Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 8
52 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. - myndaflokkur um Raoul WaUenberg „Ég er hugrakkari ef ég hef skammbyssu," útskýrði ungur stjór- narerindreki þegar hann mætti í sænska sendiráðið í Búdapest þann 9. júlí árið 1944. Hann þótti ekki að öllu leyti útbúinn að hætti manna í hans stöðu. Hann var í stormúlpu, með tvo bakpoka, svefnpoka og skammbyssuna. Þarna var hann komin til starfa við verkefni sem æ síðan hefur verið talið til helstu hetjudáða styrjaldar- áranna. Þennan sumardag var Raoul Wallenberg kominn til starfa í sænska sendiráðinu í Búdapest og hafði það verkefni að bjarga þúsund- um gyðinga úr borginni. Þessi mynd var tekin af Raoul Wallenberg I Búdapest. Hann hvarf 33 ára gamall. SS-foringinn Adolf Eichmann og sendiráðsritarinn Raoul Wallenberg. Þjóðsagnapersóna Það er ef til vill vonum seinna að gerð er sjónvarpsmynd um þennan mann sem allt til þessa dags hefur vakið forvitni manna. Afrek hans nægja ein til að halda nafni hans á lofti og þegar við bætist að örlög hans eru hulin í mistri þjóðsagna þá er þess væntanlega langt að bíða að minning hans gleymist. Saga Wallenbergs minnir á helgi- sögur og er það undirstrikað í nafni sjónvarpsþáttanna sem RÚV sjón- varp byrjar að sýna á morgun. Þættirnir nefnast Wallenberg - hetjusaga. Þeir hafa undanfarin misseri verið sýndir við miklar vinsældir víða um lönd. Hlutverk Wallenbergs leikur Richard Chamberlain'. Hann á að baki frægan feril sem sjónvarpsleik- ari. Skemmst er að minnast að hann fór með aðalhlutverkið í Þymifugl- unum og einnig skömmu síðar í Herstjóranum. Og það er margt fleira af frægu fólki sem lagði hönd á plóginn við gerð þáttanna um Wallenberg. Framleiðendumir, Dick Berg og Ric- hard Irving, hafa verið iðnir við gerð sjónvarpsmynda undanfarin ár. Frá þeirra hendi hafa komið þættir á borð við Masada, Blikur á lofti, Hel- fórina og Herstjórann þar sem Chamberlain hóf að vinna með þeim. Bibi Anderson meðal leik- enda Handritið gerir Gerald Green en hann átti einnig heiðurinn af hand- riti Helfararinnar sem sýnd var hér í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Meðal frægra leikara má nefna Bibi Anderson sem leikur Maj Wallen- berg. Kenneth Colley fer með hlut- verk hins alræmda SS foringja, Adolfs Eichmann, sem Wallenberg átti i höggi við í Búdapest seinasta ár stríðsins. Sagan af Wallenberg hefst vorið 1944 þegar dregur að því að hann fari til Búdapest. Wallenberg var af frægri ætt viðskiptajöfra í Svíþjóð. Frændur hans hafa m.a. verið í sviðs- Ijósinu hér á landi nú í ár. Það var Jacob, föðurbróðir hans, sem kom fjármálaveldi Wallenberganna á fót en faðir Raouls var flotaforingi og sjálfur hlaut Raoul menntun sína sem arkitekt. Hann sneri sér þó að viðskiptum um tíma áður en hann gekk í sænsku utanríkisþjónustuna. Raoul var einn af stjórnendum sænsks fyrirtækis sem kallað var Miðevrópska verslunarfélagið. í þjónustu þess ferðaðist hann víða um Mið-Evrópu og var sérstaklega kunnugur ungverskum máleínum. Vegna þessarar þekkingar var Wall- enberg beðinn af hjálparstofnunum í Bandaríkjunum og gyðingum þar að fara til Búdapest og freista þess að bjarga gyðingum í borginni. Sænsk yfirvöld samþykktu að hann fengi stöðu sem annar sendiráðsrit- ari við sænska sendiráðið í borginni. Sem slíkur mætti hann til starfa þann 9. júlí árið 1944. Þýskur her í Ungverjalandi Þá höfðu þeir atburðir gerst í Ung- verjalandi að þýskur her var sestur þar að. Ungverska stjórnin hafði öll stríðsárin íylgt Hitler að málum og lagt nokkurn herafla til bardaganna á austurvígstöðvunum. Hitler efaðist þó um að full heilindi byggju að baki hjá Ungverjum, einkum eftir að stríðsgæfan tók að gerast fráhverf Þjóðverjum. Með komu þýska hersins til Ung- verjalands vorið 1944 hófust ofsóknir gegn gyðingum í landinu. Talið er að ungverskir væru um 400 þúsund við komu Þjóðverja. Þeir hófu þegar flutninga gyðinga af landsbyggðinni í útrýmingarbúðir í Póllandi. Svo var komið um mitt sumar að einungis voru eftir um 120 þúsund gyðingar í Búdapest þegar hafist var handa um að bjarga þeim úr landi. Þar voru Wallenberg og samstarfsmenn hans við sænska sendiráðið í eldlínunni. Wallenberg hóf að gefa út sænsk vegabréf fyrir gyðinga í borginni og útvega þeim húsnæði sem formlega átti að vera fyrir starfsfólk sendi- ráðsins. Bið varð þó á að mögulegt væri að flytja gyðingana úr landi. Ungverska stjórnin ábyrgðist að menn með sænskt vegabréf yrðu ekki fluttir úr borginni. Það sama gilti um gyðinga sem fengu vegabréf ann- arra þjóða. T.d. gaf svissneski sendi- herrann út fjölda vegabréfa í nafni E1 Salvador en hann gætti hagsmuna þess ríkis í Ungverjalandi. Það sama

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.