Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 4
48 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. Götumynd (rá Shanghai. Á sunnudegi fara 14,5 milljónir manna í göngutúr. Ferðalangar DV í ævintýrum í Kína „Það kvað vera fallegt í Kína," keisarans hallimar skína...“ En hallimar sem og annað voru þó sveipaðar leyndardómshulu þang- að til í lok 7. áratugarins er bambustjaldinu var lyft á nýjan leik. Ein af ástæðum opnunarinnar var þörf fyrir erlendan gjald- eyri... sem ferðamenn færa með sér í ríkum mæli. Og árið 1981 nældu Kínverjar sér í tæpar 800 milljónir Bandaríkjadala sem verð- ur bara að teljast nokkuð gott! Síðan 1949 hefur ferðamönum í Kína fjölgað um 7 milljón%! Alls koma ár hvert á 8 milljón ferða- langa til Kína, þar af mikill meiri- hluti brottfluttir Kínverjar (Overseas Chineese), þótt Vestur- landabúum fari nú ört fjölgandi. Þjóðir í uppáhaldi Það var fyrst árið 1978 sem kín- versk stjómvöld fóru að gefa út vegabréfsáritanir. Þeir fyrstu sem fengu áritanir voru Svíar og Frakkar, þjóðir í uppáhaldi hjá Kínverjum, og íslendingar. Þetta vom þó aðallega skipulagðar hóp- ferðir sem hlutu náð fyrir augum yfirvaldsins. Hinn sjálfstæði ferða- maður átti enn langt i land. - Skyndilega 1981 var svo farið að gefa út vegabréfsáritanir á færi- bandi í anda fimm ára áætlunar- innar. 1982-83 mátti heita að nær allir sem komu til Hong Kong væru á leið til Kína. Eftir allt saman, fólk var búið að bíða eftir því í 30 ár að berja risann augum á eigin spýtur - að sjá hvaó „félagarnir“ höfðu dundað sér við síðustu 30 árin! Kína kom flestum á óvart. Það mátti helst líkja því við að hoppa út úr Technicolour yfir í svarthvíta bíómynd, að fara frá Hong Kong til Beijing. Eftir ljósa- dýrð neonskiltanna var Beijing fremur gráleit. En áhrifamikil. - Torg hins himneska friðar (Tian- amen Square) fær mann til að grípa andann á lofti, það er ótrúleg til- finning að standa á torginu miðju, sem er um 40 hektarar og rúmar auðveldlega milljón manns! Við norðurenda torgsins stendur hið risastóra grafhýsi Maós. Keisaraborgin Til austurs er hið kínverska sögu- og byltingarsafn, til vesturs Hin mikla höll fólksins og loks við suð- urendann er „The forbidden City“, sem var heimili keisarans í Kína i 500 ár. Fyrir 200 árum var aðgangs- eyririnn í hana dauðadómur... en hefur nú lækkað niður í 10 fen. Tianamen Torg er hjarta Beijing- borgar og er sífellt iðandi af lífi. - Við sólarupprás fyllist torgið af bráðhressum öldungum sem halda sér í formi með hinni frægu kín- versku bardagalist. Á hverjum degi koma þarna einnig þúsundir manna í þeim tilgangi einum að heimsækja grafhýsi Maós og votta honum virðingu sína. Það virðist ekkert lát vera á fólksstraumnum þrátt fyrir að í dag séu 10 ár liðin frá dauða hans! Morgunleikfimin er ekki það eina sem Kínverjar stunda til að halda sér í formi. Það eitt að ferð- ast með kínverskum almennings- vögnum krefst gífurlegrar líkamshreysti... svo að ekki sé nú minnst á langlundargeð! Það mætt halda að það væri spurning um líf eða dauða, slíkur er troðningurinn og slagsmálin um að komast inn í vagnana! Þama er hver sjálfúm sér næstur og við komumst fljótt að því hve grunnt er á villidýrinu í manninum. Áður en við vissum af vorum við einnig farnar að lumbra á ungbörnum og farlama gamal- mennum til að fá að fljóta með. Nær ómögulegt er að loka dyrun- um sökum fjöldans í vagninum, sem lítur einna helst út fyrir að geta rifnað þá og þegar. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé kom- ið. Útgangan er annað eins þrek- virki... auðveldasta leiðin er sennilega út um næsta glugga! Reiðhjól fyrir alla Hjólin gegna sama hlutverki fyrir Kínverja og bíllinn fyrir Vestur- landabúana. Alls eru um 150 millj- ón hjól í Kína og bætast við 17 milljónir ár hvert og dugar ekki til til þess að anna eftirspum. - Það krefst töluverðs hugrekkis að blanda sér í kínverska hjólreið- aumferð. Fyrir kjarkaða ferða- menn, sem ólmir vilja losna við mannmergð strætisvagnanna, eru hjólaleigur auðfundnar. Það má svo deila um það hvort líf og limir séu ekki í enn meiri hættu á hjól- unum! Hvernig hefur fólk ímyndað sér Kínverja? Sem dularfulla, hljóðl- áta hugsuði sem gangi í Maógöll- um hvunndags og Maógöllum sunndags? Ó, nei... hvílíkur regin- misskilningur. - Kínverjar eru ábyggilega með háværustu þjóðum heims. Tala oftast nær á 140 desí- belum og 140 km hraða. Þetta er sagt eina tungumálið í heiminum sem ekki er hægt að hvísla á! Þessi staðhæfing kemur e.t.v. af þeim leiða vana Kínverja að halda uppi samræðum í allt að 200 m fjarlægð hvor frá öðrum eða á milli hæða! - Þess fyrir utan eru í flestum al- menningsfarartækjum, s.s. lestum og ferjum, hátalarar þar sem út- varpað er á hæsta kínverskum gamanþáttum og tónlist. Til allrar hamingju tókum við með okkur eyrnatappa sem að öllum líkindum hafa forðað okkur frá heyrnar- skemmdum! Hópsálir Kínverjar eru ótrúlegar hópsál- ir... það þýðir kannski ekki annað hugarfar i landi þar sem búa yfir 1000 milljónir! Einkalíf virðist lítið sem ekkert, hvort sem það er i heimahúsum eða á almenningskló- settum... allt er opið upp á gátt. - Hvað Maógallann snertir, þá er hann vissulega algengasti klæðn- aðurinn, en engu að síður hefur tískan haldið innreið sína í Kína. - Þó að hún eigi sem slík, ekki upp á pallborðið é Vesturlöndum. Við ferðuðumst um Alþýðulýð- veldið í tæpa tvo mánuði. Við byrjuðum ferðina og enduðum í höfuðborginni, Beijing. Héldum fyrst suður á bóginn til borganna Xi’an, sem hýsir hina frægu Terrac- otta Soldiers (Leirherinn) og Chengdu. Frá Chong Qing fórum við ógleymanlega ferð niður Yangtse-fljótið til Wuhan. Þaðan var haldið suður til Guangxi-hér- aðs, sem er frægt fyrir hin sér- kennilegu fjöll sín, því næst upp til kínverskrar paradísar, Hangshuo. Shanghai heillaði okkur upp úr skónum. Andi 3. áratugarins svífur þar enn yfir vötnum. Gömlu hótelin og jassbarirnir hafa verið vakin upp af þymirósarsvefninum og nú hljóma enn á ný, um sali Peace- hótelsins, lög eins og „In the Mood“ og „Waltzing Mathilda“. - Endastöðin var svo Beijing, þar sem við vottuðum formanni Maó virðingu okkar, í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá láti hans og 45 ára afmæli byltingarinnar á næsta leiti. Bakpokalýður Ferðamönnum í Kína má skipa í tvo hópa... sem sjá í raun tvö ólík lönd. Annars vegar em þeir sem koma í skipulögðum hópferðum, í náðinni hjá hinu kínverska ferða- skrifstofubákni, C.I.T.S., og hins vegar sauðsvartur bakpokalýður- inn (við) sem gefur hinu alræmda skrifræðibákni langt nef og þrælist þetta á eigin spýtur. - Hvort það er af „Stanley og Livingstone fíl- ingi“ eintómum eða bara af sparn- aðarráðstöfunum skal ósagt látið. Hins vegar vijum við fullyrða að okkar ferðamáti, þótt á tímum gengi nærri geðheilsunni, hafi ve- rið vel þess virði. Hann færði okkur ómetanlega reynslu, og að því er við teljum; réttari mynd af landi og þjóð en ef við hefðum farið í skipulagðri hópferð á fyrirfram vandlega valda staði! Vandamál þau sem hrjá hinn sjálfstæða ferðamann í Kína eru mörg, en flest þeirra má rekja til málaörðugleika. Okkar sálufélagi og hjálparhella var forláta kín- versk-ensk samtalsorðabók. Bókin er samin með það fyrir augum að hjálpa manni út úr ólíklegustu kringumstæðum, allt frá húsbruna; „Hjálp, húsið er að brenna!“, upp í það að losna við uppáþrengjandi fólk; „Ef þú ferð ekki strax, þá öskra ég!“ - Allur er varinn góður. Lendi maður hins vegar í „orða- stappi" getur það reynst heldur vonlaust fyrirbæri... Það eina sem heyrist er þegar blaðsíðunum er flett í gríð og erg, ásamt gnístran tanna! Hörð sæti Aðalfarartæki okkar voru lestirn- ar. Þeim er skipt í þrjá klassa; hart sæti, harða koju og mjúka koju, lúxus. Við ferðuðumst aðallega, ásamt hinum almenna Kínverja, á hörðu sæti... sem ber svo sannar- lega nafn með rentu! Óbólstraðir trébekkir sem mynda 900 horn. En bekkirnir voru ekki það erfið- asta, plássleysið var öllu verra! Líkt og með strætisvagnana, þá er þessi klassi yfirfullur og mörgum sinnum meira en það. Fólk boraði sér alls staðar niður; svaf undir sætunum, í gangveginum, á kló- settunnm og jafnvel standandi. Þá er ónefndur sá hvimleiði ósiður Kínverja að hrækja hvar og hven- ær sem er og við öll hugsanleg tækifæri. Viðkvæmum og vel upp- öldum sálum, sem jafnvel hafði verið bannað að sjúga upp í nefið, reyndist erfitt að venjast þessum sífelldu ræskingum. Reyndar standa kínversk stjórnvöld nú fyrir miklum áróðri gegn spýtingum. Á hótelum og öðrum almennings- stöðum hefur verið komið fyrir hrákadöllum og skilti hengd upp á vegg hvarvetna sem banna hræk- ingar. Sérstakir „hrækingaverðir“ (sbr. stöðumælaverðir) ganga um og sekta lögbrjóta um 0,50 yuan. Að sjálfsögðu gleymist ekki út- varpið, á löngum, þreytandi lestar- ferðum... og því hærra stillt, því betra! Eftir 32 tíma ferð, undir þessum kringumstæðum, vorum við tæpast ábyrgar gerða okkar... hvað þá að vera færar um að kljást við ósam- vinnuþýtt þjónustufólk á kínversk- um hótelum. Eitt af því sem Kínverjum er ekki í blóð borið er þjónustulund. Og hafa þeir ein- staka hæfileika að „ignorera" mann sé sá gállinn á þeim. Við fengum oft á tilfinninguna að við værum regluleg byrði á starfsfólk- inu og að það væri að gera okkur stórgreiða er við báðum um hreint lak á rúmið eða matarbita! Það má þó ekki skilja það sem svo að ekki fyrirfinnist hjálpsamt þjón- ustufólk, en almennt vantar mikið upp ó almenna kurteisi og þjón- ustu... alla vega á þessum ódýrari túristahótelum og jafnvel þeim dýrari einnig. Gjalda útlendingum varhug Yfirleitt höfðum við ekkert nema góð kynni af Kínveijum. Þeir vildu flestir allt fyrir okkur gera, sérs- taklega ef við litum út eins og ungar sem dottið höfðu úr hreiðr- inu. Gáfu okkur meðul heyrðumst við hnerra, sendu okkur inn í síð- buxur væri kalt, buðu okkur inn að borða á matartímum og annað slíkt. En að búast við því að Kín- verjar taki útlendingum opnum örmum er til heldur mikils ætlast. Þegar allt kemur til alls hafa sár- afáir útlendingar sést á þessum 40 árum eftir byltinguna. Ferðamenn voru taldir vera af hinu illa, út- sendarar auðvaldsins og samskipti við útlendinga gátu jafnvel varðað fangelsisvist. Það eimir en eftir af þessum hugsunarhætti hjá hinum eldri, börnum byltingarinnar, og líta þau hina eVÍendu gesti horn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.