Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 9
46 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Grænlandsdagar Þjóðsagnapersónan Jonathan Motzfeldt: Fyrir rúmri viku lögöu fjölmargir ís- lendingar og Færeyingar leið sína til Nuuk á Grænlandi þar sem haldin var fjölmenn ferðakaupstefna sem heima- menn tóku einnig þátt í. Markmið Grænlendinga var að selja landið eins og Halldór Laxness komst að orði í Atómstöðinni en samt ekki með þeim hætti sem þar var gert heldur stefndu þeir til sín ferðaskrifstofufólki víða að úr heiminum og sýndu fram á það í Godthábhöllinni hvað þetta land hefur upp á að bjóða fyrir erlenda ferðahauka. Yfir 200 manns söfnuðust saman, ýmist kaupendur eða seljend- ur, og gæddu 13.000 manna bæinn Nuuk fjölbrevttu mannlífi. Kaupend- ur voru samankomnir frá Evrópu, Japan, Ástralíu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum og viðskiptin gengu með ágætum að sögn. Motzfeldt vildi ekki láta mynda sig Eins og ævinlega í slíkum ferðum var mikið um glens og gaman. Á fóstudagskvöldinu var haldin heljar- mikil opnunarveisla á Hótel Hans Egede sem er glænýtt hótel þar í bæ og mjög gott í þokkabót. Með herkjum komust í stærsta sal hótelsins 235 manns, ferðakaupstefnumenn, ftdl- trúar pressunnar og síöast en ekki síst fyrirfólk á Grænlandi. Þar á með- al var Jonathan Motzfeldt, formanni heimastjórnarinnar, boðið en hann mætti ekki. Ástæðan fyrir þvi að hann mátti ekki vera að því var sú að hann fór á hreindýraveiðar. Á þessum árs- tíma stendur veiðitíminn sem hæst á Grænlandi og allir eru á hreindýra- veiðum. Þar lætur formaðurinn ekki sitt eftir liggja. Vegna þessa útivist- aráhuga hefur Motzfeldt oft verið líkt við fyrrum forsætisráðherra íslend- inga, Steingrím Hermannsson. Margir hafa reynt að hrekja Jonat- han Motzfeldt frá völdum en hann hefur alltaf staðist öll högg og setið sem fastast nánast frá því Grænlend- ingar fengu völd á heimaslóðum. Margar sögur fara af Motzfeldt og er ein þeirra sú að hann hafi eitt sinn hitt Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkj- anna. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Jonathan varð starsýnt á blettinn sem Sovétleiðtoginn ber á enni sér, valbrána. Hann stóðst ekki freistinguna og spurði Gorbatsjov: „Hversu lengi hefur þú verið með þennan blett?“ „Alveg frá því ég fædd- ist,“ sagöi Gorbatsjov. Þá spurði Motzfeldt aftur: „Hversu ungur er bletturinn?" Þessi saga og margar aðrar hafa Híbýli Jonathans Motzfeldt í Nuuk. Hús hans er hvorki höll né snjóhús eins og margir myndu halda. Hann býr rétt eins og aðrir þar i bæ. Hreindýraveiðitíminn var um síðustu helgi i Grænlandi og mátti sjá þar á stöllum stóra kjöthleifa sem seldir voru í sólskininu. verið sagðar um Motzfeldt. Hann er sagður mjög litrík persóna með mik- inn húmor. Á sunnudagskvöldið hitti greinarhöfundur Motzfeldt í veíslusal hótelsins og spurði hvort mætti mynda hann. Hann brást hinn róleg- asti við en sagðist vera að skemmta sér og vildi ekki láta mynda sig, og þar við sat. Motzfeldt er eins aðrir Grænlend- ingar einlægur og óvæginn. Jörgen Frederiksen kajakleiðbeinandi: Býr yfir miklum fj ársj óði Kajakar, eða húðkeipar eins og þeir hafa verið nefndir á íslenskri tungu, hafa löngum verið táknrænir fyrir Grænlendinga eða eskimóa, sem sín á milli kalla sig Inuita. Með kajökun- um ásamt hundasleðunum komust þeir leiðar sinnar. Á þeim veiddu þeir fisk og sel og lögðu jafnvel líf sitt að veði við veiðar á hvölum og ýmiss konar stærri sjávardýrum. Kajakar eru sagðir bestu einmenningsbátamir sem upp hafa veriö fundrir. í dag hefur vestræn menning hins vegar haldið innreið sína í Grænland og hafa því annars konar bátar og veiö- arfæri komið til sögunnar sem hafa þótt heppilegri og ekki eins hættuleg. Kajakinn er nú notaður sem sport- veiðitæki. Lítur út fyrir að vera 10 árum yngri Þaö er ekki nóg að kunna búa til kajak í orði heldur er það mikil kúnst á borði. Einn þeirra fáu manna sem í dag búa yfir þeim mikla fjársjóði hvernig búa á til upprunalegu kajak- ana er hinn 76 ára gamli íyrrum veiðimaður, Jorgen Frederiksen. Hann er mjög grænlenskur yfirlitum með blíðlegan svip og þrátt fyrir að vera orðinn þetta gamall og hafa unn- ið mikið um ævina lítur hann út fyrir að vera um 10 árum yngri. Hann flutt- ist til Nuuk fyrir árið 1983 með fjöl- skyldu sína, þrjá syni og eiginkonu, og starfar nú sem bensínsölumaöur ásamt því sem hann leiðbeinir fólki í að hanna kajaka. Blaðamaður DV spurði hann nokk- urra spuminga um líf hans áður fyrr og út í hina miklu reynslu sem hann býr yfir, og fékk til liðs við sig túlk þar sem Jorgen talar tungumál inn- fæddra, grænlensku. Fyrst var hann spurður hverju sætti hinn mikh áhugi manna á kajakasmíði. „Við viljum halda í menningu okkar, þá menningu sem fleytti okkur áfram og hjálpaði okkur að lifa og komast í gegnum þær erfiðu aðstæður sem kuldinn orsakaði því oft var erfitt að afla sér matar á ísnum. Viðhorfin eru einnig á þá lund aö mönnum þykir þetta spennandi og skemmtileg iþrótt. I dag eru starfandi 17 kajak-klúbbar í Nuuk og komast færri aö eri vilja til að smíða sér kajak.“ Eignaðist fyrsta kajakinn 5 ára Hvemig vom aðstæðumar og lífs- skilyrðin 1 uppvexti þínum? „Ég ólst upp með 7 systkinum auk foreldra auk þess sem afar og ömmur bjuggu hjá okkur um skemmri tíma. Það var því oft hart í ári og allir lögðu sig fram frá unga aldri við að afla fjöl- skyldunni matar. Við bjuggum í litlu timburhúsi en ekki snjóhúsi eins og margir hafa haldið um þá sem bjuggu á slóðunum hjá Disko Bay og þar um slóðir." Hvenær eignaðist þú fyrsta kajakinn? „Fyrsta kajakinn eignaðist ég fimm ára og átti hann í nokkur ár en því miður kviknaði í honum þannig að ég á hann ekki til minningar eins og ég hefði viljað. Seinna, eða þegar ég varð 10 ára, fékk ég annan kajakinn minn sem ég á enn og geymi til minn- ingar.“ Hefurðu einhvern tíma verið hætt kominn á kajak? „Já,“ svaraði hann, „oft hefur það verið.“ En hann vildi sem minnst ræða það en sagöist hins vegar hafa séð á eftir mörgum kærum vinum sín- um í sjóinn. „En svona var lífið í þá daga.“ Og ekki var laust við að sorg- arviprur kæmu fram í andliti Jorg- ens. „Við ferðuðumst einnig mikið á hundasleðum. Þá var það oft í nokkra daga. Á nætumar tjölduöum við yfir sleðann og sváfum á honum." Hvernig eru kajakar búnir til og hvað tekur það langan tíma? Kajakarnir klæðskerasaumað- ir „Kajakamir eru sniðnir eftir hverj- um og einum. Með öðrum orðum klæðskerasaumaðir. Fyrst er ramm- inn smíðaöur. Hann er opinn til þess að báturinn verði léttari og auðveid- ari í stjórn. Þá er grindin sniðin eftir stærð mannsins og selskinn strengt yfir. Að vísu notum við ekki selskinn eins og er heldur segldúk og menju yfir en munum í framtíðinni gera þetta eins uppmnalegt og hægt er. Margir skulfu við þá sjón er mennirnir á kajökunum hvoldu sér ofan i vat- nið berhentir og með ekkert fyrir andlitinu. Aðspurður sagði einn þeirra að þeim yrði aldrei kalt ef þeir fengju sér vænan bita af selspiki í morgunmat. Jorgen segir þá sem ætla að læra á kajak verða búa yfir mikilli hug- arró og hafa fiman likama. Að lokum eru veiðarfærin bundin við sem eru spjót og hnífar af ýmsum stærðum og ár til að róa.“ „Það fer langur tími í aö búa til einn kajak, allt upp undir % hlutar úr ári ef vel á aö vera. Grænlenska ríkið borgar þau námskeið sem haldin eru innan klúbbanna til að viðhalda þess- ari gömlu hefð.“ „Hvað þarf maður að hafa til að bera til þess aö geta orðið fær á kaj- ak?“ Jorgen var hugsi um tíma en sagði svo: „Fyrst og fremst þarf maöur aö búa yfir mikilli hugarró og ekki skað- ar aö vera fimur, með liðugan líkama, því hættumar eru oft miklar. Oft tek- ur það mörg ár að læra réttu tökin,“ sagði hann. LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 55 Texti og myndir: Guðrún Kristjánsdóttir Jakobshavn: Fleiri hundar en manneskjur Hvergi í heiminum er meiri hundaeign miðað við mannfjöida en á Græn- landi. Þrátt fyrir það kvarta Grænlendingar ekki yfir óþrifnaði eða neinum óþægindum vegna hunda eins og við íslendingar gerum oft. Ástæðan fyrir þessari miklu hundaeign er sú að hundurinn var þeirra þarfasti þjónn á sama hátt og hesturinn íslendingum. Nú til dags eru hundasleðaferðir skemmtileg íþrótt og hafa dregið til sín margan ferðamanninn í ævintýrahug. í Jakobshavn, bæ einum á Grænlandi, búa um fjögur þúsund manns sem eiga um það bil tvö þúsund fjár og hundar þeirra eru um sex þúsund, hvorki meira né minna. Það eru því fleiri hundar en manneskjur í Jakobshvan en svo er hvergi annars staðar í heiminum. Er þar því algjört heimsmet í hunda- eign og sagt er að ef einn hundur byrjar að spangóla að nóttu til fái enginn svefnfrið í þorpinu. Grænlendingar fá snemma æfingu i að róa kajak. T al (k nanai i .nmci mik wq Nuup tana«< •mmanúiMpiMihiRi iapaaiioppat nalunaaguraq unUkkb sisamanui, amra*ani*fc*Q uonQuUoí “ Nuup w- fáknortMUH jJtoqwrmpQMNanwú- mcrMKUriíup tuogaauut wgcrlaai- Munat avannariut killiit aliikkusersuinerat lujqugussut lOOút sínniiíit, sapoattuppat Nuumm takurnarianitsirwq pillugu takutilsinermi Vaatnr GudiOHuan. iS*& nitót Valgeir Guðjónsson kom, sá og sigraði á Grænlandi. Féll kimni hans mönnum vei i geð eins og sjá má. Á innfelldu myndinni er fjallað um Valgeir á grænlensku. Valgeiri líkt við Eddie Skoller Háðfuglinn Valgeir Guðjónsson skellti sér með í Grænlandsfór til þess að gefa útlendingum, eina ferðina enn, innsýn í íslenska menningu og húmor. Með honum í fór var Ásta, konan hans, og son- ur hans, Tommi. Grænlendingar eru mjög menn- ingarlegir og héldu galakvöld með pomp og prakt síðastliðið laugar- dagskvöld. Þar lögðu íslendingar og Grænlendingar til skemmti- krafta. Það var ekki að sökum að spyija, Valgeir Guðjónsson kom, sá og sigraði. Hann söng nokkur íslensk lög á ensku og sagði nokkra létta brandara þess á milli. Stemn- ingin var gifurleg og hláturrokum- ar dundu yfir salinn. Maður var virkilega stoltur yfir því að vera íslendingur á þeirri stundu. Valgeir á síðum blaðanna Nokkru áður birti Gronlands- posten eða Atuagadliutit, eins og blaðið heitir á grænlensku, umsögn um Valgeir þar sem meðal annars er sagt að hann sé hinn íslenski Eddie Skoller. Það er ekki lítill heiður að vera líkt við Eddie Skoll- er, þann heimsþekkta háðfugl. Valgeir má vera stoltur af því. Fyrir þá sem ekki vita er þekkt- asta lag Eddies Skoller „What did you learn in school today“ þar sem hann tekur fyrir flestar þjóðir og hermir eftir þeirra hreim og tekur það helsta úr þeirra menningu og gerir grín að. Þetta lag, sem og mörg önnur, þykja hafa tekist með eindæmum vel og heyrast oft á öld- um ljósvakans hér á landi. Konur á Grænlandi: Inuitahefðin enn ríkjandi Fyrirmynd nýrrar og dugmikillar kynslóðar í Grænlandi er vafalaust Rebekka Olsing. Um hana er oft rit- að á síðum Grænlandsblaða og er hún vel þekkt og virt meðal sam- landa sinna enda ekki furða. Hún er fyrsta konan Grænlandi sem menntuð er sem endurskoðandi. Hún er ein af fáum konum sem starfa af alefli í pólitík, en síðan Grænlendingar fengu heimastjóm hefur sprottið þar upp fjöldinn allur af flokkum. Hún er Grænlands- meistari á gönguskíðum. Hún er þrefaldur Nuukmeistari í badmin- ton auk þess sem hún starfar mikið í skátahreyfmgunni. Rebekka er með öðrum orðum kjamakona sem lætur sér ekki leiðast. Missti fóður sinn á kæak Við ræddum stuttlega viö Rebekku um líf hennar og störf og spuröum hana fyrst hvort hún hefði jafn- mikinn áhuga á kajökum og kollegi hennar Jorgen Fredriksen?: ,,Já,“ kvaö hún við, „mjög mikinn. Árið 1984 var ég beðin um aö taka að mér að ýta undir þessa gömlu menningu ásamt öðm fólki og hjálpa til að koma á stofn fleiri kajak- klúbbum á Grænlandi því áhuginn reyndist mikill, ekki síst eftir að Jorgen hóf starfsemi sína hér í Nu- uk. Ég leit fyrst og fremst á þetta sem mikla virðingu og upphefð og starfa enn að þessu af mikilli alúö. Ástæð- an er ekki síst sú að þegar ég var aðeins 5 ára gömul missti ég fóður minn er hann drukknaði á kajak." Nú ert þú fyrsti kvenendurskoðand- inn á Grænlandi, hvar lærðir þú? Ég nam í Danmörku eins og flestir Græniendingar gerðu á þessum tíma og gera mikið ennþá, en við höfum nú ágætan háskóla og kennarahá- skóla og ýmis kenar iðn og tækni- nám, en það vantar samt heilmikið upp á ennþá að hægt sé að mennta sig í öllum greinum hér heima. Menn hafa samt sem áður gott af því að fara erlendis um tíma.“ Það má geta þess svona í innskoti, að Grænlendingar hafa góðan fjöl- miðlaskóla. Það er meira en íslend- ingar geta státað sig af. Konur vantar sjálfstraust Eru konur á Grænlandi jafnvirkar og þú í félagsstörfum? -„Nei það er ekki hægt að segja það. Þær vantar enn mikið sjálfstraust. Það er ekki laust við að hin gamla Inuitahefð sé enn mjög sterk í þeim, en þrátt fyrir það aö hún byggi á jafn mikilli vinnu beggja aðila er konan heimavinnandi. Það þýðir að fáar fara út fyrir heimilin í ábyrgða- störf. Við stefnum markvisst að því í okkar flokki að greiða götu kon- unnar og stefna að jafnrétti á öllum sviðum, ekki bara í lögum heldur og einnig í verki." Hver er þessi flokkur sem þú starfar í? „Hann heitir á grænlensku Issittup Partiia - sem myndi þýöast á ís- lensku Heimskautsflokkurinn. Þessi flokkur er svokallaður veiðimanna- flokkur sem byggir á þeirri gömlu góðu hefð að maðurinn geti verið sjálfum sér nægur og allir hafi jafn- an rétt. Ég vil taka það fram að þetta er ekki kommúnistaflokkur og á ekkert skylt við hann. Hann er þrátt fyrir það róttækur flokkur. Húsnæðisvandinn mikill Hver eru markmiö flokksins í dag? „Við höfum sett húsnæðisvandann á oddinn í stefnuskrá okkar. Það er mjög erfitt að fá húsnæði hér auk þess sem þaö er mjög dýrt miðað við gæði. Menntakerfið og úrbætur þar eru okkur mikils virði og jafnréttið er eins og ég áður sagði okkur mjög mikil virði.“ Eru einnig Danir í ykkar flokki? Fyrir okkur eru allir, bæði þeir sem eru fæddir og uppaldir á Grænlandi og þeir sem búa hér, Grænlending- ar. Allir eru undir sama hatti hér á Grænlandi. Hvar starfar þú í flokknum? „Ég er í miðstjórn hans ásamt tveim- ur öðrum konum. Fjöldi karlmanna situr þar einnig við völd. Þetta er annars fremur nýstofnaður flokkur en við höfum samt þó nokkuð fylgi og eigum eftir að vinna á.“ Hvernig hefur þú tíma fyrir allt þetta? Ég hef fyrst og fremst gaman af þessu. Ég er með eigin endurskoð- unarskrifstofu og get því hagrætt tímanum nokkuð að vild. Ég á stálp- aða syni og eiginmann sem sem skilur mín sjónarmið, þess vegna gegnur mér vel.“ Ætlar þú að heimsækja ísland ein- hvem daginn? -,,Já, það ætla ég að gera fljótlega. Mig hefur langað til aö fara þangað lengi, ekki síst vegna þess að íslend- ingar og Grænlendingar eiga margt sameiginlegt. Þeir lifa á fiskinum. Svo hef ég einnig heyrt um að þið á íslandi standiö framarlega í kvenna- baráttunni, eigið kvenforseta og fleira." íslendingar og Grænlendingar eiga margt sameiginlegt. Fljótlega ætla ég aö feröast til íslands, sagöí Rebekka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.