Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Tilboð óskast Ölfushreppur óskar eftir tilboði í að steypa upp og gera fokheldar íbúðir aldraðra í Þorlákshöfn. Hér er um að ræða 8 íbúðir ásamt sameign fullfrá- genginni að utan, samtals 929 fermetrar. Tilboðs- gögn verða afhent gegn 5.000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, og teiknistofu Geirharös Þorsteinssonar, Bergstaða- stræti 14, Reykjavík, frá og með föstudeginum 23. október. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ölfushrepps, Sel- vogsbraut 2, Þorlákshöfn, þriðjudaginn 10. nóv. kl. 11 f.h. Sveitarstjóri Ölfushrepps. FLUGMÁLASTJÓRN Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða 2 rafeindavirkja eða starfskrafta með sambærilega menntun í 2 stöð- ur eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíódeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja nám- skeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskipta- tækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildarstjóra radíódeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fvrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1987. ÍBÚAR í LAUGARNES-, LAUGARÁS-, HEIMA- OG VOGAHVERFUM í REYKJAVÍK Laugardaginn 31. október 1987 kl. 14.00 mun Borg- arskipulag Reykjavíkur efna til borgarafundar í safnaðarheimili Langholtssóknar við Sólheima. Á fundinum verða kynnt drög að hverfaskipulagi fyrir borgarhluta 4, þ.e. Laugarnes-, Laugarás-, Heima- og Vogahverfi. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðalskipu- lagi fyrir Reykjavík. I því er fjallað sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúaþróun og áhersla lögð á hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundinum verður óskaó eftir ábendingum og at- hugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka íbúa er ein af forsendum fyrir góðu skipulagi. Borgarskipulag Reykjavíkur. HAPPDRÆTTI HJARTA- VERNDAR 1987 VINNINGASKRÁ Greiðsla upp í íbúð kr. 1.000.000 26892 Jeppabifr. Pajero 1988 kr. 900.000 31860 Bifreið Chevrol. Monza 1 988 kr. 560.000 89878 Greiðsla upp í íbúð, hvor á kr. 500.000 50651 - 117040 Ferðavinningar, hver á kr. 150.000 15501 - 54573 - 86524 - 114703 Ferðavinningar, hver á kr. 100.000 1104-11079- 33478 - 53546 - 57448 - 101218 -103367 -105153 -107439 -144273 -148710 Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð. Þakkir til stuðningsmanna um land allt. íþróttapisti]] dv íþróttapistillinn kemur nokkuö langt að aö þessu sinni eða frá Aarau, fallegum smáþae í Sviss. Undirritað- ur er hér að fylgjast með íslenska landsliðinu sem um þessar mundir tekur þátt í fjögurra landa móti í handknattleik. Af því tilefni er pist- illinn að þessu sinni nær eingöngu helgaður landsliði okkar í handbolta. Glæsilegur árangur í Sviss Allir íþróttaunnendur muna eftir síðustu heimsmeistarakeppni sem fram fór einmitt hér í Sviss áriö 1986. Þar náði íslenskt landslið besta ár- angri sínum fyrr og síðar í heims- meistarakeppni. Liðið hafnaði í sjötta sæti og þetta sjötta sæti nægði til að tryggja íslandi þátttökurétt í handknattleikskeppni Ólympíuleik- anna í Seoul á næsta ári. í Sviss var samstaða meðal lands- Mðsins og þeirra sem að því stóðu mikill og snar þáttur í velgengninni. Það sem mestu máli skipti var þó það að leikmennirnir voru reiðubúnir til að leggja nánast allt á sig til að viðun- andi árangur næðist. Dugnaður landsliðsmanna okkar var einstakur mála hjá islenska landsliðinu í hand- knattleik. Liðið hefur verið á stöð- ugri uppleið og hægt og sígandi hefur Bogdan náð að bæta leik liðsins á hverju ári frá því hann tók við lands- liðsþjálfarastöðunni. Einn landshðs- manna sagði við mig á dögunum þegar ég spurði hvort hann væri ánægður með þá þjálfara sem hann hefði hjá liði sínu í dag: „Þaö er allt- af svo erfitt að dæma þjálfara eftir að hafa verið undir stjórn Bogdans. Hann er í algerum sérflokki.“ heimsmeistarakeppninni ekkert eft- ir. Undirbúningur íslenska hðsins er nú að fara af staö og þeir eru margir svitadroparnir sem eiga eftir að falla þar til í seþtember á næsta ári. Mót það sem landsliðið er nú aö taka þátt í hér í Sviss er að nokkru leyti upp- hafið á undirbúningnum og því afar mikilvægt. Áhugamenn gegn atvinnu- mönnum Leikmenn íslenska landsliðsins eru ahir áhugamenn í íþrótt sinni. Þeir leikmenn, sem leika erlendis, fá að vísu einhverja smáaura fyrir að leika þar en allir vinna þeir með handknattleiknum. Þær handknatt- leiksþjóðir, sem eru í sama gæða- flokki og íslendingar, hafa hins vegar eingöngu atvinnumenn í liðum sín- um og þetta er auðvitað stórt atriði. Annar og ekki minni slagur framundan Eins og alhr vita sem fylgjast með íþróttum eru ólympíuleikar á dag- skrá á næsta ári - stórmót fyrir handknattleiksmenn sem gefur Bogdan er lika kraftaverka- maður Maðurinn á bakviö þann sess sem íslenska landsliðið hefur skipað sér á alþjóðlegan mælikvarða er pólski þjálfarinn Bogdan Kowalczyk. Þar er á ferðinni einstakur þjálfari og margir þekktir þjálfarar hafa sagt að hann sé einn sá allra besti í heimin- um. Undir það er tekið hér. Bogdan gerðist landsliðsþjálfari árið 1983 og frá þeim tíma hefur orð- ið heldur betur breyting á gangi fyrir HM í Sviss og hann skilaði ár- angri. Til þess eru einmitt keppnis- menn í íþróttum - til að ná árangri - allavega þeir sem eru í allra fremstu röö. Og landsliðsmennirnir okkar eru í allra fremstu röð í heim- inum. í Seoul? Og leikmenn fengu ekkert fyr- irómakið Þeir sem þátt tóku í undirbúningi landsliðsins fyrir HM í Sviss, lands- liðsmennirnir og þeir sem stóðu að baki landsliöinu, hafa líklega aldrei svitnað annað eins á lífsleiðinni. Leikmenn fórnuðu fj ölsky ldulífl nær alfarið og fengu svo til ekkert fyrir allt erfiðið, nema jú ánægjuna og stoltið sem fylgir þvi aö vera í fremstu röð íþróttamanna í heimin- um. Þeir leikmenn, sem leika með erlendum liðum, lögðu gífurlega mikið á sig og sýndu íþrótt sinni mikla hollustu og landi og þjóð um leið. Handknattleiksmennirnir vissu sem var að á íslandi er gífurlega mikill áhugi á íþróttum og þá ekki síst á handknattleik. íslenskir íþróttaunnendur gera gífurlega miklar kröfur sem oft á tíðum ganga út í hreinar öfgar. Er rétt að stefna að gullverð- launum? Þegar landshðið var aö búa sig undir HM í Sviss settu menn sér ákveðið takmark sem stefnt skyldi að. Stefnan var sett á sjötta sætið. Núna eru ólympíuleikarnir á ahra vörum og því rétt og mjög eðlilegt að menn fari að gera það upp við sig hvert takmarkið eigi að vera fyrir leikana. Formaður HSÍ, kraftaverka- maðurinn Jón Hjaltalín Magnússon, hefur lýst því yfir að stefna eigi að bronsverðlaunum í handknattleiks- keppni ólympíuleikanna og vera kann að það sé rétt hjá formannin- um. Þaö kæmi mér þó ekki á óvart þótt íslenska liðið yrði enn ofar og að um háls leikmanna íslands héngi annar málmur en brons að keppni lokinni. ísland er með eitt leikreynd- asta landslið í heiminum, ef ekki það leikreyndasta. Leikreynsla vegur ákaflega þungt á stórmótum eins og ólympíuleikum. Viljum við eiga landslið í heimsklassa? Nú i dag er spumingin þessi: Vilj- um við íslendingar eiga landslið áfram í fremstu röð? Viljum við að landslið okkar komist á verðlauna- pall í Seoul? Ef svarið viö þessum spurningum er játandi sem þaö ör- ugglega er, verður almenningur á íslandi að styðja við bakið á landslið- inu. Þátttaka í stórmóti eins og ólympíuleikum krefst mikils kostn- aðar. Almenningur á að fordæma það fádæma skilningsleysi sem al- þingismenn sýna íþróttamönnum okkar þessa dagana. Þeir eru að vísu þekktir fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en með því að standa saman og að allir leggi eitt- hvað af mörkum má ná langt og jafnvel alla leið á toppinn í Seoul. Þá yrðu alþingismennirnir okkar fljótir til að óska liöinu til hamingju. Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.