Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 18
62 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986. Popp gær, sljömur í dag Óþekktí Tríóið Swing Out Sister er ný stærð í breska poppinu. Nafni þessa tríós skaut upp kollinum nú fyrir stuttu þegar lagið Breakout fór í stökkum upp breska listann. Það sem er ef til vill merkilegt við þenn- an árangur er að Breakout er aðeins annað lagið sem þessir þre- menningar senda frá sér á plötu. Swing Out Sister hefur starfað í tvö ár, en fyrsta smáskífa tríósins, Blue Mood, kom út í fyrra og gerði nákvæmlega enga lukku. Það var hins vegar annað uppi á teningnum þegar nýja platan kom út. Swing Out Sister er skipuð þeim Andy Connell, sem leikur á hljóm- borð, og Martin Jackson, sem annast trommuslátt, en söngkona er Corrinne Drewery. Þeir Andy og Martin eru engir nýgræðingar því Andy starfaði um tima með hljómsveitunum A Certa- in Ratio og Kalima frá Manchester, en Martin var í Magazine og síðar Swing Out Sister með Chameleons. Báðir eru þeir frá iðnaðarborginni Manehester, en þaðan hafa margir ágætir tónlist- armenn komið síðustu árin. Auk þess að starfa með þessum hljóm- sveitum, höfðu fóstbræðumir um tíma þann starfa með höndum að gera Electro-poppplötur fyrir breska útgáfufyrirtækið Street So- unds. Þeir létu sig þó dreyma um að stofna eigin hljómsveit og reyndu marga söngvara en án ár- angurs. Þeir fundu einfaldlega ekki neinn sem gerði tónlist þeirra nógu góð skil. Þar kom þó að tískuhönnuðurinn Corinne Drewery svaraði auglýs- ingu þessara drengja úr norðrinu og þeim leist svona þokkalega á hana í fyrstu. Hún var hins vegar ákveðin í að hvíla sig á heimi tís- kunnar og snúa sér að tónlist. Með þrautseigju tókst henni að sann- færa strákana um að hún væri söngkona að þeirra smekk og þeir létu loks til leiðast. Annars var Corinne búin að tryggja sér áhyggjulausa framtíð í heimi tískunnar því hún var meðal annars farin að starfa mikið fyrir tískujöfurinn Lauru Ashley. En hún ákvað að snúa blaðinu við og takast á við tónlistina. Þegar Cor- inne kom upphaflega til Lundúna frá heimahögunum í Lincolnskíri fyrir 10 árum settist hún á skóla- bekk á fatahönnunarsviði í St. Martins skólanum. Með henni í skólanum var engin önnur en Sade Adu sem heimurinn þekkir nú sem forsprakka hljómsveitarinnar Sade. Corrine segir það hafa verið sinn æðsta draum frá sjö ára aldri að verða einsog Cilla Black. Nú hefur draumur hennar ræst þótt það þyki ekki sérlega eftirsóknarvert að líkjast Cillu Black en það er annað mál. Fyrir nokkrum árum hefði það ekki hvarflað að þeim Andy og Martin að þeir ættu eftir að slá í gegn. Reyndar var það svo að í þeirra huga var það alveg óhugs- andi. „Við vorum hreintrúarmenn. Ef við fórum inn á krá og fólk sagð- ist hafa heyrt nýjasta lagið okkar en líkaði ekki við það þá var við- kvæðið jafnan: við ætlumst ekki til þess að ykkur líki það.“ „En nú verð ég að viðurkenna," segir Andy „að þetta er viðkvæði þeirra sem fmna ekki hljómgrunn meðal almennings. Nú verð ég að játa að þetta var gríma sem við settum upp og margir aðrir gera slíkt hið sama.“ -jg Michael með appelsínugula geimapanum Fuzzball með fiðrildavængina. Michael er í gervi Eo kapteins. Mich.ael Jackson Ný plata á nýju ári frá guUdrengnum Nú eru fjögur ár liðin síðan Thriller, metsöluplata Michaels Jackson, kom út. Þessi plata hefur selst í tugum milljóna eintaka og er enn að seljast. Aðdáendur Jacksons hafa beðið þess með óþreyju að gulldrengur- inn sendi frá sér nýja hljómplötu en hingað til hefur mikil leynd ríkt yfir málum þessa undarlega blök- kupilts. Þó er vitað að hann hefur verið að fást við upptökustörf ásamt upptökustjóranum Quincy Jones sem bar ábyrgð á gerð Thrill- er. Ný plata í febrúar ’87 Um tíma voru sögusagnir á kreiki um að vænta mætti nýrrar smá- skífu frá Jackson í desember en nú er ljóst að það verður ekki af því fyrr en í janúar. Þá hefur sú fregn einnig flogið út að ný breiðskífa komi á markað í febrúar 1987. Eftir því sem hægt er að geta í eyðumar mun Jackson hafa tekið upp nægi- lega mikið efni á þrjár breiðskífur, þar á meðal dúetta með George Michael úr Wham og Barbra Stei- sand. Þa hallast menn að því að Jack- son sé að gera myndband þessa dagana með kvikmyndaleikstjór- anum Martin Scorsese. Munu þeir vera í New York þar sem gerð myndbands við fyrstu smáskífuna stendur yfir. Ert þú að fara í Disneyland? Fyrir skömmu var frumsýnd 17 mínútna löng þrívíddarkvikmynd í Disneylandi í Kalifomíu. Það er Michael Jackson sem fer með aðal- hlutverkið í þessari mynd en í stuttu máli fjallar hún um kaptein- inn Eo, sem Jackson leikur, og ævintýri hans úti í geimnum. Þessi ágæti kapteinn ferðast um geiminn ásamt liðsmönnum sínum, þeim Hooter, Fuzzball, Geex og Domo major svo nokkrir séu nefndir til sögunnar. Á einni af ferðum sínum koma þeir til plánetu einnar sem er þeirri ónáttúru gædd að vera algerlega litlaus í orðsins fyllstu merkingu. Þetta litleysi orsakast að sjálfsögðu af illum álögum ill- virkjans sem Angelica Huston, dóttir John Huston, leikur. Liðs- sveit Eo kapteins bjargar íbúum reikistjömunnar þegar þeir svein- ar taka upp vopn sín sem em einhvers konar rafhljóðfæri og hrekja hið illa á brott með tónlist sinni og danstilbrigðum. Kraftur tónlistarinnar og gleðinnar færir íbúum þessarar svarthvítu verald- ar litinn í tilveruna og breytir öllu í allsnægtaheim litadýrðar og ham- ingju. Framleiðandi þessa tækniundurs er George Lucas en leikstjóri er Francis Ford Coppola. Þessi stutta og dýra mynd er dæmigerð fyrir þann draumaheim sem Michael Jackson virðist lifa í. Tæknin er ótrúleg og virðist áhorfendanum að hann sjái leikarana sjálfa fyrir framan sig holdi klædda. Mínútan kostar 35 milljónir Þessa mynd munum við ekki fá að sjá hér á landi á næstunni því hún verður aðeins sýnd í Disneyw- orld á risaskermi og verður fólk því að fara til Kaliforníu til að fylgjast með þessu 17 mínútna langa ævintýri. Hver mínúta mun hafa kostað rúmlega 35 milljónir því heildarkostnaður við gerð myndarinnar var litlar 600 milljón- ir króna. í myndinni koma fyrir nokkur ný lög eftir Michael Jack- son en ekki er vitað hvort þessi lög verða á nýju sólóplötunni eða hvort þau koma út síðar á sérs- takri hljómplötu. Þau mál munu væntanlega ekki skýrast fyrr en i janúar á næsta ári þegar nánari upplýsingar um nýju plötuna verða gefnar. -jg- Ævintýrin gerast Enn gerast ævintýrin í heimi hér og á þetta einkum og sér í lagi við dægurlagaheiminn. Systumar Mel og Kim frá Brixton eru enn ein sönn- un þessa. Þessar laglegu systur eru dætur jamaiskra foreldra, faðirinn rasta- fariantrúar en móðirin ekki. Fyrir fimm árum lét faðirinn sig hverfa til að sinna stjórnmálunum og skildi móðurina eftir með þrjár dætur sín- ar. Kim, sú elsta, fór að vinna fyrir sér í kjörbúð og síðar í fataverk- smiðju. Mel, sem er í miðið, eirði ekki í skólanum og hætti þar. Bráð- lega fékk hún starf í sömu fataverk- smiðju og systir hennar. En þær dreymdi um að komast áfram í lífinu eins og sagt er. Fyrir stúlkur fi-á Brixton eru ekki margir vegir færir. Þær stunduðu diskótekin í Sóhó af kappi og færðu sig smám saman nær marki sínu. Að lokum komust þær í kynni við forstjóra Supreme plötu- fyrirtækisins og hann gaf þeim tækifærið sem þær hafði dreymt um alla ævi. Þessar laglegu systur eru nú búnar að gefa út sína fyrstu smáskífu með laginu Showing Out sem fór inn á topp 5 lagalistann breska og nú hefur Atlantic útgáfan í Bandaríkjunum ákveðið að gefa lagið út þar í landi. Systumar ráðgera að gefa út nýja smáskífu i janúar nk., síðan er stefnt á breiðskífu. Það er engan veginn sjálfgefið að vinsældirnar haldi áfram. Þær eru því allt eins viðbúnar því að verða aftur orðnar óþekktar stelpur frá Brixton á næsta ári, en stefnan hefur verið tekin. Þær hafa útlitið með sér, en í heimi tónlistar- innar er það aðeins einn mælikvarði sem gildir, mælikvarði tónlistarinn- ar. Þess vegna þurfa þær Mel og Kim að halda vel á spilunum næstu vik- urnar og mánuðina, ef þeim á að takast að lifa af í hinum harða heimi dægurlaganna þar sem stjörnur gær- dagsins eru gleymdar þegar síðasti tónninn deyr út. -jg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.