Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 41 Nú er haustíð komið með hval- veiðum í vísindaskyni og einhverri nefnd sem aldrei hefur farið til út- landa fyrr en ósköpin hentu hana um daginn ef marka má fjölmiðla- byltinguna sem er orðin eins og jeppabifreið sem ég átti þegar ég bjó við þjóðveg 711, hún stóð yfir- leitt alltaf fóst þegar ég þurfti að komast leiðar minnar á henni og var að hjakka í sama farinu á með- ap bensínið entist á tanknum. Þaö þótti sem sagt fréttnæmt að hér skyldi finnast nefnd sem hefði aldrei komist út fyrir landstein- ana og sagði fólk að þetta heföi nú verið meira meðvitundarleysið í henni og þetta hlyti að hafa verið skattanefnd sem hefði ekki mátt vera að því að fara til útlanda af því að hún hefði veriö að finna upp þrjátíu og sjö tegundir af söluskatti. - Og hvað var svo þessi nefnd að gera í útlöndunum? spurði konan mín áður en hún áttaði sig á því hvað það skiptir í rauninni htlu máh hvað nefndir gera þegar þær eru ekki heima hjá sér. - Hún hefur ábyggilega skroppið til Timbúktú að kynna sér hænsna- rækt, sagði ég, því að fyrir utan þann vanda kartöflubænda að hafa ræktað allt of margar kartöflur að þessu sinni hef ég grun um aö það sem helst hái íslenskum land- búnaði nú sé það hve fáir eru í rauninni sérfræðingar í hænsna- rækt þótt flestir bændur séu að gutla við þetta í frístundum eins og kanínurækt, laxeldi, refarækt, vaxtarrækt, ræktun íslenska hundsins og minkarækt svo fátt eitt sé nefnt sem bændur stunda þegar þeir eru búnir að framleiða kjöt sem enginn vih borða og mjólk Háaloft Benédikt Axelsson sem enginn vih drekka. íslenskt Og nú er farið að halda hér feg- urðarsamkeppni hunda og hingað fenginn dómari frá útlöndum sem er sérfræðingur í göngulagi, gelti og hárprýði og þegar búið er að finna út hvaða hundur hlýðir hús- bónda sínum best kemur borgar- stjórinn okkar með bikar handa honum og heldur yfir honum ræöu sem er ekkert lík ræðunni sem Jón á Hóh hélt yfir hundinum sínum sem fór undantekningarlaust að elta fugla þegar hann átti að vera að smala. Það var langt frá þvi að Jón bóndi héldi einhverja lofræðu yfir and- skotans kvikindinu og skrækirnir í honum heyrðust um aha sveitina þegar það var búið að tvístra fénu og þá var Jón á Hóh að thkynna hundinum sínum hvað hann ætlaði að gera við hann þegar hann næði honum. Þessi hundur Jóns var af frægu skosku fjárhundakyni sem geltir ekki heldur læðist aftan að fénu og bítur í lappimar á því og var Jón ekkert hrifinn af þessari framkomu hundsins, hann vhdi að hundar geltu því að sjálfur sagðist hann geta bitið í lappimar á rohunum ef á þyrfti að halda. Aldrei gerði Jón þó neitt við hundinn annað en bölva honum og ragna þrátt fyrir góðan ásetning um hroðalegar hmlestingar á með- an hann var honum sem reiðastur fyrir að kunna ekki að smala og þótt mér sé svo sem alveg sama er talsvert skrýtið fyrir mann sem er aiinn upp í sveit að horfa upp á hvernig fólk í þéttbýh er farið að umgaiigast dýrin, það er engu hk- ara en fólki þyki orðið jafnvænt um þau og bílana sína. Haust Mér hefur ahtaf fundist haustið sorglegasta árstíðin og þegar blöðin fara að faha af tijánum fer ég að hlakka th vorsins og þegar fólk fer að tala um hvað hausthtimir séu fahegir og hvað sumarið hafi verið gott og hvað veðrið sé oft gott héma í september finnst mér að það mætti gjaman koma á fót nefnd og senda hana th útlanda th að reyna að komast að því hvað hrjárir þetta fólk. Mín vegna mætti hún kynna sér hænsnarækt í Timbúktú í leiðinni. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytíngar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa failið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trú- um við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma hðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautarholti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.860,-), LED útvarpsvekj- ari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365,-). í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 62, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera fyrir 60. gátu, Sigurður Andri Sigvaldason, Grettisgötu 39 b, 101 Reykjavík (ferðatæki), Guð- rún Sigvaldadóttir, Einigrund 3, 300 Akranesi (útvarpsvekj- ari), Jóna Pétursdóttir, Safamýri 54,108 Reykjavík (útvarps- tæld). Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.