Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. 47 Númer sex í landsliðinu - Veistu hver er númer sex í landsliði íslendinga í handknatt- leik? spurði sá sjö ára mig eitt kvöldið þegar við vorum komnir upp í rúm, búnir að halla okkur á hina hliðina og ætluðum að fara að sofa. Nú er þetta auðvitað spuming sem vert er að ígrunda gaumgæfi- lega og í alvöru og kannski ætti maður meira að segja aldrei að fara að sofa fyrr en maður hefur velt því talsvert lengi fyrir sér hver er númer sex í íslenska landsliðinu í handbolta. í þetta sinn svaraði ég hins vegar spurningunni einfaldlega neitandi enda var ég óvenjulega syfjaður. Og þar sem ég var óvenjulega syíjaður vonaði ég að sá sjö ára léti þar við sitja og það gerði hann þangað til ég var að því kominn að syífa inn í draumalandið. - Á ég að segja þér hvað hann heitir? sagði sá sjö ára eftir drykk- langa þögn og hristi mig dálítið þegar ég svaraði ekki strax. - Nei, þakka þér fyrir, sagði ég með svo miklum þjósti að sá sjö ára sá þann kost vænstan að spyrja ekki meira um íslenskan hand- knattleik það kvöldið. íþróttaáhugi Löngu áður en ég byijaði að stunda líkamsræktina mína inni í stofu og almenningur hér á landi gat farið að drekka gosdrykki úr dollum, sem framleiddir eru hér- lendis, höfðu táningurinn og sá sjö ára tekið upp þann sið að stunda innanhússknattspyrnu og höfðu þeir hurðina fram á gang fyrir ann- að markið en dyrnar inn í stofuna hitt. Ekki veit ég hvemig á því stend- ur að þeim datt þetta í hug, varla hafa þeir lært þetta af sjónvarpinu því að þessi íþróttagrein þeirra á til dæmis ekkert skylt við þýsku Háaloft Benédikt Axelsson knattspymuna á Stöð tvö sem er alveg eins og enska knattspyrnan í sjónvarpinu, mörkin skoruð þegar maður er frammi í eldhúsi að ná sér í kaffi én þess á milli er skotið fram hjá eða himinhátt yfir markið sem heitir á knattspyrnumáli gott skot en rétt fram hjá. Til að byrja með bannaði ég þeim að stunda þennan leik enda taldi ég að hann hefði truflandi áhrif á mig bæði þegar ég væri að lesa blöðin og ekki síður þegar ég væri að horfa á Sjúkrahúsið í Svarta- skógi en það er þáttur sem getur truflað mig alveg nægilega mikið hjálparlaust. Þessu var auðvitað ekki hlýtt enda hlýðir ungdómurinn engu nú til dags nema þegar pabbi og mamma skipa elskunum sínum að hunskast í bíó til að horfa á ein- hverja hryllingsmynd á sunnudegi og kaupa sér lakkris. Svo gerðist það einn daginn að þegar ég kom heim úr vinnunni var enginn fótboltaleikur í gangi, tán- ingurinn var að læra og sá sjö ára að lita mynd af einhverjum kalli með blátt hár í litabókina sína sem hann er búinn að eiga síðan hann var þriggja ára. - Nú hefur eitthvað komið fyrir, hugsaði ég og eftir langa mæðu gat ég dregið það upp úr þeim sjö ára að þeir hefðu, alveg óvart, sparkað í drottinn blessi heimilið og brotið hann. - Við ætluðum ekki að gera það, sagði strákur og það var greinilegt að hann sá eftir því að hafa brotið drottin. Ég fyrirgaf strákunum auðvitað þetta óviljaverk og þegar liðin var vika án þess að innanhússknatt- spyma væri iðkuð á heimilinu fór ég að hugsa um það hvort þessi ágæti drottinn væri kannski jafn- almáttugur og sumir vilja halda frarn að sá í biblíunni sé því að þá væri hægt að bæta við málsgrein- ina um himin og jörð og ljósið og manninn í sinni mynd: og batt enda á innanhússknattspyrnuna í Breið- holtinu. En þetta var aðeins lognið á und- an storminum því að þegar þessi hljóðláta vika var á enda fann sá sjö ára upp á því að fara að stunda handbolta á sama stað og fótbolt- inn hafði verið stundaður á áður og þegar ég fór að nöldra sagði hann að þetta væri ekkert hættu- legt því að hann væri í svo lélegri æfingu. - Og þar að auki er ég ekki mjög skotfastur, sagði hann og sýndi mér nokkrum sinnum hvað hann væri slappur í greininni. Síðan þetta var hefur honum far- ið mikið fram enda hefur hann lítið gert annað en horfa á handbolta í sjónvarpinu og spila hann hérna í ganginum og það er þess vegna sem hann veit hver er númer sex í ís- lenska landsliðinu en ég ekki. Og þegar Sjúkrahúsið í Svarta- skógi er að gera mig brjálaðan inni í stofu og sá sjö ára er að gera mig vitlausan með stanslausri skothríð í gangahurðina óskar maður þess stundum i fullri alvöru að drottinn sé öllu almáttugri en hann er í raun og veru. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytingar? 20 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef Qölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dag- ar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun: Útvarpsklukku frá Sjónvarps- búðinni h/f (verðmæti kr. 2.290,-), Vasadiskó frá Sjón- varpsbúðinni h/f (verðmæti kr. 2.240,-) og Kassettuhirslu (verðmæti kr. 650,-). I þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar- 20“ c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykja- vík. Verðlaunahafar reyndust vera: Rakel Baldursdóttir, Austurvegi 54, 710 Seyðisfirði (vasadiskó); Hildur Hauks- dóttir, Hlíðarvegi 50, 260 Njarðvík (heyrnartól); Margrét Björk Tryggvadóttir, Árholti 1, 400 ísafirði (nuddpúði). Vinningarnir verða sendir heim. i II 71 -1 * 1 1 >1 11 11 ■Trn«« ™ | IVj j j I 1’ m Mk i ~ i |r i 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.