Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 13
 Nýttútlit íslendingar eru sagðir fylgjast vel með tískunni, hvort heldur það er í fatnaði, hárgreiðslu eða andlitsfórðun. En eitt er að eltast við tískuna og annað að velja það úr sem hentar eigin persónuleika og stíl. Helgarblaðið ræddi við þær Ástu S. Hannesdóttur og Hönnu Kristínu Guðmundsdótt- ur, eigendur hárgreiðslu- og snyrtistofunnar Kristu, um hár og andlitssnyrtingu. Jafnframt fengu þær það verk- efni að klippa, greiða og snyrta Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söng- konu eins og þær teldu fara henni best. Breytt hárgreiðsla og and- litsförðun getur breytt útliti fólks ótrúlega mikið. Það fékk hún Diddú svo sannarlega að reyna. Og það geta lesendur DV sjálfir séð á myndunum hér á síðunni. Að mörgu að hyggja „Það er margt sem þarf að hafa í huga við hár- og andlitssnyrt- ingu,“ sagði Hanna Kristín. „Öll höfum við einhverja hugmynd um hvernig við viljum líta út, eða alla vega hvernig við viljum ekki líta út, og við reynum að vinna út frá því. Síðan skiptir lífsstíll viðkomandi auðvitað máli. Hvers konar manneskja er þetta, við hvað starfar hún og fyrir hvers konar tækifæri er verið að snyrta? Þá þarf að meta þætti eins og augnlit, húðlit, háralag og annað slíkt.“ Diddú er söngkona og Hanna Kristín og Ásta ákváðu að snyrta hana og greiða þannig að hún væri tilbúin að fara upp á svið. Fyrst var hárið tekið fyrir. Diddú sagðist yfirleitt aldrei gera neitt fyrir hárið á sér annað en að þvo það. „Hárið á Diddú er mjög fíngert en fíngert hár er mjög algengt á Islandi," sagði Hanna Kristín. Fínt hár hefur ýmsa kosti, það til dæmis heldur sínum lit lengur og betur en gróft hár og gránar þvi seinna. Til þess að gera svo fíngert hár fyllra eru einkum tvær leiðir, permanent og litun. Hanna Kristín ákvað að nota jurtaskol sem dekkar ekki alveg háralit Diddúar heldur lyftir honum og skýrir og gefur mjög góðan glans. Liturinn er í sama rauða tóninum og raunverulegur háralitur Diddúar en gefur þessi hlýju gylltu áhrif sem er svo mikið ver- ið með í vetur. Við klippingu þarf að taka tillit til jaðarsins í hárlínunni, höfuð- lagsins og hársveipa. Diddú hefur fallegt höfuðlag og ber því vel stutt hár, í hárinu á henni eru heldur engir sveipir sem valda erfiðleikum. „Það er mjög mikið atriði að klippa og greiða hárið eins og sveipirnir liggja, en vinna ekki á móti þeim, því viðskiptavinurinn verður að geta átt við þetta heima. Það skiptir miklu finnst mér að velja þannig klippingu að hún fari vel án þess að eytt sé mörgum tímum í að greiða.sér," sagði Hanna Kristín. Snyrting og sjálfsöryggi „Það gefur manni geysilega mikið öryggi ef maður veit að maður lítur vel út,“ sagði Ásta þegar hún hófst handa við að ESH ■ ný manneskja rv:-; V i v mmwm mmma m með aðstoð DV og Krístu . Iptll - . ■m...m ■ . mála Diddú. Diddú samsinnti því og sagði snyrtinguna ómissandi hluta af vinnu sinni. „Ég porrast mikið upp við þetta. Ef maður er ánægður með sjálfan sig þá gerir maður alltaf betur. En það er ekki nóg að eiga mikið af snyrtivörum. Það verður líka að kunna að fara með þær. Það er til dæmis alrangt sem sumar virðast halda að make eða púður sé ætlað til þess að gera húðina sólbrúna. Því er hins veg- ar ætlað að jafna húðina og draga fram það sem er fallegt í andlits- dráttum hvers og eins. „Það er algengt að konur gleymi að dreifa úr farðanum. Þá myndast skörp skil á hálsinum og fyrir neðan kjálkabörðin sem er ákaflega ljótt að sjá,“ sagði Ásta. „Sama gildir um kinnalit, það þarf að dreifa vel úr honum svo hann sitji ekki eins og af- markaður blettur eða klessa á kinninni." Húð Diddúar flokkast undir venjulega húð. Hún er svolítið viðkvæm og hættir til að þoma í kulda eða vondum veðrum. Húð Diddúar er líka fremur rauð en til þess að draga úr roðanum er settur grænn undirtónn undir farðann. „Oft má með lítilli fyrirhöfn draga úr lýtum eins og rauðri húð eða baugum en fáir hafa hugsun á því. Með gulum lit má til dæm- is draga úr bláum baugum og með grænum lit má draga úr roða,“ sagði Ásta. Yfir græna undirtóninn setti Ásta ljósan farða. „Föl húð er mikið í tísku í þeirri linu sem við erum hrifnastar af. Mér finnst líka ljós farði eiga betur við Diddú.“ Á augun valdi Ásta síðan fallega haustliti, sinnepsgulan og gráan. Augnskuggana segist hún nota til þess að gera augun við- ari og hærri. Gullið tækifæri „Ég gæti vel hugsað mér að fara svona upp á svið eða eitt- hvað annað þar sem ég vildi láta taka sérstaklega eftir mér,“ sagði Diddú þegar hún virti fyrir sér árangurinn af starfi Hönnu Kristínar og Ástu. Breytingin er líka mikil þótt ekki leyni sér að þetta er okkar eina sanna Diddú. Og nú ætlar DV að bjóða þeim lesendum sínum, sem þess óska, að fá sams konar meðhöndlun. Þetta er kjörið tækifæri til að ráðgast við fagfólk um hvaða greiðsla, klipping og snyrting hentar þér. Hanna Kristín og Ásta geta gefið þér ráðleggingar um meðferð hársins, notkun snyrtivara eða hvaðeina sem þér dettur í hug að spyrja þær um. Og þær snyrta þig eins og þú og þær telja að fari þér best. í kaupbæti fær lesandi svo ljós- mynd af sjálfum sér sem ljós- myndari DV tekur þegar árangurinn liggur fyrir. Helgar- blaðið mun að sjálfsögðu fylgjast vel með öllu og skýra lesendum sínum samviskusamlega frá gangi mála. Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur bréf með nafni þínu, heimilisfangi og símanúm- eri og við sjáum um afganginn. Utanáskriftin er „Nýtt útlit“ c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. ‘XI fi "|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.