýtilegir. Nema leggja þeim til land undir herstöð. Varðtum í fremstu víglínu. Skotgröf. Það er kominn tími til að breyta þessari ímynd í augum Ameríkana. Setjá upp annan svip. Hætta að betla af þessum körlum í skjóli vináttu og byija að semja við þá í skjóli að- stöðu. Þannig gerast kaupin á eyrinni úti í hinum stóra heimi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Varnarsamninginn í prófkjör- ið íslendingar skrifuðu undir NATÓ-sáttmálann um vamir á sín- um tíma. Bandaríkjamenn hafa staðið vörð hér á landi síðan og lönd- in tvö gerðu með sér svokallaðan vamarsamning. Ég hef stundum bent á að þessi vamarsamningur sé ekki upp á marga fiska fyrir íslend- inga þegar kemur að vömum lands og þjóðar. Þess vegna þurfi að end- urskoða hann. Eða breyta gagns- lausum vamarsamningi í öflugan viðskiptasamning. Fjöldinn allur á íslandi er á sama máli. Það var þó ekki fyrr en röðin kom að hvalkjöti 4 og ærkjöti að helstu valdamenn þjóðarinnar risu upp við dogg. Þá fundu þeir loks að hnífurinn stóð í kúnni. En nú ber vel í veiði fyrir okkur endurskoðunarmenn og aðra efa- semdarmenn um gildi vamarsamn- ingsins fyrir vamir. Alþingiskosn- ingar fara í hönd og verða ekki síðar en á næsta sumri. Víða er farið að huga að framboðsmálum flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn verður með prófkjör víðast hvar á landinu. í Reykjavík dagana 18. og 19. október næstkomandi. Þetta gullna tækifæri má ekki úr greipum ganga. Það gefet ekki annað í bráð. Það er hægt að láta kjósa um vam- arsamninginn í prófkjörum Sjálf- stæðisflokksins. í öllum kjördæmum em galvaskir menn og konur sem vilja skoða hann og endurskoða. Þessi fjöldi þarf að velja sér góða fulltrúa í hveiju héraði og tryggja þeim viðunandi fylgi í prófkjörinu. Láta raddir endurskoðunar heyrast á Alþingi næsta kjörtímabil. Það er vel hægt. í fallegum þönkum Fram undan er vonandi fallegt haust. Ef liljur vallarins og fuglar himinsins halda mönnum ekki bundnum við fallega þanka næstu vikur getur vel farið svo að þessu greinarkomi fylgi ónnur í svipuðum dúr. Enda er allt of margt ósagt um ástæðuna fyrir þvi að við lútum stöð- ugt í lægra haldi fyrir Bandaríkja- mönnum á öllum sviðum. Ástæðtma fyrir því að við horfúm aldrei upp- réttir í augun á þessari ágætu kunningjaþjóð okkar fyrir vestan. Það er heila málið. Ásgeir Hannes Eiriksson „...íslendingar hirða molana sem hrökkva af borðum Ameríkana í skiptum fyrir land undir herstöð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.