Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 6
44 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Veiðivon « Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Víðidalsá í Húnavatnssýslu Fengu 100 bleikjur og 9 laxa þrátt fyrir ískulda Kristmundur Jónasson fyrir miðjum Harðeyrarstrengnum nokkru eftir barátt- una við þárStóru, 20 og 17 punda laxana. DV-mynd Frímann „Við veiddum á þessar tvær stang- ir 9 laxa og 100 bleikjur, sem okkur fannst gott því að veðurfarið var ógeðslegt, ískuldi og rigning nema síöasta morguninn," sagði Krist- mundur Jónasson, íluguhnýtari og matreiðslumaður, en hann veiddi síðasta daginn í Víðidalsá í Húna- vatnssýslu á tvær stangir viö fjórða mann. Þetta var tveggja og hálfs dags veiðiferð hjá þeim og fengu þeir fína veiði, stærstu laxarnir hjá þeim voru 20 og 17 punda laxar. Kristmundur Jónasson og veiðifélagi hans, Frí- mann Ólafsson, fóru þama sína fyrstu ferð í ána en höfðu með sér Heimi Barðason, sem gjörþekkir ána, enda hefur hann verið leiðsögumað- ur í Víðidalsá og Vatnsdalsá. „Við sáum víða fisk í ánni og mikið sums staðar." - Nú fékkst þú þarna 20 punda lax á SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. flugu, þinn stærsta fisk um ævina. „Við vorum að veiöa í Harðeyrar- streng, skemmtilegum veiðistað, og þar var töluvert af fiski. Ég fékk þar Veiðivon Gunnar Bender þennan 20 punda fisk til að taka flug- una Black and blue og var með níu feta stöng, stórkostleg barátta sem stóð yfir í 45 mínútur. Laxinn stökk þrisvar sinnum og hann fór niður með öllu, svo náði ég honum inn í smálygnu nokkru neðar og þar tók Frímann veiðifélagi minn fiskinn með sporðlykkju. Fiskurinn átti tölu- vert eftir þegar við náðum honum á þurrt. Frímann fékk skömmu áður lax á flugu og þá sáum við að annar fylgdi þeim laxi eftir. Það var 17 punda hrygna, minn var hængur. Kannski hefur þetta verið par, við höldum það.“ - Þið fenguð helling af bleikju. „Bleikjuveiðin gekk vel og við feng- um 100, þær stærstu voru um 5 pund, annars voru þetta nokkuð minni bleikjur. Bestu veiðistaðirnir í bleikj- unni voru Neðri-Vaðhylur, Síma- strengur og fyrir neðan brú. Það er gaman að veiða bleikjuna á flugu.“ - Svo Víðidalsáin hefur tekið vel á móti ykkur í fyrsta skipti þrátt fyrir að veðurfarið hafi ekki verið gott. „Þetta var skemmtilegt og verður reynt að fá veiðileyfi aftur næsta sumar í ánni því að hún býður upp á fjölbreytta veiðistaði og maður get- ur átt von á þeim stóra. Baráttan við þann stóra, eins og ég fékk, var mik- ill fætingur og barátta í lagi. Vonandi á maður eftir að upplifa aftur eitt- hvað svipað í Víðidalsá,“ sagði Kristmundur í lokin. -G.Bender Þeir eru tignarlegir, stórlaxarnir úr Víðidalsánnni, sem veiddust á síðasta degi er áin var opin. DV-mynd Kristmundur Léttgeggjaði leiðsögumaðurinn við Elliðaárnar Hann er búinn að veiða oft í ánni í sumar „Léttgeggjaði leiðsögumaður- inn“ við Elliðaárnar hefur mikið komið við sögu við veiðar í ánni og svo virðist að hann hafi tekiö sér bólfestu við ána í sumar. Þessi „léttgeggjaði leiðsögumaður“ hef- ur fengið að veiða oftar en nokkur annar í ánni í sumar og fengið þá marga til að taka. Hann hefur tekið að sér að leiðbeina mönnum hvort sem það er á maðk eða flugu. „Jú, ég varð var við þennan mann við ána og hann var þar allan tímann meðan ég var að renna fyrir skömmu. Hann setti í einn lax fyrir mig á Hrauninu á flugu og það var skemmtileg viðureign," sagði einn af þeim fjölmörgu veiðimönnum sem veitt hafa með þeim „léttgegg- aða“ við Elliðaárnar. En sumir eru ekki hressir með þennan leiðsögu- mann og vilja vera einir við ána þó það sé erfitt. „Jú, ég varð var við þennan mann en vildi lítið tala við hann, samt var þarna hjá mér í um þrjá tíma,“ sagði annar veiði- maður. Ein var sú veiðisaga sem sá „léttgeggjaði" sagði af sér og þaö var það að hann hefði sjálfur átt veiðileyfi í ánni og fengið kvótann 8 laxa um leiö, alla á flugu. Síðan bitu á eftir þetta um 10 laxar en þá varð hann að hrista af því hann mátti ekki fá fleiri fiska þennan dag. Allir fengust fiskarnir á Hrauninu á flugu. Við getum upp- lýst að þessi „léttgeggjaði leiösögu- maður“ er líklega búinn að renna um hundrað sinnum fyrir aðra í sumar og ótrúlega oft búinn að setja í lax, þó er víst hjálpin oft misskilin hjá veiðimönnum. Hver eru eiginlega laun heimsins? „Léttgeggjaði leiðsögumaðurinn“ mun ganga undir dulnefni en um hríð en hann er krydd í tilveru veiðimanna sem renna í Elliðaám- ar. Hver veit nema hann mæti aftur næsta sumar? -G.Bender Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gaetu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn máft. Þar er allt sneisafullt af tækifaerum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...2 022 Viö birtum... Það berárangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADID hrjalst ohaö dagblaö KREDITKORTAÞJÓNUSTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.