Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 10
56 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Laugarneskirkja Starf kirkjuvarðar og meðhjálpara í Laugarneskirkju er laust til umsóknar frá 1. okt. Til greina kemur að skipta starfinu milli tveggja eða ráða hjón. Umsóknir sendisttil Laugarneskirkju við Kirkjuteig, 105 Reykja- vík. Sóknarnefnd Laugarnessóknar Skóladagheimilið Völvukot/Völvufelli vantar starfsfólk: Fóstru. Fólk með sambærilega menntun. Ófaglært fólk, meðan annars í eldhús. Upplýsingar í síma 77270. Hestamenn Miðkriki sf., Hvolhreppi, óskar eftir kauptilboðum í húseignir í Miðkrika. Um er að ræða fjós, hlöðu og viðbyggingu. Fjós þetta hefur verið notað sem hest- hús. Leigutilboð gætu komið til greina. Upplýsingar gefa Guðjón í síma 99-8332 - 8152, Örn í síma 8246 - 8121 og Dorfi í síma 8191 og 8240. Tilboði skal skila til Guðjóns Þórarinssonar, Norður- garói 22, Hvolsvelli, fyrir 30. október. Áskilinn er rétturtil að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Miðkrika sf. Innanhússbreyting Tilboð óskast í breytingar á um 210 mJ húsnæöi í lögreglustöð- inni við Hverfisgötu í Reykjavík. Innifaliö er rif og endurbygging. Verkinu skal skila eigi síðar en 1. febr. 1988. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vik, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. október 1987 kl. 11.30. INNKAUMSTOFHUN RÍKIStNS BOOGAUTÚNI 7 SÍMI 36844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ÞHS ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Þjóðhagsstofnun óskar að ráða hagfræðing eða við- skiptafræðing til starfa. Þjóðhagsstofnun óskar að ráða starfsmann til skrif- stofustarfa. Stúdentspróf á viðskiptasviði og reynsla í notkun tölva æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ís- lenskra bankamanna og bankanna. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Þjóðhagsstofnun Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík Gestaguðsþjónusta á sunnudaginn, 27. sept., kl. 11 Okkur langar að bjóða þér til guðsþjónustu í kirkjunni okkar til að heyra vitnisburð hinna lifandi postula Krists í dag. En nú er vitnisburður- inn og starf postulanna komið til íslands. Gestur okkar, umdæmisöldungur G. Storer, mun halda guðsþjónustuna. Hádegisverður framreiddur eftir messu. /\)yja Posfulakiukjart T^eykjavík Háaleitishraut 58-60 (Miðbær, 2. hæð.) Sérstæð sakamál Hefnd forsmáðu eiginkonunnar Brian Masterman og Salina Smith áttu fleira en eitt sameiginlegt þegar þau byrjuðu að vera saman árið 1965. Þau unnu á sama stað, í sápuverk- smiðju í Nottingham á Englandi, og báðum þótti sem þau hefðu fengið nóg af því að vera í andrúmslofti mettuðu af ilmefnunum sem í sápuna voru sett. Þá voru þau bæði þeirrar skoðunar að þau væru óhamingjusöm í hjóna- böndum sínum því hvort um sig hefði valið sér rangan maka. Ástin kemur til sögunnar Árið 1965 var Brian Masterman tuttugu og sjö ára. Hann var fyrir löngu orðinn þreyttur á því að borða í mötuneyti verksmiðjunnar. Því breytti hann til einn dag er veðrið var gott og bauð Salinu, sem var þá tuttugu og eins árs, með sér út í Sher- woodskóginn fræga þar sem Hrói höttur hafði eitt sinn hafst við. Við á eina í skóginum settust þau Sahna svo að snæðingi. Þar tókust með þeim ástir. Afleiðingin varð önnur og alvarlegri en venja er í slíkum til- vikum. í fyrstu hittust þau á laun en þar kom að leyndarmál varð sameign þeirra. Fundir við ána Margir leynifundanna voru við ána en við hana snæddu Brian og Salina hádegisverð á nær hverjum einasta degi í marga mánuði. 27. maí 1965 kom Brian hins vegar ekki til vinnu. Ástæðan var sú að kona hans, Janet, haföi dottið í stiga og verið flutt meðvitundarlaus í sjúkrahús. Þar lá hún svo í þrjá daga á milli heims og helju. Þá lést hún án þess að hafa nokkru sinni komist til meðvitundar. Sérstök rannsókn fór fram eins og venja er í slíkum tilvikum og í lok hennar lýsti réttarlæknir yfir því að um slysadauða hefði verið að ræða. Jarðarför og hjónaband Janet Masterman fékk aldrei tæki- færi til þess að segja frá því sem gerðist í raun og veru á heimili henn- ar þann 27. maí 1965. Brian vissi það þó og leyndarmálið um það geymdi hann í fyrstu einn. Salina huggaði Brian þegar hann gekk frá gröf Janet eftir jarðarför hennar. Nokkru síðar sótti Salina svo um skilnað frá manni sínum og eftir það leið ekki á löngu þar til Brian og hún gengu í hjónaband. Játningin Hrifning Brians og Salinu var gagnkvæm og reyndar elskuðust þau svo heitt að hann ákvað að segja henni frá leyndarmálinu um dauða Janet. Þar urðu honum á önnur og mikil mistök. Hann sagði Sahnu frá því hvernig dauða fyrri konu sinnar hefði borið að höndum. Hún hefði alls ekki dottið niður stiga. Hann hefði ráðist á hana með skemmli á meðan hún lá sofandi í rúmi sínu. Hún hefði vaknað og beðið hann um að þyrma lífi sínu. Hann hefði þó verið staðráðinn í því að ryðja henni úr vegi og eftir að hafa barið hana enn meir hafði hann kastað henni niður stigann. Hefði hún verið svo illa á sig komin eftir falhð að hann hefði verið viss um aö hún myndi deyja. Lofar að þegja Þegar Brian sagði frá leyndarmál- inu um dauða Janet var Sahna orðin kona hans og eftir því sem hún best vissi var hún ein um að vita hvað gerst hafði. Hún hét honum því að þegja yfir leyndarmáhnu. Það gerði hún líka í tuttugu og eitt ár en þá voru ýmis vandamál komin upp í sambúð þeirra. Bæði voru þau hætt að vinna í sápuverksmiöjunni. Þá snæddu þau heldur aldrei hádegisverð í Sher- woodskógi. Daglegt líf þeirra var orðið fábreytt. Sahna var hætt að vinna úti og þótti dauft lífið í út- borginni sem þau bjuggu í. Þá var æskufegurðin horfm. Brian Master- man var heldur ekki sérstaklega ánægður með starf sitt en hann var orðinn fangavörður. Brian ætlar að kveðja í maímánuði á síðasta ári var svo komið að Brian taldi sig ekki lengur geta þolað tílbreytingarleysið og deyfðina á heimihnu og sá enga aðra lausn á vanda sínum en þá að segja skihð við Salinu fyrir fullt og állt. Var hugmynd hans sú að leita fyrir sér annars staðar og byija svo nýtt líf er hann hefði fundið nýja kunn- ingja, nýja borg og nýtt starf. Brian Masterman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.