Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Atvinnumál Kjarasamningar: Heildarsamflot eða dreifðir samningar? Nú þegar þrír og hálfur mánuður er í að almennir kjarasamningar verða lausir eru menn famir að huga að næstu samningum. Ásmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambandsins, hefur varpað fram þeirri hugmynd að verkalýðsfélögin semji jafiivel við ein- stök fyrirtæki og ekki verði um samflot félaganna að ræða eins og í síðustu samningum. Ekkert hefur ver- ið ákveðið í þessum efhum og ljóst að þessi hugmynd Ásmundar verður rædd ítarlega innan verkalýðshreyfingar- innar. Yfirborganir fram í dagsbirtuna Tilgangurinn með þessari hugmynd er að hnekkja yfirborgunum sem viða eru tíðkaðar þessa stundina. í mörgum tilfellum eru kauptaxtar orðin tóm og launþegum borgað yfir taxta. Ás- mundur telur að ef verkalýðsfélögin semdu beint við fyrirtækin yrði auð- veldara að draga þessar yfirborganir fram í dagsljósið og þær festar á blað og viðurkenndar sem raunverulegir taxtar. Eitt af því sem samið var um i síð- ustu samningum var að kauptaxtar yrðu færðir nær greiddu kaupi. Kjara- rannsóknanefnd stendur nú fyrir víðtækri launakönnun sem nota á til að endurskoða launakerfið. Ljóst er að í næstu samningum verður kast- ljósinu beint að þessari uppstokkun launakerfisins. í ljósi þessa hefur Ás- mundur varpað fram hugmyndum sínum. Ekki vinnustaðasamningar Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að hugmyndir Ásmundar snú- ast ekki um sjálfstæða vinnustaða- samninga óháða verkalýðsfélögunum. Það var Vilmundur Gylfason sem lagði fram frumvarp á sínum tíma um vinnustaðasamninga. Bandalag jafn- aðarmanna hefur síðan haldið þessum hugmyndum á lofti. Þær gera ráð fyr- ir að starfsmenn einstakra vinnustaða semji um laun og kjör og myndi eins konar verkalýðsfélag sem ekki er í tengslum við stóru verkalýðsfélögin. Til þess að þetta nái fram að ganga þarf að breyta lögum. Þröstur Ólafsson hjá Dagsbrún er ekki hrifinn af þess- um hugmyndum og bendir á að nauðsynlegt sé að viðlialda þeirri reynslu og styrk sem verkalýðsfélögin búi yfir og hægt sé að beita þegar kröfúmar gangi ekki upp. Þá bendir hann á að hjá smærri fyrirtækjum yrði erfitt fyrir starfsmenn að beita sér af hörku. Þetta gæti helst gengið á stórum vinnustöðum þar sem fram- leiðslan þolir ekki að stoppa í langan tíma. Ekki nýtt Að verkalýðsfélögin semji beint við fyrirtæki er ekki nýtt fyrirbrigði. Fjöl- Fréttaljos Arnar Páll Hauksson margir sérsamningar hafa t.d. verið gerðir í kjölfar sérkjarasamninganna frá því í febrúar. Þetta yrði t.d. ekki nýtt fyrir Dagsbrún. Um langt árabil hefur viðgengist að gerðir hafi verið sérsamningar við einstök fyrirtæki og i starfsgreinum fyrir utan sjálfa kjara- samningana. Gott dæmi eru stöðugir sérsamningar hafnarverkamanna við Eimskip. „Við höfum gert sérsamn- inga við þau fyrirtæki sem staðið hafa betur að vígi,“ segir Þröstur Ólafsson. Þá hafa sérsamningar verið gerðir lengi við verksmiðjuna á Grundar- tanga og álverið. í álverinu eru það 10 verkalýðsfélög sem gera einn samn- ing við fyrirtækið. Þennan samning þurfa svo einstök félög að samþykkja. Almennt vel tekið í viðtölum DV hefur hugmyndum Ásmundar almennt verið vel tekið, bæði af atvinnurekendum og mönnum innan verkalýðshreyfingarinnar. At- vinnurekendur benda á að þetta sé ekki nýtt af nálinni. Þeir benda einnig á að þótt gerðir verði dreifðir samning- ar verði atvinnurekendur ekki dreifðir ef svo má að orði komast. Þeir muni standa saman og bera saman bækur sínar ef farin yrði þessi leið í næstu samningum. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- anda, segir að tvær hliðar séu á þessu máh. Ef verkalýðshreyfingin vilji semja í samræmi við afkomu fyrir- tækjanna verði að koma til álita hvort ekki væri hægt að lækka launin þegar illa áraði. Kjörin jöfnuð Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASl, segir að þessi leið í næstu samningum gæti orðið lykillinn að því að jafna kjörin. Með því að semja á þessa leið sé hægt að toga þá upp sem setið hafa Dæmigerð staöa í samningum þegar heildarsamningar eru gerðir af fulltrúum landssambandanna. Nú velta menn því fyrir sér hvort söðla eigi um og semja við einstök fyrirtæki. eftir í launabaráttunni. Þá væri mikil- vægt að fleiri yrðu dregnir til samn- inganna og fleiri bæm ábyrgðina á hvemig til tækist. Neikvæðu hliðam- ar væm þær ef samið yrði um óhófleg- ar kauphækkanir og af hlytist kollsteypa í efnahagsmálum. Einnig yrði erfiðara að semja um sameiginleg mál sem snem að verkalýðshreyfing- unni. Þeir sem eftir sitja Viðmælendur DV benda á að hugs- anlegt sé að einhveijir hópar sitji eftir. Þröstur Ólafsson bendir á þetta. Hann segir að túlka megi ummæli forsætis- ráðherra imdanfarið sem svo að stjómvöld ætli að hlaupa undir bagga með þessum hópum. Mjög líklega muni ríkið nota endurgreiðslur skatta til að bæta hag þeirra lægstlaunuðu. Víglundur Þorsteinsson segir að dreifðir samningar muni auðvelda mönnum að gera sér grein fyrir hverj- ir sifji eftir. Hann ítrekar að það sé mjög lítill hópur. Hversu langir samningar? Af þessu má vera ljóst að menn em famir að huga að næstu samningum. Víglundur Þorsteinsson vill að gengið verði frá þeim fyrir áramót og að fljót- lega verði hafist handa við samninga- gerðina. Hann og flestir viðmælendur DV telja að ekki komi annað til greina en að gerðir verði langir samningar. Þröstur Ólafsson er hins vegar ekki á sama máli. Hann telur að ekki komi til greina annað en að semja til skamms tíma og þá til nokkurra mán- aða. Kosningar verði í vor og óvíst hverjir eigi eftir að sitja við stjóm- völinn. Ekki sé hægt að gera samninga til langs ríma þegar ekki sé ljóst hveij- ir þar sitji. -APH í dag mælir Dagferi Húmorinn í hægra heilahvelinu ^^ásterfseimheUans: aigáf a einskorðuð æorra heilahveli ° , , „tia ta starfsemi A !«««“» á weturaf náttúrunnar hendi ihvelsins, sem erb^“^niðurstaða tilrauna sem úr uppfysingum -hafa um- idanfömu. M Sjálfsagt er flestum eins farið og Dagfara að pæla lítið í því hvers vegna sumir em fyndnari en aðrir, ekki frekar en að maður veltir vöng- um yfir því hvers vegna þessir eða hinir em leiðinlegir, sköllóttir, litlir eða feitir. Því var það að Dagfari rak upp stór augu þegar hann fletti Mogga í gær og sá þar fyrirsögn sem sagði að kímnigáfkn einskorðaðist við hægra heilahvelið. í fyrstu hélt Dag- fari að þeir á Mogganum væm nú rétt einu sinni komnir í hægri sveifl- una í pólitíkinni enda er ekki ónýtt að geta haldið því fram að hægri sinnað fólk sé skemmtilegra en vinstri sinnað. En þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var hin merkasta vísindafrétt á ferðinni og grafalvarlegar upplýsingar. Segir þar að kímnigáfa manna eigi rætur að rekja til starfsemi hægra heila- hvelsins sem sé sérhæft frá náttúr- unnar hendi til að vinna úr upplýsingum. Þessi sérgáfa, segir áfram í fréttinni, er ekki til komin sökum þess að hægra heilahvelið sé hinu vinstra miklu fremra á sviði tilfinninga. Orsökin er miklu fremur sú að vinstra heilahvelið annast ein- vörðungu hina röklegu starfsemi heilans og er því ónæmt fyrir hinu fráleita og órökrétta sem kímnigáfa snýst oftar en ekki um. Svo mörg vom þau orð. Heimildir Morgunblaðsins em fengnar úr Deutscher Forschungs- dienst sem segir þetta niðurstöður tilrauna dr. Manfred Dagge og Wolf- gang Hartje sem starfa báðir við taugadeild háskólasjúkrahúss í Aac- hen í Þýskalandi. Þetta er sem sagt allt pottþétt í bak og fyrir og fer ekki á milli mála hvaðan kímnigáfan kemur. Hún er staðsett í hægra heilahvelinu. Dag- fari er himinlifandi yfir þessum uplýsingum. Honum er skyndilega ljóst að nú em á því vísindalegar skýringar hvers vegna sumt fólk hefur ekki húmor fyrir gamansem- inni í þessum pistlum. Þetta fólk er ekki með hægra heilahvelið í lagi. Lengi vel hefúr maður haldið að þeir sem ekki kunna að taka spaugi séu illa innrættir aular eða pólitísk viðrini. Nú er annað komið á daginn og þeir em hafðir fyrir rangri sök. Eða hver getur gert að því þótt vinstra heilahvelið beri hið hægra ofurliði og skilji ekki fyndnina í til- verunni? Nú geta menn til dæmis áttað sig á því næst þegar Steingrím- ur forsætisráðherra segir brandara og enginn hlær að það er ekki vegna þess að Steingrímur sé ekki sniðugur heldur af því að þeir sem hlusta á hann em ekki með hægra heilahve- lið í gangi. Tökum annað dæmi. Svavar Gestsson hefúr ekki sést brosa opinberlega í heilan áratug. Skýringin er e ifaldlega sú að það er vinstra heilahvelið sem starfar í Svavari en ekki það hægra! Og ef maður er laminn, fær yftr sig súpudisk eða dettur í hálku án þess að hlæja hátt og snjallt þá er það vegna þess að hægra heilahvelið er ekki í funksjón. Svo ekki sé talað um ef slengt er framan í viðmælanda einhveijum dónaskap og fúkyrðum án þess að sá hinn sami fái hlátur- kast, þá er það einfaldlega vegna þess að vinstra heilahvelið meðtekur ekki tvfræðni orða og fyndnina í skensinu. Að þessum upplýsingum fengnum er í framtíðinni næsta auðvelt að gera sér grein fyrir því hveijir em með skaddað hægra heilahvel og hveijir ekki. Stjómmálamenn upp til hópa em sennilega flestir með skaddað hægra heilahvel enda em þeir manna alvarlegastir og jafnan raunamæddir. Hagfræðingar, út- vegsmenn og verkalýðsforingjar hafa einnig áberandi skaddað hægra heilahvel og veðurfræðingar sömu- leiðis ef marka má alvömsvipinn á þeim á sjónvarpsskerminum. For- stjórar Sambandsins em sennilega með stórskaddað hægra heilahvel. Að minnsta kosti er ekki að sjá að þeir hafi húmor fyrir kaffibaunamál- inu enda þótt meirihluti þjóðarinnar gamni sér yfir því á meðan. Á hinn bóginn er ljóst að maður eins og Ómar Ragnarsson er með óskert hægra heilahvel enda mundi engum húmorlausum manni detta í hug að nauðlenda á Esjunni. Flosi er einnig með pottþétt hægra heila- hvel sem em slæmar fréttir fyrir Þjóðviljann og Svavar sem em til vinstri. Og prófessoramir í Aachen em áreiðanlega með fínt hægra heilahvel. Öðm vísi hefði þeim ekki dottið í hug að rannsaka svona fynd- ið verkefni. Síðast en ekki síst má öiugglega skrifa upp á það að blaða- maðurinn á Morgunblaðinu, sem hafði fyrir því að þýða þessa merku frétt, hlær með hægra heilahvelinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.