Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987, 9 Ferðamál Ferðapimktar Nýjar leiðir Þýska flugfélagið Lufthansa hefur Luxor í Egyptalandi og Katmandu í vikulegt flug til tveggja nýrra áfanga- Nepal. Lufthansa er fyrsta flugfélag- staða í þessum mánuöi. Vikulega ið í Evrópu sem sér um þjónustu við mun félagið fara áætlunarferðir til þessar tvær borgir. Byggingarvörusýning í Birmingham Stór byggingarvörusýning verður opnuð i Birmingham 22. nóvember nk. fnterbuild, eins og sýningin nefn- ist, er haldin annað hvert ár. í ár sýna um þrettán hundruð framleið- endur vörur sínar, þai af eru um níu hundruð breskir. Það nýjasta sem framleitt er í byggingarvörum verð- ur þarna til sýnis. Byggingaþjónust- an hér á landi mun hyggja á hópferöir á Interbuild. Tenging úr flugi í lest Farþegar, sem fljúga til þýsku borg- arinnar Frankfurt með Lufthansa en ætla sér að halda áfram til Dússel- dorf (Köln/Bonn) eða öfugt, geta valið um tengiflug á milli eða lestarferðir. Það mun vera nýjung hjá Lufthansa að bjóða farþegum á þessum leiöum (gildir ekki fyrir farþega í innan- landsflugi) upp á lestartengingu. Kjósi ferðamaður að fara með lest síðasta spölinn á ferð sinni greiðir hann lestargjaldið með flugfargjald- inu í upphafi. Farangur ferðamanns- ins er fluttur úr flugvélinni í viðkomandi lest og á leiöinni eru veitingar bornar fram af Lufthansa- starfsfólki. Leiðin á milh Frankfurt og Dússeldorf er rúmlega tvö hundr- uð og fimmtíu kílómetra löng og flugtími venjulega um fjörutíu og fimm mínútur en tekur tvo og hálfan tíma að fara með lest. Þessi þjónusta er tilkomin m.a. vegna þess að flug- vellirnir í Bonn og Köln eru ekki vel tengdir alþjóðaflugleiðum. í þeim tveim borgum er höfð viðkoma en það er einmitt tilgangurinn að tengja þessar tvær borgir betur við alþjóða- flugiö. Fjórum sinnum á dag er brottför lestanna bæði frá Frankfurt og Dússeldorf. -ÞG Bestu bílaleigumar Við skulum halda áfram að líta á niðurstöður skoðanakönnunar Busi- ness Traveller og skoða bílaleigur heimsins. Á þeim lista eru aðeins sex fyrirtæki. Bílaleigan Avis er í fyrsta sæti, var það í fyrra og hefur verið nokkuð lengi. En í næsta sæti er Hertz og segir í umsögn að þó að Avis haldi fyrsta sætinu sem fyrr hafi bilið á milli Avis og Hertz minnkað. Bílaleigurnar á listanum, auk Avis og Hertz, eru Budget, Europcar, Godfrey Davis og Inter- rent. Þaö eru sex áhersluatriði dregin fram í grein þar sem skýrt er frá niðurstöðunum, það eru þau atriði er varða þjónustu. Ferðamenn sem leigja bíla á ferðalögum sínum vilja fyrst og fremst að auðvelt sé að nálg- ast bílaleigubílinn, áreiðanleika, aðgengilega greiðsluskilmála, úrval bíla, að afgreiðsla gangi hratt fyrir sig og verðið. Kostnaðurinn er síðast- ur í röðinnni. Almennt heyrðust þær raddir á meðal þátttakenda að það sem þeir völdu sem „það besta“ væri ekki nógu gott. (1) AVIS 2 (2) Hertz 3 (3) Budget 3 (4) Europcar/ Godfrey Davis 5 (5) Interrent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.