Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 43 Spurningaleikur__________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Hann drap mig með glæsimennskunni," sagði hann árið 1903. Sá sem þetta sagði vonaðist til að verða ráðherra en fékk ekki. Sá sem „drap" hann með glæsimennsk- unni var Hannes Hafstein, sem hreppti ráðherradóminn. Umræddur maður var um skeið foringi fyrir stjórnmálastefnu sem við hann var kennd. Þessi aidamöt. Staður í veröldinni Staðurinn er við mynni ár sem kennd er við þekktan land- könnuð og skinna- kaupmann. Þennan stað kölluðu Hollendingar Nýju Amsterdam. Síðar gáfu Englend- ingar staðnum það nafn sem hann ber enn. i?!ll Á þessum stað er að- setur Sameinuðu þjóðanna. Fólk í fréttum Hann hefur verið í fréttunum vegna gróusagna sem hann sagði um sjálfan sig. Hann er kunnur fyrir störf sína að þessari íþrótt. Hann er fæddur á Englandi og hóf feril sinn þar. Einu sinni vann hann á Islandi. Síðustu misseri hefur hann verið I Noregi og var nýlega rekinn úr starfi þar. Frægt í sögunni Mál þetta kom upp á Englandi árið 1936 vegna bandarískrar konu. Vandræðin stöfuðu af því að ríkisstjórn landsins var ekki hrifin af fyrirhuguðu hjóna- bandi þessarar konu. Áhyggjur stjórnarinn- ar spruttu af því að konan hafði tvívegis verið gift áður. Væntanlegur eigin- maður konunnar sagði af sér embætti til að geta kvænst henni. Eftir brúðkaupið fengu þau titilinn her- togahjónin af Winds- or. Sjaldgæft orð Orð þetta kemur fyrir í orðasambandinu „að fara frá haugum og ... " sem merkir að yfirgefa allt. I fornu máli var þetta orð haft um heiðið vé eða blóthús. Nú er þetta orð þekkt sem fyrri liður í nafni á allstórri á norður í landi. Orðið er haft um grjót- hóla, hrjóstur og jafnvel fjallstinda. I náskyldri merkingu er það haft um skort. Stjórn- málamaður Hann er fæddur í Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð. Hann er kennari að mennt og var lengi skólastjóri, seinast veturinn 1975. Hann varð tvívegis ráðherra en ekki fyrir sama flokkinn. Hann var lengi forseti Alþýðusambands Vestfjarða og Alþýðu- sambands Islands. Hann var um skeið bóndi í Selárdal í Arn- arfirði. Rithöfundur Hann var um tíma blaðamaður við Isa- fold. Um fyrstu sögu hans var sagt að það hefði verið „siðferðilegt þrekvirki" að gefa hana út. Hann var einn af helstu boðberum spír- itismans hér á landi. Hann samdi leikritið Lénharður fógeti. Þetta er mynd af wsS*'" * honum á efri árum. J&*}**. mm Svör eru á bls. 40 Islensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Merkið tillöguna: „Islensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Höfundur: Bjarni Rögnvaldsson, Vesturbergi 122, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.