Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 16
Reykjavík 22. september Kæri vin Ég verð að byrja á þvi að þakka þér fyrir símtalið á dögunum. Ekki veit ég hversu mikið þú manst af því sem okkur fór á milli því ég heyrði ekki betur en þú hefðir drukkið lítt við sleitur áður en þú tókst upp tól- ið. Svo illa viidi til að þú stóðst í þeirri meiningu að ástandið væri það sama héma megin. Úr þessu varð því heldur samhengislaust samtal þar sem hvoragur skildi hinn en þetta skulum við láta liggja milli hluta. Misskilningur er ekki alltaf versti skilningurinn þegar öllur er á botn- inn hvolft. En ekki efast ég um að ölið sé gott í útlandinu. Eins og þú veist má enginn drekka öl hérlendis nema fara fyrst til útlanda. Það stafar eingöngu af því að engum íslendingi er treystandi til að koma inn í landið nema hafa svo sem tólf dósir af öh til að rétta sig af áður en hann kemst inn í þjóðfélagsmunstrið á nýjan leik. Enn heimtar þú fréttir héðan að heiman, en þar er ekki um auðugan garð að gresja. Ég hef lagt mig fram um það að fylgjast grannt með frétt- um aö undanfómu og slíkt er orðiö fulltæmdjobb því ekki skortir frétta- síðumar og fréttatímana í útvarps- stöðvunum ölium og sjónvarpsstöðv- unum báðum. En svo einkennilega vill til að það er ákaflega erfitt að finna fréttir í öllu þessu fréttaflóði. Þá verður manni það á að leggjast í lestur afmæhs- og minningargreina Morgunblaðsins í þeirri veiku von að þar megi þó helst finna einhvem neista. Og viti menn. Sem ég opna Moggann á dögunum rekst ég á af- mæhsgrein um sómamann og sá sem þar hélt á penna var Sæmundur nafni minn Kjartansson læknir. Nú er það svo að ekki skiptir ahtaf máh hver á afmæli eða er dauður heldur hver sér ástæðu til að stinga niður penna og minnast viðkomandi. Og kem ég nú að afmælisgrein Sæmund- ar: „Gegndarlaust framhjáhald" Afmælisgrein nafna míns hefst á þessa leið og bið ég þig að taka nú vel eftir því hér er margt sagt í fáum orðum: „Þegar Jónatan vinur minn hefur nú í dag náð þeim aldri, að leyfilegt er aö birta um hann afmæhsgrein samkvæmt reglum Morgunblaðsins, þá langar mig að setja nokkur orð á blað ef gleðja mætti afmælisbamið. Að vísu hef ég aht að því ofnæmi fyrir afmælis- og minningargreinum með örfáum undantekningum, að maður tali nú ekki um meira og minna óáreiöanlegar ættartölulang- lokur sem komist hafa í tísku nýlega, svo furðulegt sem það er, með öhu því gegndarlausa framhjáhaldi, sem landsmenn stunduðu, áður en þjóð- frægar persónur, margar þeirra þrælgiftar og kvæntar, tóku til að auglýsa smokkinn. Mér hefur sjálfum meira en dottið í hug að semja um mig minningar- grein, svo að nánustu ættingjar mínir þyrftu ekki að skammast sín fyrir bull og vitleysu, sem einhver fáráðlingur kynni aö suha saman að mér dauðum.“ Skylt er að geta þess að að aflokn- um þessum inngangi fór læknirinn nokkrum orðum um afmæhsbamið og varð ekki fótaskortur á tungunni. En þessi frábæra upphafsorð björg- uðu deginum fyrir mér. Hins vegar minnir mig að Morgunblaðið hafi tekið upp þá reglu að birta ekki af- mæhsgreinar um fólk undir sjötugu eftir að Steingrímur Th. Sigurðsson Bréftilvinar Sæmundur Guðvinsson skrifaöi tveggja síðna grein um konu sem varð það á að verða fimmtug. En þú veist það líka að afmælis- og minningargreinar geta verið stór- hættulegar. Ekki ómerkari maður en Erhngur Gíslason leikari tjáði mér í óspurðum fréttum á dögunum að hann hefði komist að því á síðum DV að þeir Guömundur Jaki og Styrmir Moggaritstjóri væru skyldir. Af einhverjum ástæðum kættist Erl- ingur mjög yfir þessum tíðindum en lét þess jafnframt getið að kæti Styrmis væri öhu minni. Um ástæð- ur þeirrar ókæti veit ég ekki og eins og þú veist er Erhngur maður gam- ansamur hvort sem Styrmir er það eða ekki. Jakinn er hins vegar leik- ari góður og hefur mig lengi dreymt um að sjá hann á fjölum Þjóðleik- hússins í drama eftir Ibsen eða Strindberg. Alþýöubandalagið var ahtof htið leiksvið fyrir Guðmund, enda gekk hann þar á dyr. Ófriður enn Fyrst Jakann bar á góma þá leiöir það hugann að því að enn einu sinni horfir th ófriðar á vinnumarkaöi. Um þetta var meðal annars rætt í grein í Morgunblaðinu í morgun. Með greininni birtist mynd af tveimur mönnum sem við fyrstu sýn vora svo skuggalegir að ég hélt smástund að bylting hefði veriö gerð á landinu og þama færa fyrir byltingarseggirnir sjálfir. Nú eða þá að þetta væri mynd af hættulegum glæponum sem eftir- lýstir væru af löggunni. Mundi þá að hérlendis tíðkast það ekki að lýsa eftri glæponum, hvað þá birta af þeim myndir. Þess 1 staö sitja menn rólegir og segja sem svo að maðurinn sem framdi glæpinn í nótt sem leið hljóti að fremja annan glæp innan tíðar og þá verði hægt aö góma kauða. En almáttugur forði mér frá að segja nokkram manni frá þessum misskilningi opinberlega þvi þegar ég hafði htið tvisvar á fyrmefnda ljósmynd kom í ljós að hún var af Asmundi Stefánssyni og Þórarni V. Þórarinssyni. Aldrei hef ég heyrt þeirra getið í tengslum viö nokkur myrkraverk, en svona skyggalega geta nú samt heiðursmenn htið út á mynd í blaði. Alveg á sama hátt og heimsfrægur fjöldamorðingi brosir svo hlýtt til manns af síðum blaða að maður hugsar sem svo aö þessum manni væri ábyggilega treystandi fyrir hundarðkahi mihi húsa. Meiri ábyrgð verður varla lögð á marga hérlendis um þessar mundir því mér skhst lika á fréttum að mihj- arðar hafi tapast mihi þhs og veggja í tíð fyrrverandi ríkisstjómar. Hins vegar má telja það th tíðinda að Jón Baldvin segir að þessa peninga sem týndustverði að borga með einu eða öðra móti. Hér koma nýir siðir með nýjum herrum ef gjörðir fylgja orð- um. Fimm hundruð milljónir Mér ferst sennilega ekki aö tala mikið um peninga eða ábyrgö í pen- ingamálum því aldrei hef ég haft vit á fjármálum mínum eða annarra. En þú manst eftir Gísla J. Ástþórssyni sem er ekki aðeins einn besti blaða- maöur landsins heldur kann þá hst að segja það með einni mynd og einni setningu sem hagfræðingar okkar segja í ritgerðum án þess að maður sé nokkru nær um hvað sé mergur- inn málsins. Eitt sinn fyrir margt löngu eða fyrir myntbreytinguna svokölluðu sá ég eitt sinn sem oftar teikningu eftir Gísla. Hvort það var í Mogganum eða ekki þori ég ekki með að fara enda skiptir það í sjálfu sér engu. Nema hvað teikningin sýndi akfeitan mann í skósíðum fyr- irmannafrakka stíga upp í amerísk- an bíldreka af stærstu gerð. Undir húsvegg hímdu tveir menn með sult- ardropa í nefi og horfðu á fyrirmann- inn. Öðrum verður þá að orði: Hugsaður þér bara. Fyrir tveim árum átti þessi maöur ekki bót fyrir rassinn á sér en nú skuldar hann fimm hundraö milljónir. Þarna var sögð svo stór saga með fáum orðum og nokkram penna- strikum að þetta ætti að gefast út á veggspjaldi. Oft hefur mér dottiö í hug að það lýsi heimsku minni best að hafa ekki slegiö fimm hundruð mhljónir í stað þess að eiga ekki bót fyri boruna á mér. Sendi þér línu við tækifæri. Þinn vinur, Sæmundur. L. i i i i i i Í i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.