Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 2
40 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Breið síðan / y Hinn nýi barmur Gitte Nilsen Danir hafa mikinn áhuga á einka- málum Gitte Nielsen sem þeir kölluðu Rambólínu eftir að hún gekk í það heilaga með Sylvester Stallone. Nú er það hjónaband runnið út í sandinn og Rambólína róin á ný mið. Sagt er að Gitte hafi átt einstak- lega auðvelt mað að fá Stallone til að opna budduna þegar frúin taldi sig þurfa á að halda. Meðan þau Þannig var barmur Gitte Nilsen fyrir aðgerðina. voru enn í hjónabandi pantaði Gitte stækkun á brjóstum sínum og til verksins var fenginn einn af færustu og dýrustu lýtalæknum í Hollywood. Hann tók rúmlega 500 þúsund fyrir að hressa upp á hvort brjóst en Stall- one borgaði. í fyrstu gáfu menn þessari breyt- ingu ekki gaum en eftir að myndir voru teknar af Gitte berbijósta þar sem hún sólaði sig ásamt nýja elsk- Eftir að lýtalæknirinn hafði unnið verk sitt var árangurinn þessi. huganum á ströndinni í St. Tropez tóku sérfræðingamir viö sér og grófu upp gamlar myndir af bijóstum frú- arinnar. Vikari Litið í Vikuspegil á tímamótum því nú hefur Vikan vistaskipti Vélvæddur fugl - Ævintýraferð með Hans Óla Hansen VIÐTÖL: Þórarinn Jón Magnússon Nafn Vikunnar ★ Lífið í Lúx - rætt við íslenskar mæðgur í Lúxemborg Frá Borgarfirði til Buenos Aires - Anna Erla Magnúsdóttir Ross ísrael - til heilsubótar Laila og Saima eru konur sem fórna öllu fyrir föðurlandið H R ESST B LAÐ VIKU LEG A Malcolm- Jamal vitalaglaus Malcolm-Jamal Warner, sem leik- ur soninn Theo í þáttum Bills Cosby, ætlaði á dögunum að reyna fyrir sér á nýju sviði. Virtur plötuútgefandi réð hann til aö syngja inn á breið- skífu. Eftir að upptökur hófust kom í ljós að þetta var glötuð hugmynd því að strákurinn er yitalaglaus. Þrátt fyrir að öllu brögðum upptökutækninnar væri beitt tókst ekki að koma lagi á sönginn. Wamer hefur því hætt við að verða poppstjama og ætlar að láta hlut- verkið í Fyrirmyndarfóður nægja í bráð. Malcolm-Jamal Warner er hættur við að verða poppstjarna. Þjófar herja á Landon Langt er síðan nokkuð hefur frést af Michael Landon sem eitt sinn bjó í Húsinu á sléttunni. Hann efnaöist vel á leik sínum og gráti í þessum vinsælu þáttum og kom sér meðal annars upp dágóðum bílaflota. Þrátt fyrir að bílamir séu margir hveijir hinir eigulegustu hefur hon- um ekki haldist á þeim sem skyldi. Landon er nefnilega svolítið utan við sig og á það til að gleyma að stinga lyklunum í vasann að lokinni öku- ferð. Vegna þessa gáleysis tapaði hann nýverið ágætum Ferrari sportbfl og nokkmm dögum síðar einnig Rolls- inum sínum. Michael Landon brosir þrátt fyrir allt. Veistu fyrr en i nmmtu tilraun? Svör við spurningaleik: Dr. Valtýr Guðmundsson sagði þetta New Yoik. Tony Knapp. Afsögn Játvarðar VHl Englands- konungs. Hörgur. Hannibal Valdimarsson Einar H. Kvaran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.