Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 6
50 LAUGARDAGUR 29. NÖVEMBER 1986. Texti og myndir: Sigurjón Jóhannsson íslenska skáksveitin á ólympíu- skákmótinu í Dubai er til alls líkleg. Strákamir eru allir á heims- mælikvarða, fjórir ungir stórmeist- arar á fjórum fyrstu borðum og stórmeistari og alþjóðlegur meist- ari varamenn! Jafntefli við Sovétmenn lofar sannarlega góðu, en því má ekki gleyma að heppni eða óheppni í síðustu tveimur umferðum getur ráóið úrslitum um endanlegt sæti. í kjölfar heimsmeistaraeinvígis- ins milli Fischers og Spasskýs greip skákbakterían fjölda unglinga og á næstu árum komu fram nokkrir mjög efnilegir unglingar. Aðalsveit okkar sprettur upp úr þessum hópi, en því má ekki gleyma að við áttum þá fyrir tvo stórmeistara, þá Frið- rik og Guðmund. Guðmundur fékk stórmeistaratitil árið 1974. Jóhann Þ. Jónsson skrifar þá í tímaritið Skák: „Á undanfömum ámm hefur þótt augljóst, að Guðmundur hreppti þennan titil, aðeins tímaspursmál hvenær. Með þessum árangri hefur hann skipað Islendingum óumdeil- anlega í fremstu röð skákþjóða á Norðurlöndum og jafnvel víðar...“ Sem sagt, 12 árum síðar skipar Guðmundur varamannssæti á ólympíuskákmóti. Þetta hefur réttilega verið kallað „íslenska skáksprengingin!“ Jafnhliða „skáksprengingunni" féllu margir fyrir skákgyðjunni á annan hátt, þ.e. urðu hrifnir af íþróttinni sem slíkri og uppgötvuðu að skákin kitlaði ýmis vitsmuna- og tilfinningasvið. Það em margir sem telja það sína bestu skemmtun að fylgjast með skákmótum. Mér datt í hug að leita í gömlum filmum og athuga hvað ég ætti af myndum af Helga, Margeiri, Jóni L. og Jóhanni frá þeim árum er þeir komu fyrst fram í sviðsljósið. Myndirnar em allar teknar fyrir ca 12-13 árum. Um leið kannaði ég í tímaritinu Skák hvenær þeirra væri fyrst getið í stærri mótum. Helgi Ólafsson Helgi varð unglingameistari ís- lands árið 1970, líklega 14 ára gamall. Árið 1971 er hann í 2.^4. sæti í 2. flokki á skákþingi Islands. Á skákþingi íslands 1972 er Helgi kominn í meistaraflokk, en lendir þar í 16.-24. sæti. Á skákþingi Reykjavíkur 1974 keppir Helgi í B-riðli og lenti í öðru sæti með 8,5 v. en Gylfi Magnússon hafði hálfum vinningi betur í þeim riðli. Á skákþingi Islands 1974 sigrar Helgi í meistaraflokki og tapar engri skák. VetUrinn 1973-4 sigraði Helgi í jólahraðskákmóti T.R., Reykjavíkurmótinu og varð þar að auki hraðskákmeistari Is-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.