Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 61 Jim Jarmusch er dæmi um hinn nýja fulltrúa sjálfstæðra banda- rískra kvikmyndagerðarmanna sem hafa komið fram á sjónarsvið- ið á undanfómum ámm. Þegar rætt er um bandaríska kvikmyndagerð vill talið oftast beinast að þeim kvikmyndum sem sýndar em í almennum kvik- myndahúsum og flestir sjá. Hér er þá átt við hina svokölluðu Holly- woodframleiðslu sem byggist á kvikmyndum sem höfða til sem breiðasts hóps áhorfenda og er stýrt frá örfáum stórum kvik- myndaverum, flestum staðsettum í Hollywood. Þetta virðist Banda- ríkjamönnum hafa tekist nokkuð vel enda er aigengt í flestum álfum heims að bandarískar myndir séu ýinsælli en innlend framleiðsla. En viö og við slæðast hingað til lands myndir sem sýna að til em óháðir kvikmyndagerðarmenn sem vinna og framleiða myndir eft- ir sínum eigin geðþótta og taka oft á vandamálum og viðfangsefnum í myndum sínum sem varla geta tal- Atriði úr Down by law. Jim Jarmusch Jim Jarmusch fæddist í borginni Akron í Ohio árið 1953. Þessi borg virðist ala upp mikið af listafólki því þaðan er Cris Butler úr The Waitress og svo Crissie Hynde úr hljómsveitinni Pretenders. Jar- musch ólst upp á dæmigerðan máta sem bandarískur unglingur á þess- um árum en segir sjálfur að hann hafi aldrei kunnað að meta banda- rískar kvikmyndir sem sýndar voru í kvikmyndahúsi bæjarins. Ekki efnileg byrjun það. Það var því ekki um annað að ræða en flytjast frá Ohio og lá leið- in út í hinn stóra heim. Fyrsta viðdvölin var í Chicago, síðan New York og að lokum ársdvöl í París. Þar uppgötvaði hann franska kvik- myndagerð og sá að minnsta kosti eina gamla og góða franska mynd á hveijum degi. Gott upphaf Þegar Jarmusch sneri aftur til Bandaríkjanna hitti hann hina Sjálfstæðir bandarískir kvikmyndagerðarmenn ist vinsæl. Ekki er hægt að segja að íslenskir kvikmyndahúsaeig- endur hafi verið duglegir að útvega slíkar myndir og þvi er það hval- reki á fjörur kvimyndaaödáenda þegar listahátiö tók sig til og ákvað að hafa með í dagskrá sinni nokkr- ar bandarískar kvikmyndir, gerðar af óháðum kvikmyndagerðar- mönnum. New York Allt frá síöari heimsstyrjöld hef- ur New York borg verið hjarta sjálfstæðrar kvikmyndagerðar í Bandaríkjunum. Þangaö má rekja „cinema vérité“ hreyfmguna sem kom fram á sjónarsviðið um 1950. Beittu kvikmyndagerðarmennirn- ir sömu tækni og sjónvarpið þegar þeir kvikmynduðu atburði og fólk eins og það kom fyrir. Var þá hald- ið á kvikmyndavélunum og notað eins mikið af náttúrlegu hljóði og kostur var auk þess að allar æfing- ar og síðan klippingu á myndinni í lokavdnnslu átti að forðast í lengstu lög. Hér var raunveruleika- blærinn í hásæti. Til þessarar stefnu má rekja heimildarmyndir Maysles-bræðranna og myndir Richard Leacock. Síðar skaut upp kollinum í New York stefnan „New American Ci- nema“ en henni tilheyrðu leikstjór- ar á borð vdð Shirley Clarke og John Cassavetes. Neðanjarðarmyndir Þessu tímabili var fylgt eftir með örum vexti í gerð svokallaðra til- raunamynda („experimental cinema“) og neöanjaröarmynda („underground cinema"). Þar var Andy Warhol í fararbroddi og fóru myndir hans eins og eldur í sinu um Evrópu á þessu tímabili. Má þar nefna myndir eins og Sleep (1963) og Movie (1969). Varla hafði almenningur áttað sig á öllum þessum stefnubreyting- um fyrr en fariö var að tala um nýbylgju í gerð 8 mm kvdkmynda annars vegar og svo nýbylgju í gerð póítískra og fræðilegra mynda ásamt myndum sem gerðar voru út frá kvenlegu sjónarmiði. Ekki má heldur gleyma aukning- unni sem varð í gerð heimildar- mynda upp úr 1975 sem byggðist aðallega á myndum um þjóðfélags- leg málefni. Síðan þróaðist heim- ildarmyndagerðin meira út í stjómmálatengdar myndir eins og um málefni Suður-Ameríku, rétt- indi kynvdlltra og svo kvenrétt- indabaráttu svo eitthvað sé nefnt. Ungirog aldnir Svo má ekki heldur gleyma kempum á borð vdð Jonathan Demme (Melvyn and Howard (1980)), Martin Scorsese (Taxi dri- ver (1976), Raging bull (1980)) og Susan Seidelman sem eru óháðir kvdkmyndagerðarmenn, búsettir í Hollywood, sem gera kvdkmyndir sínar í New York. En hvað er það sem gerir New York að svona mikilli gróðrarstíu fyrir frjóa kvdkmyndageröarmenn og uppsprettu nýrra strauma í kvdkmyndagerð? Skýringin liggur að hluta til í því að New York fylki og borg styrkja kvdkmyndagerö fjárhaglsega auk þess sem í borg- inni er allt sem til þarf, frá smá- hlutum í svdðsbúnaði upp í leikarana sjálfa. Einnig hefur alltaf veið mikið um að New York búar fari í kvdkmyndahús og þar má finna risastór kvdkmyndahús niöur í smálsah í East Village sem sýna frumverk sjálfstæðra kvdkmynda- gerðarmanna. En það má ekki heldur gleyma að líklega veitir borgin sjálf myndrænan hvata auk þess að vdrka örvandi á listræna sköpunagáfu. Ferskir vindar Enn á ný vdrðast ferskir vdndar blása um kvdkmyndagerð í New York. Röð mynda hefur komið fram á sjónarsvdðið á þessu og síö- astliðnu ári sem vakið hefur athygli. Má hér nefna verk leik- stjóranna Jim Jarmusch, Spike Lee og Lizzie Borden en þess má ein- mitt geta að á kvdkmyndahátíðinni, sem nú stendur yfir, er hægt að sjá verk tveggja fyrrgreindra kvdk- myndagerðarmanna. Eru það myndimar Down by law (1986) og svo She’s gotta have it. Eru þessar öldnu kempu Nicholas Roeg sem hann síðar tileinkaði sína fyrstu mynd. Samtímis var hann ráðinn af Wim Wenders sem var að gera sina fyrstu mynd fyrir bandaríska aðila sem var Ameríski vinurinn. Hér fékk Jarmusch sína fyrstu skólun í kvdkmyndagerð auk þess sem sýnilegt er að hann hefur orö- iö fyrir sterkum áhrifum af Wim Wenders. Árið 1980 fær hann lánuð tæki til kvdkmyndunar ásamt hálfri millj- ón íslenskra króna og gerði sína fyrstu mynd, Permanent vacation, með nýbylgjuhljómlistarmanninn John Lurie úr hljómsveitinni Lo- unge Lizards í aðalhlutverki. Myndin var 30 mínútna löng og vakti nokkra eftirtekt, ekki síst í Evrópu. í sviðsljósinu Fjóum árum síðar gefur Wim Wenders honum ónotaðan filmu- bút sem hafði gengið af vdð gerð einnar mvmda hans. Jarmusch not- ar tækifærið og útbýr um hálftíma mynd sem hann kallar Stranger than paradise. Eftir að hafa sýnt þennan filmubút var honum boð- ixm stuðningur til aö útfæra þessa hugmynd í kvdkmynd í fullri lengd sem hann og gerði. Myndin, sem sýnd var á sínum tíma í Laugarás- bíói sló í gegn og hefur verið kölluð fyrsta myndin eftir Warholtímabil- iö sem náð hefur hylli meðal almennings. Meira aö segja fékk myndin verðlaun í Cannes 1984, Jarmusch sjálfum til mikillar undrunar. Næst á eftir kom Down by law og er það jafnframt nýjasta mynd hans. Finnst mörgum Jarmusch hafa selt sig til Hollywood og það vanti í myndina alla þá þætti sem auðkenndu frumverk hans og sköpuðu hans sérstæða stíl sem leikstjóra. Hins vegar er auðvelt aö komast til botns í málinu og skella sér á kvdkmyndahátíð Lista- hátíðar og sjá Dawn by law áður en hátíöinni lýkur og dæma þannig sjálfur í málinu. B.H. Helstu heimildir: Kosmorama, Levende Billeder, Chaplin og MFB. Fulltrúi nýrra bandarískra kvikmyndageröarmanna. er líklega þekktastur af þessari nýju kynslóð er Jim Jarmusch enda gengur ein mynda hans vel á miðnætursýningum um allan heim og hefur öðlast vdðurkenningu sem samtímalistaverk. myndir góðir fulltrúar þeirrar starfsemi í kvdkmyndagerð sem nú fer fram í New York. Lítum nú aðeins nánar á einn af þessum fulltrúum kvdkmyndagerð- armanna New York borgar. Sá sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.