Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 14
60 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987,- Popp Marianne Faithfull örmagnaöist í fyrra af of stórum skammti eitur- lyfja. Hún datt niður stiga heima hjá sér og kjálkabrotnaði. í kjölfar þess var hún flutt á endurhæfmg- arstofnun í Minnesota í Bandaríkj- unum. Næsta hálfa áriö barðist hún við að ná tökum á lífi sínu með lokaðan munninn vegna kjálka- brotsins. Síðan útskrifaðist hún ásamt unnusta sínum, Howard Tose, sem hún hitti í meðferðinni. Þau fengu sér íbúð í Massachu- setts. Stuttu seinna framdi hann sjálfsmorð. Þannig hefur ævi Marianne Fa- ithfull verið frá því hún dansaði á rósum í Top of the Pops árið 1964, næstum samfelld sorgarsaga. Hún lifði í sviðsljósum Rolling Stones og lifði hátt. Síðan þá hefur Faith- full barist fyrir lífi sínu og enn hefur hún betur. Nýja platan henn- ar, Strange Weather, er til marks um nýtt og betra líf. Hún er tileink- uð unnustanum, Howard Tose. Marianne Faithfull kaus að lifa. Ekki hjónalíf „Auövitað er ég full iðrunar og trega,“ segir Marianne. „Ég hef sólundað lífi mínu og vissulega tek- ið afleiðingunum. Sjálfsvirðing mín hefur verið jafnlítil og virðing annarra fyrir mér sem persónu. Ég er fyrst núna að horfast í augu við sjálfa mig og sjá hver ég í raun er.“ Það hefur tekið sinn tíma. Faith- full stendur nú á fertugu og gerir upp fortíðina. „Strange Weather er ekki nostalgíuplata en er í nánu samhengi við líf mitt. Á plötunni er safn laga frá ýmsum tímum, blús og trúarsöngvar, tónlist eftir Dyl- an, og auk þess lag sem Tom Waits samdi sérstaklega á plötuna. Stemningin, sem þessi lög vekja, segja alia söguna um það sem á undan er gengið.“ Strange Weather inniheldur auk- inheldur nýja útgáfu lagsins As Tears Go by sem Faithfull sló í gegn með á sínum tíma. „Það var nauð- synlegt fyrir mig að syngja þetta lag aftur eins og málum var háttað. Það hefur leikið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég sagði einu sinni í viðtali að ef ég hefði ekki sungið þetta lag á sínum tíma væri ég hamingju- samlega gift í dag og ætti sex börn. Ég kæri mig hins vegar ekki um svoleiðis líf og hef aldrei gert.“ Helgarpopp Þorsteinn J. Vilhjálmsson Reynslusaga Strange Weather hefur fengið góðar viðtökur. Að því leyti segist Faithfull hafa fengið uppreisn æru. „Ég hef ekki gert góða plötu síðan Broken Enghsh kom út 1979. Ég er mjög ánægð með viðbrögð áheyr- enda. Hitt er svo annað mál að fólk hefur alltaf verið að segja mér fyrir verkum, hvað ég geri rétt eða hvað ég geri rangt. Satt best að segja er ,mér alveg sama hvað fólk segir. Ég fer mínu fram. Ég gerði þessa plötu eftir mínu höfði. Hún byggir á biturri reynslu og ég hef fullan rétt á að ráða því hvernig ég geri upp mitt eigið lif.“ A hinn bóginn má kannski segja að reynslan hafi verið dýru verði keypt. Söngkonan var oft hætt komin og erfið árin hafa sett mark sitt á hana. Það skiptir hana engu máh úr því sem komið er. „Ég reyni að hugsa um framtíðina," segir hún. „Ég er þakklát fyrir að vera enn á lífi.“ Marianne Faithfuil - nýtt líf. Tom Waits - brosir að blaöamönnum Viskí og sprengiefni Tom Waits er eins og fuglahræða í tónhstarheiminum. Flestir renna af hólmi í sömu andrá og þeir heyra hann eða sjá. Eftir situr Waits, yfir- leitt á skuggalegum öldurhúsum. Reykmettað loftið umlykur hann til- heyrandi dulúð. Þeir sem á hinn bóginn taka áhættuna og vaða reykinn uppgötva þann gúrú sem Waits vissulega er. Nýlega sendi Tom Waits frá sér tí- undu breiðskífuna sína, Frank’s Wild Years. Hún sver sig í ætt við tvær hinar síöustu, Swordfishtrom- bone og Rain Dogs. Sjálfur lætur Waits í það skína að nýja platan full- komni ákveðna trílógíu. „Plötumar eru óhkar en samt líkar," sagði hann í viötali við breskan blaðamann fyrir skömmu. „Þetta er mín tónlist,” bætti hann svo við. Blaðamaðurinn reyndi í öngum sínum að túlka þetta loðna svar söngvarans út frá nýju plötunni. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að Viht ár Franks væri enn torræðari en hinar plötumar tvær. „Hún er eins og tvöfaldur Jack Dani- els, blandaður meö nítróglyseríni stundi hann skelkaður. Tom Waits glotti hæðnislega. Á villigötum Tom Waits hóf sólóferh sinn upp úr 1970. Hann sendi frá sér plötuna Closing Time 1973. Platan bar nafn með rentu, róleg og melódísk tónlist, sem nýtur sín hvað best rétt fyrir lokun öldurhúsa. Alveg satt! Ekki síst lögðu menn eyrun við söng Wa- its. Bæði vora textamir vandaðir og eins þótti rödd hans ótrúlega rám. Frank’s WUd Years er eins og hinar plötur trfiógíunnar alger andstæða Closing Time. Waits er upptekinn við að kanna óhklegustu leiðir tUver- unnar, á ólíklegasta hátt. „Ef maður er að leita að einhveiju sérstöku snýr maöur oftast nær aftur með eitthvað aht annað en maður ætlaði sér að finna. Ég reyni að svipta hulunni af hinum ýmsu leyndardómum lífsins. Það tekst yfirleitt ekki. En ég upp- götva líka ýmislegt með því að lenda á vilhgötum. Og mér finnst gaman að vhlast.” Fyrir fastagesti Tom Waits hefur gert fleira en að gefa út plötur í eigin nafni. Hann hefur skoðað sig um í kvikmynda- heiminum, bæði sem leikari og tónskáld. 1982 samdi hann tónhst við mynd Francis Ford Coppola, One from the Heart, og lék í fyrra í mynd Jims Jarmusch, Down by Law. Gest- ir kvikmyndahátíöar gátu einmitt barið Waits augum í þeirri mynd, í hlutverki ahskuggalegs tukthúslims. Hversdagslega er þessi sérstæði söngvari og lagasmiður ekki í fang- elsi hinnar takmörkuðu hugmynda- fræði í tónlistarheiminum. Tom Waits fer sínar eigin leiðir. ímynd fuglahræðunnar á reykmettuðum bamum er óbreytt og fáir þora að koma nærri. Nýja platan um Frank breytir Utlu þar um. Hitt er annað mál að fastagestir hjá Waits taka honum tveim höndum sem endra- nær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.