Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. íþróttir Englend- ingar lágu fyrir Svíum „Við lékura ekki af mikilli sann- færingu en það var eins og það vantaði baráttu í liðið. Ef ég héldi ekki að það væri hægt að bæta úr þessu myndi ég hætta með lið- ið,“ sagði Bobby Robson, lands- liðsþjálfari Englendinga, eftir að þeir töpuðu, 1-0, fyrir Svíum í vin- áttulandsleik í Stokkhólmi í gærkvöldi. Það var mark Johnny Ekström á 51. mínútu sem tryggði Svíum sigurinn. Þetta voru sann- gjöm úrslit en Sviar voru mun sterkari lengst af í leiknum. Þetta var þriðji sigur Svía á Englending- um en þessar þjóðir hafe ást við 11 sinnum síðan 1923. -SMJ Varamaður- inn hetja Wales Varamaðurinn Neil Slatter var hetja Walesbúa sem náðu að tryggja sér jafhtefli, 1-1, gegn Finnum í Evrópukeppni landsliða í Helsinki. Slatter skoraði jöfnun- armark Wales aðeins 15 mín. eftir að hann kom inn á sem varamað- ur. Hann skallaði knöttinn undir þverslána eftir homspymu Clay- ton Blackmore á 68. mfnútu. Finnar fengu góða byrjun gegn Wales sem lék án margra góðra leikmanna. Þeir náðu að skora eft- ir aðeins 11 mínútur. Ari Hjelm skoraði markið. Við þetta tvíefld- ust Finnar og þeir höfðu góðar gætur á Ian Rush - tveir menn límdu sig á hann. Leikmenn Wales vom sterkari en þeir náðu þó aldr- ei að skapa sér virkilega góð marktækifæri. Finnar sköpuðu sér einnig færi en nýliðinn í marki Wales, Martin Thomas, sá við þeim og varði glæsilega. SOS Juventus tapaði Juventus mátti þola tap, 1-2, fyr- ir Sampdoria í Ítalíu-bikarkeppn- inni. Sampdoria hefúr því náð forustu í 3. riðli með sjö stig. Ju- ventus er með sex stig. ítalska deildarkeppnin hefst um helgma. Juventus leikur gegn Udinese á útivelli í fyrsta leik. SOS Mikil ólæti í Stokkhólmi - eftir landsleik Englendinga og Svía Enn einu sinni urðu enskir knatt- spymuaðdáendur tilefni óláta á knattspymuleik þegar mikil slagsmál bmtust út eftir vináttulandsleik Eng- lendinga og Svía í Stokkhólmi í gærkvöldi. En að þessu sinni virðast það hafa verið Svíar sem áttu upptök- in að slagsmálunum. Nokkrir sænskir knattspymuáhangendur virðast hafa ögrað Englendingunum með þeim af- leiðingum að þessum tveim fylkingum laust saman. Báðir hópamir vom vopnaðir hnífúm, jámstöngum og yfir- leitt öllu lauslegu sem fannst. Einn ensku stuðningsmannanna var stung- inn og þurfti hann að gangast undir skurðaðgerð í nótt. Um 40 sænskir „skinheads" eða skallar réðust að Englendingum og léku suma þeirra grátt. Þama var að sögn að verki frægur hópur sem gjam- an kallar sig „svarta herinn“. Þessi hópur er frægur fyrir ólæti á knatt- spymuleikjum í Stokkhólmi. Stór hópur var handtekinn og verða alla vega fimm Englendingar og þrír Svíeu ákærðir. Réðust á argentínska sendiráðið Nokkrir ölvaðir enskir aðdáendur réðust að argentínska sendiráðinu í - Stokkhólmi áður en landsleikurinn byxjaði og bmtu þar rúður. Ekki ullu þeir alvarlegum skemmdum og argent- ínski sendiherrann sagðist ekki telja að þetta skipti neinu fyrir samskipti Argentínumanna og Englendinga. Þama hefðu bara verið drukknir knattspymuaðdáendur að verki. -SMJ Óskabyrjun hjá Sviss Svisslendingar fengu sannkallaða óskabyijun í gær í Triesen í Liecht- enstein. Þeir unnu stórsigur, 10-0, yfir heimamönnum í undankeppni OL. Eftir aðeins fjórar mínútur vom Svisslendingar búnir að skora þrjú mörk og gera út um leikinn. SOS •Sadi Aouita, hlauparinn snjalli. Aou'rta og Donkova tryggðu sér sigurinn í Róm: Said Aouita létveik- indi ekkert á sig fá - kuldi og rigning í Róm og því ekkert heimsmet á síðasta Grand Prix mótinu Marokkómaðurinn Said Aouita og búlgarska stúlkan Y ordanka Donkova tryggðu sér í gærkvöldi sigur í saman- lagðri stigakeppni Grand Prix mó- tanna í frjálsum íbróttum en TOCGURHF. SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 Seljum Saab 900 turbo 16 árg. 1986, 3 dyra, grásans., beinskiptur, 5 gira, ekinn 7 þús. km. Allur með rafmagni og fl. Verð 830 þús. Saab 99 GL árg. 1984, 2 dyra silver, beinskiptur, 5 gira, ekinn 41 þús. km, mjög góður bill. Verð 380 þús. Saab 9000 turbo 16 árg. 1986, 5 dyra, svartur og leðurklæddur, beinskiptur, 5 gira, ekinn aðeins 7 þús. km. Sem nýr bill. Verð 940 þús. Saab 99 GL árg. 1982, 4 dyra, drapp, beinskiptur, 5 gira, ekinn aðeins 25 þús. km. Mjög góður bíll. Verð 320 þús. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. lokamótið fór fram í Róm í gærkvöldi. Aouita hlaut 63 stig og 25 þúsund dollara í verðlaun (1 milljón króna). Donkova hlaut samanlagt 69 stig og 10 þúsund dollara í verðlaun (400 þús- und krónur). Aðstæður allar voru slæmar í Róm í gær. Mikil rigning var um miðjan dag en rétt áður en keppn- in hófst stytti upp. Þá var einnig kalt í veðri og kom það í veg fyrir enn betri árangur í mörgum greinum. Ekk- ert heimsmet féll í gær en næstur því að setja nýtt heimsmet var Sovét- maðurinn Igor Paklin, heimsmethaf- inn í hástökki. Hann reyndi tvívegis við 2,41 metra en mistókst í bæði skipt- in. •í gær var talið mjög ósennilegt að Said Aouita gæti keppt í 5000 metra hlaupinu vegna veikinda en hann mætti, ólympíumeistarinn og heims- methafinn, galvaskur til leiks og sannaði enn einu sinni yfirburði sína í vegalengdinni. Hann hljóp á 13:13,13 mín. og kom í mark rúmri sekúndu á undan næsta manni. •Donkova vann mjög nauman sigur í 100 metra grindahlaupinu, kom í mark á 12,47 sek. en Ginka Zagorc- heva frá Búlgaríu varð önnur á 12,49 sek. •Af úrslitum í öðrum helstu greinum mótsins má nefna að Ben Johnson, USA, vann enn sigur sinn í 100 metra hlaúpi karla á keppnistímabilinu og fékk tímann 10,02 sek. Nígeríumaður- inn, Chidi Imoh, varð annar á 10,08 sek. en hann sigraði samt í stiga- keppninni í 100 metra hlaupinu, hlaut 57 stig en Ben Johnson 54 stig. • Mikil hörkukeppni var í 200 metra hlaupi kvenna. Reiknað var með sigri Evlyn Ashford, USA, en landa henn- ar, Valerie Brisco-Hooks, skaut henni ref fyrir rass og kom í mark á 22,30 sek. Ashford fékk tímann 22,31 sek. Samanlagt hlaut hún 59 stig en Brisco-Hooks 49 stig. • í spjótkasti kvenna missti Fatima Whithbread, Bretlandi, af sigri, bæði í spjótkastskeppninni sjálfri og stiga- keppninni, en Whithbread setti á dögunum glæsilegt heimsmet í grein- inni. Petra Felke, Austur-Þýskalandi sigraði og kastaði 70,64 metra. Saman- lagt hlaut hún 63 stig. Whithbread kastaði 69,40 metra og hlaut 59 stig. •Steve Scott, USA, sigraði í mílu- hlaupinu, fékk tímann 3:50,28 mín. og samtals 61 stig. •Heimsmethafinn í kúluvarpi karla, Ulf Timmermann vann nauman sigur, varpaði 21,67 metra en Wemer Gúnthör frá Sviss, nýkrýndur Ev- rópumeistari, varð annar með 21,61 metra. Stigakeppnina í kúluvarpinu vann Svisslendingurinn engu að síður, hlaut 44 stig. •Rúmenski hlaupagikkurinn Maricica Puica missti af sigrinum í samanlagðri stigakeppni kvenna þeg- ar hún glutraði sigri í gærkvöldi í 1500 metra hlaupinu. Tatiana Samoy- lenko, Sovétríkjunum, sigraði á 4:02,71 mín en Puica hljóp á 4:03,55 mín. Hún vann hins vegar stigakeppni 1500 metra hlaupsins og hlaut 62 stig. • Igor Paklin, Sovétríkjunum, sigraði í hástökki og komst hæst yfir 2,34 metra. Hann reyndi tvívegis við nýtt heimsmet eins og áður segir en þær tilraunir mistókust. Stigakeppni há- stökksins vann Bandaríkjamaðurinn Jim Howard, hlaut 59 stig. • Peter Elliott hélt merki Breta á lofti í 800 metra hlaupinu. Hann fékk tím- ann 1:46,91 mín. en sá sem vann samanlagða stigakeppni hlaupsins, Brasilíumaðurinn Jose-luis Barbosa, varð íjórði í gærkvöldi á tímanum 1:47,24 mín. •Að endingu þrír efstu í samanlagðri stigakeppninni í karla- og kvenna- ílokki: Konur: 1. Yordanka Donkova, Búl.....69 stig 2. Maricica Puica, Rúmeníu.....65- 3. Svetanka Christova, Búl...63 stig Karlar: 1. Said Aouita, Maiokkó........63 - 2. Andre Phillips, USA......61 stig- 3. Steve Scótt, USA............61 - -SK „Okkur vantaði Platini HIHega" „Við náðum aldrei að brjóta ís- lensku vömina á bak aftur. ís- lensku leikmennimir voru harðir og sterkir. Það var erfitt að eiga við þá,“ sagði Jean Tigana. „Það getur vel verið að við hefðum átt að reyna að pressa meira, en það var þó hægara sagt en gert. Þrátt fyrir þessi úrslit eigum við mögu- leika á að verða efstir í riðlinum. Leikur okkar mun breytast til batnaðar þegar Michel Platini byrjar að leika með okkur að nýju. Okkur vantaði hæfileika hans hér í Reykjavík. Hann verður með okkur þegar við leikum gegn Rúss- um og A-Þjóðverjum,“ sagði Tigana. SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.