Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. 53 Richard Chamberlain í hlutverki Wallenbergs. gerði sendiherra páfastóls þótt hann hefði ekki leyfi páfa til þess. Þúsundir vegabréfa Rauði krossinn í borginni aðstoð- aði við að afla matar og lyfja fyrir gyðingana. Eftir stríðið varð ljóst að ekki færri en 50 þúsund gyðingar höfðu fengið vegabréf frá hinum ýmsu löndum. Haustið 1944 tóku ungverskir fas- istar öll völd í landinu með aðstoð þýska hersins. Á sama tíma nálgaðist sovéski herinn landið og tímabil mikillar óvissu tók við. Ungverskir fasistar þekktu til Wallenbergs og hugsuðu honum þegjandi þörfina. Þjóðverjar hikuðu við að ráðast gegn hagsmunum Svía. Undir áramót varð ljóst að til tíð- inda hlaut að draga. Sovétmenn hófu lokasóknina um jólaleytið og stjórn- leysi ríkti í borginni. Sveitir fasista fóru sínu fram í borginni og settust m.a. um sænska sendiráðið. Svíarnir leituðu nokkrir skjóls í sendiráði Sviss en starfsmenn þess voru enn látnir óáreittir. Alls staðar nálægur Samstarfsmenn Wallenbergs sáu hann síðast þann 10. janúar 1945. Þá var enn barist í borginni og allt óvíst um hvernig mögulegt yrði að koma gyðingunum burt. Þá var ár- angurslaust reynt að fá leyfi Eich- manns, yfirmanns SS á svæðinu, til að flytja gyðingana burt. Það voru atburðir þessara daga sem hafa lagt til megnið af þjóðsögunum sem enn ganga af Wallenberg. Hann virtist alls staðar nálægur. Þjóðverjar unnu ötullega að því að koma höndum yfir gyðinga meðan Wallenberg dreifði sænskum vegabréfum og krafðist þess að sænskir ríkisborgarar yrðu látnir í friði. Hve mörgum gyðingum var þannig bjargað á síðustu stundu er ekki vit- að en þeir eru ófáir gyðingarnir sem hafa sögu að segja af Wallenberg þegar hann birtist meðal þýsku SS mannanna og krafðist þess að fá að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu handtekið menn með sænsk vega- bréf. Þjóðverjum var annt um að skaða ekki sambandið við Svíþjóð og létu undan. Þar kom að Sovétmenn tóku borg- ina og Svíamir, og þar á meðal Wallenberg, lentu í höndum þeirra. Allir fengu þó að fara frjálsir ferða sinna nema hann. Til Wallenbergs hefur ekkert spurst síðan svo vitað sé með vissu. Talið er að Sovétmenn hafi litið á Wallenberg sem njósnara og því tekið hann til fanga. Óljós örlög Haft er eftir svissneskum sendi- ráðsmönnum sem Sovétmenn yfir- heyrðu að Wallenberg hafi þá einnig sætt yfirheyrslum. Þegar tóku að myndast þjóðsögur um afdrif Wall- enbergs. Hann átti að hafa sést í Búdapest eftir striðið. Aðrar sögur voru um að hann hefði látið lífið í lokaátökunum í borginni. Langlíf- astar hafa þó orðið sögurnar af veru hans í sovéskum fangabúðum. Sovétmenn neituðu í fyrstu að vita nokkuð um afdrif Wallenbergs. Það sama gilti raunar um nokkra sviss- Wallenberg á úrslitastundu í Búdapest. neska sendiráðsmenn sem síðar var skilað í skiptum fyrir sovéska lið- hlaupa þannig að Sovétmönnum gekk illa að sannfæra sænsku stjórn- ina um að þeir hefðu Wallenberg ekki i haldi. Fljótlega eftir stríðið fóru einnig að berast sögur frá mönnum, sem setið höfði í sovéskum fangelsum, um að Wallenberg hefði verið þar í haldi. Sænska stjórnin átti þó óhægt um vik að beita sér í málinu því það gat skaðað mjög samskipti landanna því Sovétmenn neituðu staðfastlega að vita nokkuð um örlög Wallenbergs. Síðar hafa Sovétmenn þó viður- kennt að hafa tekið Wallenberg til fanga og að hann hafi látist í fang- elsi árið 1947. Ástæðurnar fyrir handtöku Wallenbergs eru þó óljós- ar. Þó er talið að Sovétmenn hafi haldið að Wallenberg hafi gegnt öðru hlutverki í Búdapest en að bjarga gyðingum. Wallenberg var í Búda- pest á vegum bandarískra samtaka þótt hann hafi verið skráður sem annar sendiráðsritari við sænska sendiráðið. Þeir kunna því að hafa grunað hann um að ganga fyrst og fremst erinda Bandaríkjamanna þótt sánnanir fyrir slíku hafi aldrei komið fram. Svíar vilja skýr svör í Svíþjóð hafa frá stríðslokum verið starfandi opinberar og óopinberar nefndir sem hafa haft það verkefni að grafast fyrir um örlög Wallen- bergs. Þessar nefndir hafa ýmis gögn þess efnis að Wallenberg hafi sést í sovéskum fangelsum fram undir þennan dag. Ef hann er enn á lífi ætti hann að vera 74 ára gamall. Málinu er engan veginn lokið þótt Sovétmenn haldi fast við söguna um dauða Wallenbergs árið 1947 og ekki hefur sýning sjónvarpsþáttanna um hann dregið úr áhuga almennings. GK s <. j | W t I) t \ SYTDOKS/ u; A. K<f> K*KtSfwa \ hv#* *- * S<tc>d K>*■> Kmí- • N-V'í öííí f> * H *** ■' ? » ' 5 i »«}.»»> i \>- ■iv»5» «>f i }»>í »' «£<■<» í>>■«<}.rí<}»*>><r>*x« *>*»>?<;iiCií vlíH í 5'.<ÍSL íí5: í.sfrí V'vfXSríiS Ví 4 Sy í i> if. Yí 41 < <' Þannig voru vegabréfin sem sænska sendiráðið afhenti gyðingum í Búda- pest. FINM í pyRSTA SÆTI Hafið samband í síma 24790 eða 24966 Stuðningsmenn Kristín, Finnur, Fanný og Ingi Þór. atorka ábyréð rcynsla Finnur Ingólfsson hefur með störfum sínum áunnið sér mikið traust. Því hafa honum verið falin mörg trúnaðarstörf: • Formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. ' Stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta. • Formaður Samb. ungra framsóknarmanna. • í stjórn Framsóknarflokksins. • Aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Styðjum ungan mann með dýrmæta reynslu í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík 29. og 30. nóv. n.k.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.