Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 10
54 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. Cutting Crew í einkaviðtali við DV: Það hefur verið sagt um breska poppheiminn að hann sé það eina í efnahagslífinu þar sem allt virðist á uppleið á þessum síðustu og verstu er að koma út um þessar mundir. Þessa dagana er hljómsveitin á tónleikaferðalagi um England og hefur hún alls staðar leikið fyrir fullu húsi. Undirrituð hitti þá félaga fyrir tónleika þeirra í Stafford til að for- vitnast svolítið um framtíð og fortíð Cutting Crew. Hittust í Kanada Viðtalið fór fram í litlu búnings- herbergi sem var fullt af hljóðfærum og bjórkössum. Fastir meðlimir hljómsveitarinnar eru fjórir: Nick Van Eede, sem syngur og leikur á gítar og hljómborð, Kevin Macmic- hael á gítar, Colin Farley á bassa og Martin Beedle trymbill. Nick og Kevin eru forsprakkar sveitarinnar og tóku að sér að svara spurningum mínum. Við settumst við lítið borð, ég kveikti á segulbandinu, Kevin kveikti sér i sígarettu og Nick dreypti á einhverjum undradrykk, með sítrónu og hunangi, til að styrkja röddina fyrir átök kvöldsins. Við byrjuðum á byrjuninni og þeir sögðu mér frá því hvemig saga hljómsveitarinnar hófst fyrir þrem árum þegar þeir tveir hittust í Kanada. Nick var þá í breskri hljóm- sveit sem hét Drivers. Þeim hafði ekki gengið nógu vel á heimaslóðum og ákváðu að freista gæfunnar í allt í sundur. Þegar hann var átta Nick sagði frá því þegar þeir próf- ára ákváðu foreldrar hans, sem voru uðu Martin: „Það var svolítið Kevin Macm/chael 3'*aristi. tímum. Fyrirtæki, sem fjárfest hafa í poppiðnaðinum, hafa margfaldað veltu sína á örfáum árum og nú hafa meira að segja verið settar upp deild- ir í skólum þar sem fólk getur lært allt um frumskóg poppiðnaðarins og i því ekki að reyna að nota sér það á tímum atvinnuleysis og vonleysis? Samkeppnin er þó hörð í popp- bransanum eins og annars staðar og maður þarf að hafa bein í nefinu til að komast áfram. Hljómsveitin Cutt- ing Crew er á meðal þeirra sem eru staðráðnir í að gera það gott og hafa nýlega séð glitta í frægðarljósið. Fyrsta vísbendingin um komandi velgengni var þegar þeir komust á topp íslenska vinsældalistans fyrir skömmu með lag sitt I just died in your arms. Aldrei fyrr höfðu þeir náð svo hátt á nokkrum lista. Stuttu síð- ar komust þeir í fjórða sæti breska listans og byrjuðu jafnframt að fikra sig upp listana í Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Þýskalandi og víðar. Lagið var gefið út á lítilli plötu og er und- anfari plötu þeirra, Broadcast, sem Kanada þar sem þeim vegnaði mun betur. Á tónleikaferðalagi sínu um austurströnd Kanada hittu þeir Ke- vin sem er fæddur og uppalinn í Nova Scotia. Hann var þá í kana- dískri hljómsveit sem hét Fast Forward. Kevin hreifst af lögum Nicks og söngstíl og Nick líkaði vel við tónlistarflutning Kevins. Þeir ræddu um mögulega samvinnu en það tók þá meira en ár að losna út úr plötusamningum og fyrri skuld- bindingum. Kevin losnaði reyndar ekki fyrr en hljómsveitin hans lenti í bílslysi þar sem allir slösuðust al- varlega nema hann. Hann fór til Englands og þeir Nick auglýstu eftir trommara og bassaleikara í nýja hljómsveit. I London fundu þeir síð- an Colin og Martin sem nú höfðu slegist í hópinn í búningsherberginu. Colin sneri sér strax að því að mála sig í framan fyrir tónleikana en Martin fór að slá allt sem fyrir varð með trommukjuðunum. Hann sagði að hann hefði varla verið farinn að ganga þegar hann var farinn að beija Bassaleikarinn Colin Farley. orðnir langþreyttir á gauragangin- um, að reyna að mennta strákinn í faginu. Hann var því sendur 160 kíló- metra leið frá Hull til Leeds aðra hverja viku til að nema trommuslátt hjá reyndum jasstrommara. Áður en hann hóf að berja húðir með Cutting Crew sigldi hann um heiminn í þrjú ár með skemmtiferðaskipinu QE2 (Queen Elizabeth annarri) þar sem hann fór í hvít kjólföt á hverju kvöldi og spilaði allt frá fönki niður í char- leston. Martin tekur Cutting Crew greinilega ekki eins alvarlega og Nick og Kevin. Hann lýsti því stríðn- islega yfir að það væri ekki ólíklegt að Cutting Crew yrði einhvem tíma uppáhaldshljómsveitin sín. sniðugt, því hann er, eða réttara sagt var, mjög kurteis ungur maður og þegar hann kom spurði hann auð- mjúkur hvar hann ætti að láta trommurnar. Við bjuggumst ekki við miklu af honum en þegar hann byrj- aði var rosakraftur í honum. Hann er mjög góður trommari." Góð samvinna Nick semur öll lögin en Kvein er ómissandi þegar kemur að útsetn- ingu og flutningi. Nick skýrir samband þeirra: „Mér fannst ég allt- af geta samið góð lög en ég gat aldrei komið þeim frá mér á plötu eins og ég heyrði þau hljóma í huganum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.