Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. 55 Kevin skildi hvað það var sem ég var að sækjast eftir og dæmið gekk upp. Ég sem því lögin og læt Kevin vinna úr þeim. Samvinnan er mjög góð.“ Þeir sögðust báðir hafa haft mikla trú á samvinnunni frá byrjun og Nick heldur áfram: „Við vildum ekki fara hefðbundnu leiðina, sem er að ná saman hljómsveit, spila á krám, ef til vill halda nokkra tónleika í Norður-Englandi og þá ef heppnin er með komast á samning. Við vorum svo öruggir með lögin okkar að við vissum að við þurftum ekki annað en stofna hljómsveit og leika í Lond- on fyrir plötufyrirtækin. Við bókuð- um ekki einu sinni krá eða klúbb heldur leigðum okkur æfingastúdíó og umboðsmaðurinn okkar bauð fulltrúum plötufyrirtækjanna að koma og hlusta og það gekk upp. Þeir spurðu hvort ég ætlaði að hlusta á tónleika kvöldsins. „Ég býst við því,“ svaraði ég. „Þú býst við því!“ hrópaði Nick stórmóðgaður. Ég flýtti mér að segja að ég hefði heyrt í þeim á tónleikum áður og kyns raddbrigðum...“ „En um leið verðum við að reyna að finna okkar eigin stíl,“ skaut Kevin inn í. „Já, áhrifin eru fyrir hendi en Cutting Crew er Cutting Crew,“ sagði Nick ákveðinn á svip. Bardaginn við blöðin - Hvað er erfiðast við að vera ný hljómsveit? Það stóð ekki á svari frá Kevin: „Það er erfiðast að eiga við breska músíkblaðamenn. Þeir virðast vilja stinga okkur á grillprjón, velsteikja okkur og fleygja okkur síðan. Þetta er eitt af því erfiðasta í þessum bransa. Hér er um að ræða verkefni sem maður hefur fóstrað með sér lengi og svo sér maður einhvem stinga hnífi í mann á prenti." Nick vildi draga úr dramatíkinni: „Maður finnur til í um það bil tvær mínútur en svo heldur maður áfram. Ég er reyndar farinn að hafa liimskt gaman af þessu núna. Þeir em allir farnir „Það vona ég,“ sagði Kevin, „við þurftum svo sannarlega ekki á þeim að halda til að komast af stað. Ég held að það sé þess vegna sem við erum í ónáð hjá þeim.“ Nick er sam- mála þessu: „Já, þeim líkaði það ekki. Þeim líkar heldur ekki sú stað- reynd að við höfum verið i bransan- um í tíu ár. Það fellur ekki í kramið, maður verður að passa inn í eitt- hvert furðulegt munstur. Annað- hvort verður maður að vera sautján árá og búinn að gera tíu mistök þá þegar eða að vera fimmtugur, búa á skoskri eyju og leika á banjó. Það gengur, en ef maður hefur verið i bransanum í tíu ár, lagt hart að sér, reynt að komast af, reynt að semja betri lög og leika betur á hljóðfærin og slær svo allt í einu í gegn.. .0- nei, það er ekki að marka svoleiðis! Svona eru bresku blöðin.“ Hljómleikaferðinni lýkur 1. des- ember með stórum tónleikum í London en síðan halda þeir félagar til Los Angeles til að gera tvö mynd- bönd fyrir amerískan markað. Þeir værum í fyrsta sæti á Islandi." „Ég held það hafi verið augljóst að við ættum eftir að verða vinsælir á íslandi," sagði Nick, „þar sem ég er frá Englandi og Kevin frá Kanada og ísland er akkúrat mitt á milli.“ - Hvað vitið þið um ísland? „Lítið, sagði Kevin, „við höfum þó flogið yfir landið nokkrum sinnum á leiðinni til Bandaríkjanna og flug- stjórinn segir alltaf: Og nú sjáum við ísland þarna niðri.“ Nick sagðist hafa heyrt viðtal í útvarpinu við skólakrakka í Reykjavík um álit þeirra á leiðtogafundinum fræga. „Það var mjög gaman að heyra við- horf þeirra. Svo hefur maður heyrt talað um ísland í sambandi við fiski- miðin í kringum landið og árekstr- ana sem hafa orðið út af þeim milli Islendinga og Breta í gegnum árin. Annars vitum við ekki mikið um Is- land. Ert þú gott dæmi um íslend- ing?“ " - Já, ég held ég sé nokkuð dæmi- gerð... „Þá mætum við á staðinn," sögðu að slá til og freista gæfunnar. Við reynum að vera jákvæðir og forðuð- umst að setja nokkuð neikvætt á plötuna.“ „Textarnir eru allir um það að trúa á sjálfan sig,“ sagði Nick, „að reyna að ná því sem mann langar í hvað sem hver segir. Þetta eru einmitt ein- kunnarorð hljómsveitarinnar.“ „ Já, það er okkar aðalsmerki," samþykkti Kevin. „Við viljum skapa ákveðið andrúmsloft. Við viljum segja fólki að hugsa málið og útiloka ekki möguleikana. Efmaður virki- lega trúir á eitthvað getur maður alít.“ Nick klappaði Kevin vinalega á bakið og sagði: „Þetta var nokkuð gott hjá þér.“ Hann tilkynnti síðan að Kevin ætti afmæli þennan dag og Kevin tók feimnislega við afmælis- kveðjum. Það var nú farið að liða að tónleik- unum og ég spurði þá að lokum hvort þeir hefðu einhver skilaboð til Is- lendinga. „Já,“ sagði Nick, „takk kærlega fyrir að gefa okkur fyrsta sætið á Trommarinn Martin. - „Einí munurinn á mér og Mikka mús er að Mikki er með sólgleraugu.“ hann róaðist nokkuð. „Þá veistu að lögin okkar eru ekki öll eins og I just died in your arms.“ Ég kinkaði kolli og spurði þá um uppáhaldstón- list og áhrifamenn. Þeir nefndu nöfn eins og Bitlana, David Bowie, Elgar, Thaikowsky, Police ogT-Rex. „Kevin getur leikið á gítar eins og tuttugu ólíkir gítarleikarar," sagði Nick, „og ég get sungið með alls að hljóma eins.“ - Hvað hafa þeir sagt um ykkur? „Þeir saka okkur um að vera út- smogna, eins og við værum að reyna að finna markað sem við höfum vandlega ákveðið að sigra.“ - Þið ætlið ef til vill að vera á meðal þeirra sem fara framhjá gagn- rýnendum og komast á toppinn með því að selja plötur? eru á samningi við Virgin-fyrirtækið en það opnar ekki útibú sitt í Amer- íku fyrr en í janúar á næsta ári. Lagið Died in your arms kemur því ekki út þar vestra fyrr en í febrúar. Eftir áramót heldur hljómsveitin tónleika víðs vegar um Evrópu og í lok apríl er áætlað að ferðast vestur umhaf. „Skyldum við nokkurn tíma koma til íslands?“ sagði Nick hugsi, „við þyrftum nú eiginlega að gera það.“ - Hvemig vissuð þið að þið voruð vinsælir á Islandi? „Þeirhjá plötufyrirtækinu hringdu í okkur einn daginn til að hressa okkur við og sögðu okkur að við þeir báðir og brostu og blikkuðu. Talið berst aftur að plötunni Broadcast. „Veistu hvort hún kemur út á íslandi?“ spurði Nick áhugasam- ur. Ég taldi það nokkuð öruggt. „Flott, það em tiu lög á henni, öll samin af okkur. Þetta er allt frá ást- arlögum til umfjöllunar um pólitik, trú og furður veraldar. Lesa íslensk- ir krakkar textana eða hafa þeir bara áhuga á laglínunum?“ Ég sagði að þeir syngju með en spurði þá svo nánar út í þessa pólitík þeirra. Kevin tók að sér að útskýra hana. „Þetta er ekki flokkapólitík heldur persónu- leg pólitík, pólitík einstaklingsins, ákveðið viðhorf sem hvetur fólk tií vinsældalistanum, þetta var í fyrsta sinn sem við náðum svo hátt á nokkr- um lista. Við munum aldrei gleyma því, það eru okkar skilaboð, og ef það verður mögulegt munum við koma i heimsókn á næsta ári. Það gæti orðið gaman.“ Við kvöddumst með virktum og á heimleiðinni velti ég þvi fyrir mér hvort hljómsveitin Cutting Crew ætti eftir að verða heimsfræg einn góðan veðurdag eða hvort þeir félag- ar yrðu gleymdir og grafnir eftir árið. Spurningin er hvort vilji þeirra og einbeiting verði nóg til að ná tak- markinu. Ingunn Ólafsdóttir. Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum íbílnum! Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. UREYFIH 68 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.