Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. 63 Þegar naf'n þeirra Taviani-bræðra ber á góma kemur yfirleitt fyrst upp í hugann mynd þeirra Padre Padr- one sem þeir gerðu 1976/1977 og hlaut gullverðlaunin á Cannes kvik- myndahátíðinni 1977. Hún var byggð á ævisögu Sardiníubúans Gavino Ledda og rakti æsku hans, en í 14 ár lifði Ledda í nær algerri einangrun í óbyggðum. Þessi mynd var sýnd í Fjalakettin- um, kvikmyndaklúbbi framhalds- skóla, árið 1978. Þegar litið er aftur í tímann kemur greinilega í ljós hve miklu menningarlegu hlutverki þessi kvikmyndaklúbbur gegndi og það er synd að ekki skyldi hafa tekist að halda í honum lífinu. Öll helstu kvik- myndaverk þeirra tíma, sem ekki áttu upp á pallborðið í almennum kvikmyndahúsum, komu fyrr en síð- ar á hvíta tjaldið í klúbbnum. Það er m.a. vegna klúbbsins sem grund- völlur er að halda áfram „mánudags- myndum" Háskólabíós sem nú eru að vísu sýndar í Regnboganum og reyndar alla daga vikunnar. Það er einnig forvitnilegt að á þessum sýn- ingum má sjá að hluta sömu andlitin og sóttu kvikmyndaklúbb framhalds- skólanna í þá tíð. Þessir sönnu kvikmyndaáhugamenn eiga ekki marga möguleika lengur til að svala kvikmyndafræðilegum þorsta sínum og því ber að þakka forráðamönnum Regnbogans fyrir það framtak að hafa endurvakið til lífsins „mánu- dagsmyndirnar". Hins vegar þarf að vanda valið vel og reyna að leita sem víðast fanga til að geta boðið upp á það besta hverju sinni. Óskir San Lorenzo nóttin er gerð 1981. Á Ítalíu kallast nóttin þann 10. ágúst San Lorenzo nóttin því sagan segir að sé himinn heiður og sjá megi stjörnuhröp þá uppfyllist jafnmargar óskir og stjörnuhröpin verða. Mynd- in hefst 10. ágúst og segir frá móður Regnbogiim hefur að undanfömu sýnt sem mánudagsmynd San Lorenzo nóttin sem leikstýrt er af ítölsku bræðrunum Paolo og Vittorio Taviani sem óskar sér að lítil dóttir hennar gæti upplifað og fengið sanna mynd af því hvemig hún sjálf sex ára göm- ul sá og heyrði eina viku í ágúst 1944. Síðari heimsstyrjöldin var á fullu og Þjóðverjarnir ásamt fasist- unum höfðu komið sprengjum í San Martino sem er lítið þorp í Tuscany. Ætlunin var að sprengja þorpið í loft upp þegar þar að kæmi til að hindra framgang Bandaríkjahers. Bæjarbúum er tjáð að eini griða- staður þeirra sé kirkjan í þorpinu. En ekki eru allir sáttir við að láta smala sér þangað og helmingur íbú- anna ákveður að laumast burtu í skjóli næturinnar og aðvara Banda- ríkjamennina. Skömmu eftir að þeir eru lagðir af stað heyra þeir spreng- ingar miklar. Þjóðverjar höfðu látið verða af hótunum sínum. En ekki einu sinni kirkjan var látin standa og var sprengd með tilheyrandi manntjóni. Blóðugur bardagi Litla stúlkan, sem áhorfendur fylgjast með gegnum atburðina, var ein af þeim sem flúðu. Þegar hún heyrir sprengingarnar áttar hún sig á því að heimili hennar er horfið. En hörmungamar eru ekki yfir- staðnar fyrir litlu stúlkuna. Hópurinn kemur að kornakri þar sem nokkrar konur eru að vinna. Þeim til hjálpar eru meðlimir úr neð- anjarðarhreyfingunni. Bæjarbúar slást í hópinn og fara að aðstoða. En friðsældin er rofin þegar vörubíll birtist, hlaðinn fasistum. Innan skamms hefjast blóðug átök þar sem engum er hlíft, hvorki konum né börnum. Fasistarnir hörfa meðan beðið er eftir liðsstyrk og á meðan nota meðlimir neðanjarðarhreyfing- arinnar ásamt bæjarbúum tækifærið til að flýja. í lok myndarinnar koma þeir að einhverjum óþekktum bæ og dvelja þar næturlangt. Við sólarupprás birtast Bandaríkjamennirnir. Mar- tröðin er á enda og tími kominn til að snúa við og hefja uppbyggingar- starfið. Taviani-bræðurnir fæddust í San Miniato, ekki fjarri Pisa; Vittorio þann tuttugasta september 1929 og hinn bróðirinn, Paolo, í nóvember tveimur árum síðar. Fyrstu afskipti þeirra af kvikmyndum voru að stýra kvikmyndaklúbbnum í Pisa sem lík- lega hefur verið í stíl við Fjalakött- inn hér heima. Þeir komu einnig við sögu í leikhúslífi Pisa og færðu á svið tvö verk fyrir Teatro di Massa. Kvikmyndir Fjölbreytileg verkefni Árið 1954 fluttu þeir til Rómar og gerðu ásamt félaga sínum, Cesare Zavattini, sína fyrstu kvikmynd sem bar heitið San Miniato july 1944. Þetta var stutt mynd sem fjallaði raunar um líka atburði og San Lor- enzo nóttin. Næstu árin unnu þeir sem aðstoð- armenn þekktra leikstjóra eins og Rossellini, Emmer og Pellegrini ásamt því að gera heimildarmyndif með Valentino Orsini. Af þeim myndum má nefna Pittori in citta svo og L’Italia non e’un paese povero sem mætti þýða sem „Ítalía er ekki fátækt land“. Það var þó ekki fyrr en 1962 að þeir bræðumir gerðu sína fyrstu mynd í fullri lengd og var hún unnin í samvinnu við Orsini eins og áður. Hún fjallaði um Mafíuna og bar heitið Un uomo da bruciare. Árið 1964 kom myndin I fuorilegge del matrimonio sem fjallaði uro skilnaði á Ítalíu, I sovversivi sem byggð var að hluta á dauða leiðtoga ítalska kommúnistaflokksins, Palm- iro Togliatti, og svo Sotto il segno dello scorpione. Fram að Padre Padrone gerðu þeir bræðurnir tvær aðrar myndir en eftir gullverðlaunin í Cannes varð eftirleikurinn auð- veldur. Þeir Taviani-bræðumir eiga auð- velt með að ná til fólks með myndum sfnum. Þótt þeir séu mjög ólíkir per- sónuleikar virðist samstarfið ganga vel. Þeir undirbúa myndir sínar vel, gefa sér góðan tíma í að skrifa hand- ritið og skiptast á að leikstýra atriðum í sömu myndinni. Gegnum árin hafa þeir komið upp sínum eigin boðkerfum þannig að þeir virðast yfirleitt vita hvað hinn hefur í huga. Þótt hér sé um fimm ára gamla mynd að ræða er alltaf gaman að sjá verk þeirra Taviani-bræðra. Við skulum þó vona að þegar næsta mynd þeirra birtist hér á landi líði ekki svona langur tími á milli. B.H. Sovésk kvikmyndavika Um þessa helgi hefst sovésk kvikmyndavika í Regnboganum Sýndar verða myndirnar Sú fal- legasta, Frosin kirsuber, Jassmenn, Tækifærisgifting, Ég er að tala við þig og Það er tími til að lifa, það er tími til að elska. Hér kennir margra grasa. Sú fal- legasta er ástarsaga í gamansöm- um dúr og fjallar um ógifta stúlku sem vinnur á verkfræðistofu. Vin- konu hennar finnst að nú sé kominn tími til að hún giftist og ákveður að grípa til sinna ráða. Tækisfærisgifting er einnig í gamansömum tón þótt undir yfir- borðinu sé alvarlegur tónn. Tvö ungmenni frá Moskvu hittast af tilviljun á styrjaldarárunum og verða ástfangin. En hann fer á víg- stöðvarnar og snýr ekki aftur. í aðalhlutverkum eru þekktir sové- skir leikarar. Frosin kirsuber fjallar einnig um ástina og segir frá ungri hæfi- leikaríkri leikkonu sem býr ein með syni sínum. Hana dreymir um hjónaband en sá sem hún elskar er giftur. Jassmenn flokkast sem tónlistarmynd, enda er tónlistin þar í aðalhlutverki. Fjallar myndin um unga tónlistarmenn sem eru að hefja tónlistarferil sinn á þriðja áratugnum. Ég er að tala við þig er með þekkta poppstjörnu í aðal- hlutverki. Myndin er í formi heimildarmyndar og á að sýna listamanninn eins og hann kemur klæddur til dyranna. Hér virðast vera á ferðinni mynd- ir sem ættu að geta gefið einhverja mynd af því sem er að gerast í so- véskri kvikmyndagerð. Myndirnar eru tiltölulega ólíkar að gerð og eiga flestir að geta valið sér mynd við hæfi. B.H. Það er söngkonan Alla Pugacheva sem fer með aðalhlutverkið I ÉG ER AÐ TALA VIÐ ÞIG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.