Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 57 dv Sérstæö sakamál það. Nokkrum mínútum síðar var hann handtekinn. Brian Masterman var nú settur á bak við lás og slá. Rannsökn málsins tók lengri tíma en ætla hefði mátt, ekki síst af því að um var að ræða morð sem framið hafði verið svo löngu áður. Masterman kom svo fyrir rétt fyrir hálfu ári. Þar lýsti saksóknarinn, Brian Appleby, yfir því aö kviödóm- endur hefðu fyrir augum sér óvenju kaldriijaðan kvennamorðingja, mann sem hefði ekki látið sér nægja að ráða af dögum fyrri konu sína heldur hefði hann einnig hótaö að myrða þá síðari héldi hún ekki áfram að þegja yfir ódæöisverki hans fyrir tveimur áratugum. „Kom til átaka,“ sagði Masterman Masterman var þó ekki á því að játa á sig morðið á Janet. Reyndar vildi hann alls ekki viðurkenna að um morð hefði verið að ræða. Hann kvaðst hafa lent í rifrildi við hana af því hún hefði komist að ástarsam- bandi hans og Salinu. Afleiðingin hefði orðið handalögmál og hefðu átökin orðið á efri hæðinni, ekki langt frá stiganum. Svo óheppilega hefði síðan viljað til að hún hefði dottið niður stigann. Hann hefði þó ekki viljað segja frá átökunum á sínum tíma því hann hefði óttast að honum yrði ekki trú- að. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að meira væri að marka framburð Brians en Salinu. Þótt hann hefði svarað ,já“ er Salina spurði hann hvort hann hefði drepið Janet og svarið væri til á segulbandi fannst tólfmenningunum réttast að hta svo á að Brian hefði aðeins gerst sekur um manndráp, ekki morð. Fékk hann því sex ára fangelsisdóm. Sagan er þó ekki á enda. Sahna hefur lýst því yfir aö hún elski Brian enn. „Eg mun bíða hans utan fangel- isdyranna þegar hann losnar ef hann vih mig aftur,“ segir hún. Salina Masterman. Honum var þó ljóst að ákvörðun hans fékk mikið á Sahnu. Fannst honum hann greina eitthvað þaö í fari hennar sem olh honum áhyggj- um og kvíða. Loks komst hann að þeirri niðurstöðu að ef hann færi að heiman ætlaði hún sér að leysa frá skjóðunni um það sem gerst hafði tveimur áratugum áður er Janet Masterman lét lífið. Hótunin Reyndar var Brian svo viss í sinni sök að hann sá sig tilneyddan að vara Salinu við. Reyndar var ekki aðeins um viðvörun að ræða heldur alvarlega hótun. Hann sagði henni að hún skyldi gæta sín á því að segja ekki frá því á hvern hátt Janet hefði dáið. Gerði hún það myndi hann brátt snúa aftur til þess að sjá til þess að hún fengi sömu örlög og fyrri konan. í rúma tvo áratugi höfðu Brian og Sahna aldrei minnst á dauða Janet. Nú var morðmáhð aftur komið til umræðu. Hrædd Mikla hræðslu setti að Salinu er Brian hafði komið með þessa hótun því hún var í rauninni ekki í neinum vafa um aö hann myndi gera alvöru úr því að ráða hana af dögum. Um hríð var hún mjög utan við sig, reyndar svo að kunningjar hennar tóku eftir breytingunni sem oröið hafði á henni. Svo tók hún að átta sig og þar kom að hún var ákveöin í því sem hún ætlaði að gera. Fannst hún niðurlægð 27. maí í fyrra hringdi Salina tíl Brians og bað hann um að koma á sinn fund svo hún gæti rætt skilnað við hann. Hann gekk í gildruna. Um leið og hann gekk inn um dyrn- ar hjá henni setti hún segulbands- tæki í gang en við það var tengt fjarskiptatæki. Lögregluþjónar, sem voru í sérstökum bíl skammt frá húsinu, höfðu búið sig gaumgæfilega undir þennan fund þeirra hjóna og hlustuðu þeir nú á allt sem þeim fór á milli. Ákvörðun Sahnu um að koma upp um Brian byggðist á því að henni fannst hann hafa niðurlægt sig og vildi hún koma fram hefndum. Henni fannst hann í fyrsta lagi hafa niðurlægt hana í rúma tvo ára- tugi með því að láta hana bera með sér leyndarmálið um dauða Janet og í öðru lagi með því að ætla nú að kasta henni frá sér eins og gömlum hanska. Örlagarík stund Er þau höfðu sest í stofunni sagði Salina að hún væri glöð yfir því aö sjá hann aftur. í nokkrar mínútur töluðu þau svo um skilnaðinn fyrir- hugaða. Brian hafði verið óstyrkur að sjá er hann kom en þegar hann virtist vera farinn að jafna sig sagði Salina allt í einu: „Drapstu Janet af því þú elskaðir mig?“ Masterman hikaði um stund en svaraði svo játandi. Hann talaði nógu hátt og skýrt til þess að segulbands- upptakan geymdi svarið og lögreglu- þjónarnir í bílnum fyrir utan heyrðu Janet Masterman. VERKAMENN - RAFVIRKJAR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða verka- menn við jarðstrengjalagnir og rafvirkja við uppsetn- ingu á rafbúnaði í aðveitu- og dreifistöðvar. Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri alla vinnudaga og yfirverkstjóri milli kl. 12.30 og 13.30. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR INNANHUSS- ARKITEKTÚR 197 í frítíma yðar með bréfaskriffcum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn..................................... Heimilisfang..................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 26.09’87 HUSBYGGJENDUR Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmangsheim- taug að halda í hús sín í haust eða vetur, er vinsam- legast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að upp- gröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar, ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 686222. RAFMAGIMSVEITA REYKJAVÍKUR lAIAfBU ÁKLÆÐISVERSLUN Nýr vefnaður Litrík mynstur Fyrir nútíma fólk Bjóðum eingöngu nýjustu línuna af Vestur-þýskum áklæðum Skúlagötu 61 Sími 623588 HEILDSALA - SMASALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.