Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 37 dv Draumur aðvera meðdáta! Eitt umtalaðasta mál fimmta áratug- arins var hið svokaUaða „ástand". Þótti mörgum nóg um gestrisni þjóðarinnar við hina erlendu vemdara sem þá gistu landið og töldu ungar íslenskar stúlkur taka þeim of opnum örmum. En tímamir breytast og mennimir með og „ástandið" svokallaða hvarf að mestu leyti. Enn má þó við og við sjá dáta ganga um stræti Reykjavíkur, em þeir þá yfirleitt „ættaðir" fiá Miðnesheiði en þó kemur fyrir að nýir einkennis- búningar sjást í borginni. Nýlega var hér á ferðinni skólaskip þýska hersins sem þjálfar foringjaefiii í sjóhemum. Þetta er hið glæsilegasta skip að sjá með þremur tígulegum möstrum. Sjó- hðforingjaefiún vom í hinum glæsile- gustu einkennisbúningum undir úlpunum, vel pressuðum og stroknum. Þeir gengu á land og skoðuðu borgina og fólkið sem í henni bjó þessar dag- stundir sem þeir dvöldust hér. Er ekki að efa að tekið hafi verið vel á móti þessum sjóvelktu dátum en ekki hefúr heyrst hvort „ástand" skapaðist á með- an á dvöl þeirra stóð, enda lagið „Það er draumur að vera með dáta“ löngu fallið niður alla vinsældalista! Forvitnir íslendingar gripu tækifærið Tveir af dátunum sem vom um borð; vart líkjast þeir einhverjum draumaprins- og skoðuðu skipið i krók og kring. um eða hvað? DV-myndir Óskar öm Hér má sjá hið glæsilega skip sem þýsku sjóliðsforingjaefnin em þjálfuð á. Timothy Dalton: f Dökkur, snöggur og spennandi, með undraverða töfra yfir kvenfólki er lýsingin sem margir gefa á hinum fertuga Timothy Dalton, hinum nýja James Bond leikara. En þrátt fyrir þessa lýsingu er Tim að sögn vina sinna langt í frá að vera líkur persón- unni í einkalífinu. „Engin ástarsam- bönd, þotuferðir, kampavín eða kavíar fyrir mig, takk,“ segir Tim og bendir á að ekki einu sinni sé að finna Martini-sopa í sínu lífi. Honum finnst allra best að eyða frítímanum við fiskveiðar og segist ekki hafa neitt í sinni fortíð sem blaðamenn geti gert sér mat úr. En þrátt fyrir að Tim sé ekki talinn hafa sama persónuleika og James Bond þykir hann tilvalinn í hlut- verkið og verður því 4. leikarinn til að spreyta sig á því. Hann viður- kennir að hann sé auðvitað dulítið kvíðinn að feta í fótspor manna eins og Roger Moore og Sean Connery en segist ætla a gera sitt besta. Hvort hann verður jafnstórt nafn og hinir tveir í kvikmyndaheiminum skal ósagt látið en nú þegar hafa laun hans tekið mikinn kipp. Hann fær 29 milljónir fyrir leik sinn í fyrstu Bond-mynd sinni, Living Daylights, en tökur munu heíjast fljótlega. Ætlar ekki aö lifa hinu Ijúfa lífi Tim segist ekki ætla að lifa neinu lúxuslífi þrátt fyrir þetta. Hann seg- ist taka öl og fisk fram yfir kampavín og veitingahúsalíf og þar að auki muni leikkonan Vanessa Redgrave halda honum við jörðina en hún er hans besti vinur. „Það verður gaman að leika svona týpu en það verður bara fyrir framan myndavélarnar, Vanessa kemur í veg fyrir að ég taki Bond með mér heim,“ segir Tim. Þau hafa þekkst í fjölda ára og þrátt fyr- ir allar kjaftasögumar segjast þau aðeins vera vinir. Tim á að baki leikferil í alvarlegum hlutverkum. Hann gekk í hinn þekkta leiklistarskóla, Royal Aca- demy of Dramatic Art, og hóf ferilinn í klassískum verkum, einkum eftir Shakespeare. Fyrir nokkrum árum vildi hann þó færa sig út úr þungum verkum og lék í nokkrum sjónvarps- þáttum en meðal þeirra er nýi þáttur leikkonunnar Joan Collins sem nefn- ist Sins, eða Syndir. Það var útlit Tims sem færði hon- um hlutverkið en framleiðendumir sögðu að hann hefði útlit njósnara. „Þegar þú sérð þennan mann ertu sannfærður um að hann myndi ekki hika við að slá einhvern af með köldu blóði,“ útskýrði einn af framleiðend- um myndanna. Timothy Dalton, hinn nýi James Bond, ásamt vinkonu sinni, Vanessu Redgrave. Sviðsljós Madonna er nú ein dáðasta söngkona samtímans og út um allan heim keppast ungar stúlkur við að líkja eftir henni. Hún minntist þess fyrir skömmu að ekki eru nema rúm 3 ár síðan henni var hafnað sem dansara og leik- konu í sjónvarpsþáttunum „Fame". Segist hún hafa verið alveg eyðilögð þá og talið að ferill sinn væri á enda. En heldur hefur ræst úr ferlinum og taldi söngkonan frama sinn hafa ve- rið ævintýri líkastan. Segist hún ekki vera hætis hót leið yfir þvi að hafa verið haf nað af f ramleið- endum Fame. Telur hún að frami sinn hefði ekki verið jafn- skjótur og raun ber vitni ef hún hefði orðið „dansaramús" eins og hún segir sjálf. Ólyginn sagði . . . George Hamilton fyrrum ástmögur Elizabeth Tayl- or hefur nú fundið sér nýjan félaga í stað leikkonunnar. Það er tölva sem kostar einungis 1,5 milljónir króna. Þessi heimilis- tölva er víst tækniviðundur sem getur gert ótrúlegustu hluti. Aðalverkefni hennar hjá Hamil- ton er að hjálpa þessum annars vel klædda leikara til að verða ennþá betur klæddur. Allt inn- búið í fataskáp George hefur verið matað inn í tölvuna og með einföldum skipunum getur hann látið tölvuna kanna ástand fatnaðar síns hvað er til og svo framvegis. Síðan raðar „maskin- an" saman klæðnaði í tilefni dagsins. Arnold Schwarzenegger, hið nýgifta vöðvabúnt, kom ekki vel fram við konu sína þegar hann bauð henni út að borða nýverið. Eftir að hann hafði klár- að matinn hallaði hann séraftur í stólnum og fékk sér stóran vindil að heldri manna hætti. Síðan sagði hann drýgindalega: Náðu í drykk handa mér, kona. Eiginkonan varð fokill en spurði Arnold síðan það hátt að allir viðstaddir heyrðu: Heyrðu, hvenær dó síðasti þrællinn þinn? Hún ku ekki hafa sótt drykk fyrir karl sinn en ekki vit- um við hvort hann gerði það sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.