Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. 61 Sérstæð sakamál Til Bandaríkjanna Alfredo fór þó með Fay til Flórída. Þangað kom hún 6. mars í fyrra. Hún leitaði til lögreglunnar sem fannst saga hennar í fyrstu afar einkennileg en fór þó að rannsaka málið. Kom þá í ljós að Fay Monroe var talin hafa drukknað árið 1973 og hafði lík hennar aldrei fundist. Nú var alríkislögreglan, FBI, köll- uð til. Hún komst svo brátt að því að Fay Monroe var sú sem hún sagð- ist vera. Það tók FBI hálfan annan mánuð að finna Larry Monroe. Kom þá í ljós að fyrri kona hans, Bernice, hafði dáið á sama hátt og talið hafði verið að Fay hefði dáið. Monroe yfirheyrður FBI tók nú Larry Monroe til yfir- heyrslu. Kvaðst hann ekki skilja hvers vegna hún væri nú að rann- saka svona gamalt mál. Það væri líka til lítils að spyrja sig um einstök atriði því það væri farið að fyrnast yfir þau tólf árum síðar. Er yfirheyrslan hafði staðið í tvær klukkustundir var barið að dyrum og stóð þá FBI-maður fyrir utan. Við hlið hans stóð kona. Monroe sneri sér að þeim og sá hana. f margar mínútur gat hann ekkert sagt. Hann hreyfði varirnar en kom engu orði upp. Konan, sem hann hafði fyrir augunum, var að vísu allmiklu eldri en sú Fay sem hann hafði verið kvæntur og hún hafði þyngst og var komin með hrukkur í framan. Það lék þó enginn vafi á því að þama stóð sú sama Fay Monroe sem hann taldi sig hafa kastað fyrir borð seint um kvöld árið 1973 og nú var komið fram á árið 1985. „Ég hélt þú værir dáin,“ sagði hann loks. „Ég hef það ágætt,“ sagði hún þá en það gætti mikils kulda í röddinni. „Aumingi eins og þú getur ekki drep- ið mig.“ Áhugi FBI-mannanna á því að fá Monroe dreginn fyrir rétt var nú orðinn mikill en það var þó ekki hægt nema ákæra yrði lögð fram. Því sneri einn lögreglumannanna sér að Fay og sagði: „Er þetta maðurinn sem hrinti þér fyrir borð?“ Áður en hún gat svarað greip Monroe fram í fyrir henni: „Nei, ég hrinti þér ekki fyrir borð, Fay. Segðu þeim að þetta hafi verið slys.“ Fay svaraði ekki. Hún horfði bara á þennan vesæla mann, sem sat fyrir framan hana, um stund en svo hló hún fyrirlitlega og sagði: „Ég veit hvað kom fyrir þarna úti og það ger- ir þú líka. Það hvílir á þinni sam- visku en ekki minni." Þá sneri hún sér að einum FBI- mannanna og sagði: „Ætlið þið að ákæra hann?“ „Það verðum við að gera ef hann hefur framið afbrot en þó er það for- senda að þú komir í réttinn og staðfestir að svo hafi verið.“ „Ég nenni ekki að eyða tíma mín- um í svona mannleysu," sagði hún þá. „Nú veit ég hvaða mann hann hefur að geyma og ég ráðlegg ykkur að hafa auga með honum.“ Svo sneri Fay sér frá Monroe og gekk á dyr. FBI-mennimir gerðu sitt besta til þess að fá hana til að ákæra Monroe og bera vitni gegn honum svo koma mætti honum á bak við lás og slá því víst þótti að hann hefði að minnsta kosti eitt morð á samvisk- unni og hefði þar að auki ætlað sér að myrða seinni konu sína. Fay Monroe - öðru nafni Angelina Rodr- iguez - fékkst þó ekki til þess. Hún vildi bara komast aftur til Flórída. Hún fékk að fara þangað og svo leið ekki á löngu þar til gamall fiskibátur lagði frá landi. V'ið stýrið stóð Al- fredo. Sneri við honum baki Jessie Schulman var fljótlega gerð grein fyrir því sem komið hafði í ljós um fortíð Larrys Monroe. Hún sneri því við honum baki. Monroe býr enn í Los Angeles en það þykir heldur ósennilegt að hann eigi eftir að leika gamla leikinn á ný. Alríkislögreglan fylgist vel með honum og skyldi hann reyna að myrða einhvern er næsta víst að hún á ekki eftir að liggja á liði sínu við að koma honum á bak við lás og slá. Fay Monroe - eöa Angelina Rodriguez eins og hún heitir nú - árið 1985. Atvinna - Bílamálari Höldur sf. Akureyri vill ráða verkstjóra á málningar- verkstæði sitt. Við leitum að manni vönum bílasprautun. Helst með full réttindi. Góð vinnuaðstaða. - Góð laun. Upplýsingar gefa: Vilhelm Ágústsson í síma 96-21715 og Baldur Ágústsson í síma 91-31815. Höldursf. Tryggvabraut 12, Akureyri. Eyrað er undratæki. Viðtakandi túlkur og dómari. Eyrað kann að meta það sem því er gert gott. Þetta verður þú að hafa í huga við vinnslu tónlistar útvarpsauglýsinga og við þáttagerð. Við förum engar krókaleiðir: ef upphafshljómur- inn er skýr er enda- takmarkinu náð. Við erum vinir eyrans. HLJÓÐA KLETTUR Hljóðver • Klapparstíg 28 • Reykjavík • sími 28630 SÝNING ____í dag, 29. nóv. kl. 10-16. ____Gjörið svo vel og lítiö inn. Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum ein- göngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna, sérsmíðum. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. eldhústæki. JPinnréttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.